Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 23.12.1974, Blaðsíða 16
4Ö Vfsir. Mánudagur 23. desember 1974. SJÓNVARP UM JÓLIN - ÚTVARP UM JÓLIN Sjónvarp aðfangadag kl. 23.10: „Gömul guðshús í Skagafirði" „Skapar hátíðlega stemmn- ingu" „Þessi stutti þáttur skapar hátiðlega „stemmningu”, svo að okkur þótti við hæfi að endursýna hann um þessi jól”, sagði ólafur Ragnarsson, sem hefur umsjón með þætti um gömul guðshús i Skagafirði, i lok dag- skrár á aðfangadags- kvöld. ,,Ég sá þáttinn aftur nú fyrir skömmu og hafði ánægju af”. Um er að ræöa tvær torf- kirkjur, bænahúsið á Gröf á Höfðaströnd og Vlðimýrar- kirkju. „Grafarkirkja er enn oft notuö, vinsæl fyrir fermingar og giftingar. Hún mun vera minnsta guðshús á landinu. Bænahúsið var endurbyggt fyrir nokkrum árum á vegum Þjóöminjasafnsins, en það hafði verið i niðurnlðslu og notaö sem geymsla áöur”, sagði Ólafur „Við endurbygginguna var llkt eftir útskurði og öðru I fyrri stil og þangað voru fluttir munir, sem höfðu verið I kirkium I Skagafiröi, þegar þessi kirkja var upp á sitt bezta, liklega um miöja 18. öld. Viðimýrarkirkja minnir mig að sé rúmlega aldar gömul. Hún er sóknarkirkja enn I dag”. Þátturinn var tekinn á filmu 1969 og sýndur 29. marz 1970. —HH Staldrað við ó Akureyri „Ég staldraði við á Akureyri I eina viku með hljóðnemann og tók þá upp talsvert af skemmti- efni. Mestan hluta þess nota ég I klukkutima dagskrá á annan dag jóia, en afgangu.rinn kemur mér að góðum notum I skemmtiþáttinn, sem ég er með á gamlárskvöld”, sagði Jónas Jónasson I stuttu viðtali við Visi. „Þátturinn á annan dag jóla nefnist einfaldlega Staldrað við á Akureyri,” hélt Jónas áfram. „Hann er að mestu hljóðritaður á sal barnaskóla staðarins. Karlakórinn Geysir syngur nokkur lög af efnisskrá kórsins frá söngferðalaginu til Italiu I sumar. Stjórnandi kórsins er Italinn Sigurður Demenz Franzson. Þá flytja þeir Jóhann ögmundsson og Július Oddsson atriðiúr „Ævintýriá gönguför”. Þvl leikriti leikstýrði Jóhann á sviði á Akureyri fyrir nokkrum árum. Kristln ólafsdóttir, sem nýlega er flutt norður, syngur þrjú lög viö undirleik hljómsveitar Ingimars Eydal og loks verður flutt atriði úr „Matthíasi”, sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi I byrjun þessa mánaðar”. „Ég var einmitt viðstaddur frumsýninguna”,. sagði Jónas. „Fyrst framan af var leikið við logandi kertaljós. Það var nefnilega rafmagnslaust. Þegar svo byrjað var að syngja þjóðsönginn I einu atriöinu kviknuðu skyndilega öll ljós”. - —ÞJM Jónas Jónasson hefur átt annrlkt undanfarna daga. Auk þeat sem hann hefur sett saman klukktima iangan skemmtiþátt fyrir útvarpsdagskrá annars I jólum, hefur hann gert skemmtiþætti fyrir bæði gamlárskvöld og nýársdág. — Ljós: Bj.Bj. IÍTVARP • Mánudagur 23. desember Þorláksmessa 7.00 Morgunútvarp Veöurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. landsmála- bl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7:55: Séra Jón Einarsson flytur (a.v.dv.) Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05: Valdimar Ornólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson planóleikari (a.v.d.v.). Morgunstund barnanna kl. 9.15: Benedikt Arnkelsson les þýðingu sina á sögum úr Biblíunni i endursögn Anne De Vries (5) Þingfréttir kl. 8.45. Tilkynningar kl. 9.30 og einnig 10.25 (ef þarf). Létt lög milli liða. Morgunpopp kl. 10.40. A bóka- markaðinum kl. 11.00: Dóra Ingvadóttir kynnir lestur úr þýddum bókum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Heilög jól” eftir Sigrid Undset (Fyrsti hluti bókarinnar „Hamingjudagar heima I Noregi”). Brynjólfur Sveinsson islenskaði. Séra Bolli Gústafsson les fyrsta lestur af þremur. Eitt stærsta hnossið, sem sjónvarpið hampar um þessi jól er framhaldsmyndin „Vesturfararnir”. Höfundur myndarinnar er hinn þekkti sænski leikstjóri Jan Troell og er hún byggð á heims- frægum bókaflokki Vilhelm Moberg. Ekki þarf heldur að kvarta undan vali leikara. Aöalhlut- verkin leika tveir frægustu leik- arar Norðurlanda, þau Liv Ullmann og Max von Sydow. Hér er um glænýja mynd að ræða á okkar mælikvarða, en hún er frá árinu 1971. I kvik- myndahúsumvar myndin sýnd I 15.00 Jólakveðjur Almennar kveðjur, óstaðsettar kveðjur og kveðjur til fólks, sem ekki býr I sama umdæmi. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 17.10 Tónlistartlmi barnanna ólafur Þórðarson sér um timann. 17.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. tveim hlutum. Annaðhvort voru myndirnar þá sýndar I fullri lengd, þrir tlmar hvor eða I styttri útgáfu, sem tekur sam- tals um 5 tlma I flutningi. Sjónvarpsmyndin um vestur- farana tekur þvl I allt 6-7 tima I flutningi og verður henni skipt I átta hluta. Fyrsti hlutinn veröur sýndur á jóladag klukkan 21.30 og annar hlutinn sunnudaginn 29t, klukkan 22.05 Tveir fyrstu þættirnir verða svo endursýndir á nýársdag klukkan 14.40. Það er þvl miður ekki oft, sem ástæða er til að fjárfesta I sjón- varpstæki. Myndin „Vestur- fararnir” er þó ein sllk ástæöa. Þótt myndin fjalli um sænska smábændur er efni hennar Islendingum mjög skylt. A meöan við hámum I okkur jóla- 19.40 Helg eru jól.Jólalög i út- setningu Arna Björnssonar. Sinfóniuhljómsveit tslands leikur: Páll P. Páls son stj. 19.55 Jólakveöjur. Kveðjur til fólks I sýslum landsins og kaupstöðum (þó byrjað á almennum kveðjum, ef ólokið verður). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Jóiakveðjur, — framh. — Tónleikar. Danslög. (23.55 Fréttir I stuttu máli). 01.00 Dagskrárlok. hrygginn, minnir hún okkur á, aö fyrir 120 árum höfðu langafar okkar vart til hnlfs og skeiðar. Karl Oskar og Kristina eru búendur I Smálöndunum. Þegar náttúran og forlögin hafa leikið þau illa, sjá þau ekki önnur ráð en að flytja til fyrirheitna lands- ins, Amerlku. Kvikmyndun sögu Vilhelm Mobergs er stærsta verkefnið, sem norrænir kvikmyndafram- leiðendur hafa hingað til lagt I. Myndin er tekin I Svlþjóð, Bandarlkjunum, Danmörku og Kanada og hefst um 1850. Kvikmyndin heldur mikilli tryggð viö sögu Mobergs. Sem og bókin, lýsir hún llfi bændanna og förinni vestur um haf af miklu raunsæi. Hvergi örlar á væmni og hvergi er 'reynt að ofgera vesaldómi bændanna eða draga úr honum. Ekki er gerð minnsta tilraun til að sverta Amerikumanninn né hefja vesturfarann upp til skýjanna. Fyrsti þátturinn nefnist „Steinrlkiö” og segir frá baráttu Karls óskars við veðrið og brjóstrugan jarðveg. Veitið hinum ýmsu vel teknu atriðum athygli, svo sem atriðinu, sem lýsir áhrifum hitans og sólar- innar á skrælnað kornið. Þar er skipt á mjög skemmtilegan hátt á milli mvnda af sólinu, korninu og Karli Öskari —JB Sjónvarp jóladag kl. 21.30, „Vesturfararnir": Heimsf rœg mynd, sem ó erindi til ísíendinga Þegar hver neyðin rekur aðra ákveóa hjónin Kristina (Liv Ullmann) og Karl Oskar (Max von Sydow) að flytjast til fyrir- heitna iandsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.