Tíminn - 05.06.1966, Side 10

Tíminn - 05.06.1966, Side 10
22 TÍMINN SUNNUDAGUR 5. Júní 1966 Áfram heimsmeistari HZ—Reykjavík, laugardag. í 22. skákinni milli Petrosjans og Spasskís fóru leikar þannig, að Spasskí gaf skákina eftir 35 leiki, og er því Petrosjan heims- meistari áfram í skák næstu þrjú árin. í þessum 22 skákum hlaut Petrosjan 12 vinninga, en áskor- andinn Spasskí 10 vinninga. Petro sjan vann fjórar skákir, Spasskí tvær, og hinum lyktaði með jafn- tefli. KREFST RANNSÓKNAR Framhald af bls. 13. Kommúnistafiokkur landsins, og eins hin svoikallaða 14. júnílhreyfing, hafa fullyrt, að kosningamar hafi verið „banda rískt-trújillískt" svindl. Heim- ildir í Byltingaflidkk Bosch segja, að óttasit sé að komm- únistaflokkurinn muni jafnvel reyna að hefja til lífs að nýju borgarastyrjöldina, sem geys- aði í landinu í fyrra. Balagucr >á hefur samband opinberra starfsmanna fullyrt, að kosn- ingarnar hafi verið mesta svindl í sögu lýðveldisins. Kröfðust þeir þess, að Bosah yrði þeg- ar skipaður forseti, og bað með limi sína að undirbúa allsherj- arverkfáll. Óstaðfestar freignir segja, að mannfall hafi orðið í átökum óbreyttra borgara og lögregl- unnar í norðurhluta Santo Doni ingo. Balaguer, sem í kosningun- um fékk stuðning bændanna, sem eru íhaldssamir, fókk einn- ig mun fleiri atkvæði í Santo Domingo og' öðrum bæjum í landinu, en nokkur hafði bú- ist við, þar sem bæirnir voru taldir tryggusitu vígi Bosohs. Um 1.3 milljónir manna tóku þátt í kosningunum, sem eru aðrar frjálsu kosningarnar síð- ustu 4Ó árin þar í landi. Bafael Bonelly, fulltrúi öfga- samra íhaldsmanna, var einnig í kjöri, en fékk aðeins 45.073 atkvæði. Búist er við, að Balaguer muni bráðlega hitta Gracia- Godoy til þess að ræða um fjarlægingu þess herliðs Banda ríkjanna, og nokkurra annarra Ameríkuríkja, sem nú er í landinu. > BRENNDU SIG Framhald af bls. 13. landsins úr höndum stúdenta, og virðist svo, sem ekki hafi komið til alvarlegra átaka ennþá, þótt stúdentamir séu vopuaðir. Aftur á móti er óljóst, hvort henmennim ir eru að taiba völdin samfavaeant skipunum frá stjórninni í Saigon, eða hvort þeir eru að reyna að koma í veg fyrir, að aðrir stjómar hermenn ráðist inn í borgina. Margir hermannanna hafa fest gult arrobindi á einkennisbúninga sína til þess að sýna stuðning sinn við Búddatrúarmenn. Frá New York berazt þær fregn ir, að U Thant, framkvæimdastjóri Sameinuðu þjóðanna, muni biðja Örygigisráðið um fullmakt til þess að fjalla um beiðni Saigonstjóm arinnar þess efnis, að Sameinuðu þjóðirnar sendi eftirlitsmenn til þess að fylgjast með kosningunum í septemiber. U Thant er þeirrar sfaoðunar, að hann geti ekki sent eftirlitsxnenn til Suður-Víetnam án samþyfalds Öryggisráðsins eða Allsherjarþingsins. Taldar eru litl ar líkur á að U Thant fái fullmakt í Allsherjarþinginu, og ef beiðnin verður lögð fram í Öryggisráðinu, þá er talið öruggt að Sovétríkin muni beita neitunarvaldi sínu, en Sovétríkin eru andvíg því að Sam einuðu þjóðimar blandi sér inn í styrjöldina í Víetnam í hvaða formi sem er. VERÐBÓLGAN Framhald af síðu 24. að launakostnaður félagsins einn sér hér innanlands hafi á s.I. ári aukizt um kr. 14.000.000 — um- fram það meðaltal, sem við höf- um orðið fyrir í nágrannalondun- um þar sem'við störfum og höf- um starfsfólk á launum. Með öðr- um orðum, afkoma félagsins hefði orðið um 14.000.000.- hagstæðari, ef launaþróunin hiefði á sl. ári ver ið viðmóta hér og í nágrannalönd- unum. Til viðbótar þessari launa- upphæð er svo aukinn kostnaður hér heima sem almenn afleiðing af verðbólguþróuninni. Enn heldur þessi þróun áfram og enn hækka laun verulega í ár, bæði við almennar launaihækkan- ir, sem stéttafélögin knýja fram í krafti verkfallsréttarins, en þar er leikurinn verulega ójafn. Til viðbótar eru svo sífellldar vísitölu- hækkanir. Þessar hæikkanir munu samtals nema í ár milli 9 og 10 milljónum króna. Hér er félagið alveg varnarlaust, því fargjöld verða. ekki hækkuð, þótt tillkostn- aður aukist, þar sem félagið starf- ar á alþjóðlegum vettvangi og í harðri samkeppni við um þrjátíu önnur flugtféiög á Atlantshafinu. Þess má geta hér, að meðaltekjur félagsins fyrir hverja farþegamílu, þ.e. einn farþegi fluttur eina mílu, er um kr. 1.75. Innanlandsfargjöld hér eru um kr. 7.00 á sama hátt. Sem sagt eru þá fargjöldin hér á landi ferflöld á við meðalfargjöld Loftleiða. fsland er að verða aldýrasta landið, sem félagið starfar í, bæði að því er launakostnað og annan kostnað áhrærir. Utlendir ferðamenn kvarta einn ig í sífelit vaxandi mæli um þá ofsalegu dýrtíð sem hér ríkir, og fer að verða erfiðleikum bundið að fá fólk til að heimsækja land- ið, ef þessi óheillaþróun verður ekki stöðviuð.“ Að lokinni samþykkt reikninga var stjórnin endurkjörin, en hana skipa, Kristján Guðlaugsson, Al- freð Elíasson, Einar Árnason, Kristinn Olsen og Sigurður Helga- son. ÍSBJÖRNINN Framhald á bls 19. dýrsins með djúpfjólubláu litar- efni, sem er vel sýnilegt úr lofti. Þetta gerum við sumpart til þess, að fyrirbygigja, að við deyfum sama dýrið tvisvar. í öðru lagi getum við með þessu móti fylgzt með ferðum dýrsins, og í þriðja lagi er litunin mikilvæg að því leytl, a ðhún helzt um það bil hálft ár,og við vonumst til þess, að ísbjamaskyttur láti svona greinilega merkt dýr í friði. Með merkingunum væri hægt að fá mikln víðtækari upplýsingar um ísibimi, en nú liggja fyrir. Áform Bandauíikjamanna er það að merkja 450—500 ísíbimi á þremur árrom og síðan eigi menn að fylgj ast með ferðum dýranna úr flug vélnm, skipurn og jafnrvel á is- breiðunum sjálfum. Þetta verður það yfirgripsmik- ið, að dr. Flyger telur sig eikki geta framkvæmt það upp á eigin spýtur, og þvi er það von Banda rfkjamanna, að Kandamenn og Norðmenn aðstoði á einhvern hátt við framkvæmdina, en þeir hafa sýnt töluverðan áhuga á því. Þá vonast þeir að sjálfsögðu eftir ein hverju samstarfi við Rússa og Dani. Vitaksuld verður hagnýting gervitunglls og radíósenditækja, mjög ti'l þess að auðvelda þessar ísbjarnarannsóknir. Gert er ráð fyrir, að á örfáum árum reynist unnt að fylgjast með gerðum hundraða ísbjarna með þessu móti. En aðatatriðið er það, að komast að raun um,hvernig koma á radíóinu fyrir, svo að ísbjörn- inn geti þölað það. FUyger segir ennfremur: Á. leið angrinum undan ströndum Alaska í vor sem leið, sannreynd um við það, að radíóhálsböndin okkar, renna ekki af dýrinu, enda þótt það hafi ekki mikinn háls. Ómögulegt hefur reynzt að útbúa slíkt radíóhálsband, sem vegur minna en 10 kg að svo komnu m'áli. Batterídn þurfa að vera sterk lega samansett til þess að ná send ingum úr mikiMi fjariægð, og til að geta virkað í sex mánuði. Það er von okkar að geta útbúið háls böndin þó nokkuð minni, svo að þau vegi eitt eða hálft annað kg minna. Einnig álítum við, að við getum lækkað kostnaðinn á hverju einstöku senditæki frá 10.000 dollurum allt niður í 2.000. , Radíóið verður útbúið þann ig að það hefur ekki stöðugar send ingar, því áð þá myndi batteríið eyðast allt of fljótt. Það hefur einungis sendingar, þegar genú- tunglið gaíur merki um það, en það verður 110. hverja mínútu, eða þegar gervitunglið er í sendi færi á braut sinni yfir heimskaut unum. VEÐRÁTTAN Fmmhald af síðu 24. tiil þess að draga sama dilk á eftir sér. Gosefnin, sem berast út í and- rúmslöftið, valda einangrun, sem verður hindrun á vegi sólarfhitans til jarðarmnar. VIÐTAL VIÐ HARALD Framhaid af bls. 18 um ,þegar maður hugsar til þess að unigur ástfanginn mað- ur hafi ef til vill dregið hann á fingur unnustunnar með þeim orðum, að hún mætti aldr ei skilja hann við sig. En eng inn veit sína ævina fyrr en öll er. — Hvernig hefur allt þetta fatasafn borizt hingað, spyr ég forviða, er mér verður litið inn í myndarlegan fataskap, fullan af alls konar fötum. — Þetta berst hingað eins og allt hitt draslið, er hirt upp af götunni hingað og þangað um bæinn og hafnar svo hér. Mikið af þessum fötum eru orðnir hreinustu garmar, en þó er ýmislegt innan um, sem vel má nota. Þarna eru til dæmis nýlegir og hefir fratokar, sem ef tii vill hafa komizt á flæk- ing fyrir það, að eigendurnir ■ hafa lent á fylliríi og í slags málum. orðið heitt af öllu sam an og kastað af sér frökkun- um. Að lokum sýnir Haraldur okk ur inn í stórt herbergi, þar sem eru reiðhjól og bríhjól í tuga tali. — Ég skil ekkert í þessu kæruleysi í fólki, segir Harald ur og hristir höfuðið. — Ef eg hefði tapað hljólinu mínu, þeg ar ég var strákur, hefði ég ekki verið í rónni, fyrr en það hefði verið komið í leitirnar. Nú á tímum virðist það ekki skipta krakka neinu máli, hvort þeir týna hjólunum stn um, að minnsta kosti gera sárafáir tilraun til að vilja þeirra hingað. Þó að mer tak ist að hafa upp á eigandanum og láti hann vita, hvar hjól- ið er niðurkomið, nennir hann í mörgum tilfellum ekki að sækja það hingað. Sum hjólin eru alveg ný, og mörg afar vel með farin, það er furðulegt að þeirra skuli ekki vera vitj að. — Eru það einkum einstakl ingar, sem koma hingað með fundna muni? — Já, það er mikið um það, að fóik komi hingað með alls konar muni, sem það hefur fundið, en oftar er það þó þannig, að finnandi hringir, tilkyrinir fundinn og síðan sæki ég hann. Á sumum bifreiða stöðvum er það haft fyrir reglu, að koma hingað með muni, sem þangað berast á einn eða annan hátt, eins er það með nokkur kvikmyndahús annars ættu samkonmi hús og ýmsar stofnanir að gera miklu meira af þvi að koma hingað með óskilamuni heldur en gert er. Það er líka algengt, að fólllc finni ekki hór þá gripi, sem það saknar. Þeir hafa þá hafn að annars staðar eða finnandi hefur hirt þá. — Er fólk samt ekki frekar skilvíst? — Jú, yfirfeitt er það svo. Oft er komið hingað með háar fj'árupphæðir og dýrgripi, sem hægt væri að selja fyrir stór fé, ef vilji væri fyrir hendi. — Hvert rennur ágóðinn af uppboðum ykkar? — Hann rennur í svokallað an Lögreglusjóð, en hann var settur á laggirnar fyrir allmörg um árum og peningarnir úr/ honum renna til a ðstyrkja lög- regluþjóna til utanferða, svo að þeir geti kynnt sér lögreglu mál á erlendri grund. Þetta er fremur fátækur sjóður ,því að uppboðin eru hans eini tekjuliður, og reyndar eiga þau ekki að heita tekjuliður. — Er það nokkuð sérstakt, sem þú vildir taka fram, áður en við ljúkum þessu spjalli? — Jú, ég vil eindregið hvetja fólk, sem saknar ein- hverra muna, til að koma hing að og leita þeirra. Ég er hér daglega frá 2—4. KRKJUÞÁTTUR Framhald af bls. 19. hann síðan fyrir héraðsdómar- ann til að svara til saka. En þar sem þú liggur fer allt í einu einhver rödd að tala í barmi þér. Aftur og aftur end urtekur Jesús í þessari rödd, og Guð fyrirgefi okkur ekki, nema við fyrirgefum öðrum þeirra misgerðir. Og þegar maðurinn loksins lendir bátnum þínum, gengur þú fram úr fylgsninu og segir við hann, að Drott.inn Jesús hafi neytt þig til að láta hann sleppa við lög og dóm, þú heimtir ekki einu sinni fisk inn, sem hann hafi veitt á þín um eigin báti. En bezt gæti ég trúað, að hann gæfi þér bá alla veiðina með undrun og þakklæti, vegna þess, að þú lézt ekki hnefana ganga á hausnum á honum, þegar hann steig upp úr bátnum. Nú ferðu heim, glaður og sigri hrósandi yfir því, að þér hafi tekizt að fyrigefa sjö sinn um á einum og sama degi. En kæmi nú Jesús í þorpið þitt þetta kvöld, og þú gengir fram fyrir hann, myndi hann segja við þig eins og Pétur forð um: Heyrðu vinur, sjö sinn- um er ekki nóg, heldur líka aftur að morgni, já aftur og aftur, alla ævi þína. Ég get séð á andlitum fólks ins, að nú er það hrært í hjarta og hefur fylgzt með mér. Við og við spyr ég kannski, hvort það sé mér ekki sammála. Og þá svara allir samtaka í ein- um kór: „Jú, það er satt, sem þú segir“. Eftir prédikunina bið ég þá að spenna greipar og svo flyt ég mjög hægt örstutta bæn. Löngu eftir að ég segi Amen situr fólkið með hneigt höfuð og spenntar greipar. Þegar ég fer að spila, ósköp liljóðlega, á orgelið aftur, rétt ir það úr sér, en situr graf kyrrt unz síðasti tónninn deyr út undir fingrum mór. Þá stendur fólkið upp og tín ist burt með lifandi orð Guðs í barnslegri vitund hins fnum stæða manns.“ Árelíus Níelsson. ÞJÓFNAÐUR Framhald af bls. 24. Faxaverfasmiðjunni í Örfirisey. Einn starfsmaðurinn, Axel Axels- son var að mola mjölsalla í kvöm, þegar járnstykki lenti í kvöminni og myndaði neista, sem kveikti í mjölinu með þeim afleiðingum að eldblossi lenti framan í Axel og hlaut hann 3 stigis bruna. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna og síðan á Landspítalann. Seint í gærkvöldi stal ökumað- ur bíl og náðist hann. Hann var settur í steininn. f nótt var brotizt inn í þrílyft hús á Laugaveginum og rótað til á öllum hæðum í. leit að pening- um. Engum peningum var stolið en skemmdir urðu talsverðar af rótinu. Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson, gullsmiSur, Bankastræti 12. Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. HALLDÓR Skólavörðustíg 2.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.