Tíminn - 08.07.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.07.1966, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 8. júlí 1966 TÍMJNN Óháði söfnuðurnn fer í skeimntiferð í Þjórsárdai, sunnudaginn 10. júlí kl 9. Komið við f Skálholti á heimleið. Farið verður frá bílastæðinu við Sölvhóls götu, móti Sænska frystihúsinu. Að- göngumiðar hjá Andrési, Laugavegi S. Slysavarnadeildin Hraunprýði, Hafnarfirði fer 2ja daga skemmti- ferð í Bjaiíkarlund og víðar 16. júit Nánari upplýsingar í símum 50597, 50290, 50231 og 50452. Nefndin. Orðscnding BOnningadkort um Eirík Steingrims son vélstjóra frá Fossi, fást á eftir töldum stöðum símstöðinni Kirkju- bæjarklaustri, símstöðinni Flögu, Parfsarbúðinni í Austurstræti og hjá Höllu Eiriksdóttur, Þórsgötu 22a Reykjavík. Kvenfélag Lauganessóknar: Fótaaðgerðir í kjallara Xiauganes- kirkju falla niður í júlí og ágúst. Kvenfélag Langholtssóknar: Fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk í safnaðarheimili Lanigholtssókn- ar falla niður í júlí og ágúst. TIpp pantanir í september. Tímapantanir fyrir oíktóber í smía 34141. Langholtsprestakall: Verð fjarverandi næstu vikur, séra Sigurður Haúkur Guðjónsson. Söfn og sýningar Borgarbókasafn Reykjavikur er lotoað vegna sumarleyfa frá fimmtud. 7. júlí til þriðjudag. 2. ágústs, að báð um dögum meðtöldum. ÁSGRÍMSSAiFN , BergstaðastræU 74, er opið alla daga nema laugar daga frá kl. 1.30 e. h. — kl. 4. e.h. Hjónaband DANSAÐÁDRAUMUM HERMINA BLACK — Nei, þaikka yður fyrir. Eg hringi seinna. Hún lagði símtólið hægt frá sér. Hvað hafði komið fýrir? Vinna, auðvitað, og hann átti ekki gott tóeð að skilja eftir nein sérstök skilaboð. Hjarta hennar varð skyndilega þungt sem blý. Það var eitthvað að! Síðan sagði hún sjálfri sér að vera ekki að þessari vitleysu. Auðvitað mundí hann hafa samband við hana — síðan mundi hún, að hann hafði ekki símanúmerið hennar. Jæja, enn hann mundi koma. eins fljótt og hann gæti. Hún yrði bara að bíða. Hún fór til að líta eftir katl inum og reyndi að halda aftur af þessari furðulegu hræðslutilfinn ingu sinni, hjátrúarfullri hræðsl- unni um að hún hefði verið of hamingjusöm. Þegar hún var á leið til her- bergis síns til að klæða sig, heyrði hún smell niðri, leit niður stig- ann og sá, að pósturinn hafði kom ið. Þar sem Judy var I London, gat hún ekki ímyndað sér, hver gæti verið að skrifa henni. Bréfið var sennilega til Bésalindu, en þar sem hún þurfti hvort sem var að fara niður tiil að ná í mjólk- ina, tók hún upp bréfið um leið. Þetta var ferkantað umslag úr hvítum, þykkum pappír — ófrí- merkt. Hún sneri því við og hjarta hennar kipptist við, þegar hún sá nafnið sitt skrifað þar með rithönd Vere. Han hlaut að hafa sent einhvern með það. Hún settist í stigann og reif það upp. Að utan heyðust hin vana legu hljóð. Mannamál, hurðarskell ir, hljóð í bílum, sem settir eru í gang, hljóð i vatnsslöngu. En Jill virtist sem órjúfanleg þögn hefði lagzt yfir allt, þar sem hún las bréfið, sem virtist hafa verið skrifað með svo hræðilega svörtu bleki. „Kæra systir, Mér finnst ég skulda yður af- sökunarbeiðni, og flýti mér því að bera hana fram. Ég er hræddun um, að ég hafi ekki vitað, hvað ég var að gera í gær. Ég þýkist viss um, að þetta sé ekki í fyrsta skipti, sem þetta kemur fyrir yð- ur, — þér eruð aðlaðandi, ung kona. Samt sem áður gerir það mig ekkert betri í augum sjálfs mín, Vinsamlegast fyrirgefið mér og gleymið þessu. Vere Carrington. Jill sat og starði á pappírsblað ið í hendi sinni. Það var ebki satt! Það gat ekki verið. En hann hafði sagt — — Ég vissi ekki, hvað ég var að gera — Hvað hafði hann sagt? Að hún væri „guðdómleg"? Hvað hafði hann gert? Kysst hana, eins og maður kyssir stúlku, sem auðsjá anlega kann vel við það og — vill að það gerist aftur. Stúlku, sem hefur lent í svona áður! Hann hafði ekki gefið neitt loforð. Ekki beðið hana um neitt með orðum. En hann hafði skilið eftir skila- boðin handa henni í gær, skila- boðin, þar sem hún hafði lesið ýmislegt á milli línanna, sem aldr ei hefði átt að vera þar. Og hvað sem kunni að hafa ver ið í huga hans, var hún viss um, að það hafði ekki verið það, sem hún vonaði og hélt. hann hafði farið í burtu og hugsað málið og — ákveðið, að það var ekki þess virði. __ — Ó, það gat ekki verið satt! Bjáninn þinn! sagði hún við sjálfa sig, utan við sig af sárs- auka, eins og Vere hafði verið kvöldið áður, geturðu ekki skilið hvað það er satt? Að það eina er — að hann vill þig ekki? XXIII- kapítuli- Þegar hún horfði til baka, vissi hún aldrei, hvernig hún lifði þenn an dag án þess að koma upp um sig við Judy. Til allrar hamingju var vinkona hennar allt of upptek in af sinni eigin hamingju, og þó að hún og Ken hefðu mótmælt kröftuglega, þegar Jill sagði henni að hún gæti ekki farið út og borð að með þeim, vegna þess, að hún þyrfti að fara annað, höfðu þau farið tvö ein og verið hamingju- söm. Meðan Jill dvaldist ein í íbúð- inni þennan dag ákvað hún að fara til Fagurvalla næsta dag, þó svo leyfið rynni ekki út fyrr en á mánudag. Hún gat ekki afborið þá hugs- un að eiga kannski eftir að hitta Vere aftur, þó ekki væri nema rétt að sjá honum bregða fyrir. Vegna stolts síns reyndi hún að svara bréfi hans — að segja hon um, að hún skildi hann mjög vel j og að auðvitað myndi hún gleyma. ‘ Hún ætlaði að undirrita það: Virð1 ingarfylllst, Gillian Forster. En þegar hún settist niður og ætlaði að fara að skrifa, vildu orð EYJAFLUG Þarm 30. 4. voru gefin saman í Hallgrímskirkju af séra Jaikobi Jóns syni, ungfrú Halldóra Jónsdóttir og Methúsalem Þórisson. Heimili þeirra er í Borgarnesi. (Studió Guðmundar Garðiastræti 8, sími 20.800) Happdrætti DAS Dregið i 3. flokki Happdrættis DAS f gær var dregið í 3. fl. Happdrættis DAS um 250 vinninga og féllu hæstu vinningar þannig: íbúð eftir eigin vall fyrir kr. 500.000.00 kam á nr. 11297. Umþoð Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali kr. 200.000.00 kom á nr. 42751. Umboð Aðalumboð. Bíf- reiðir eftir eigin vali kr. 150.000.00 kamu á nr. 18168, Ólafsvík, 18251 Borgarnes, 29502 80312 Aðalumboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrír kr. 35 þús. kom á nr. 9317 Aðalum- boð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyr ir kr. 25 þús. kom á nr. 40898, Seyð isf. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 20 þús. kom á nr. 11374 Húsa vik og 26577 Aðalumboð. Húsbúnað ur eftir eigin vali fyrir kr. 15 þús. kam á nr. 6915 Aðalumboð, 8238 Borgarnes, 18407 Akranes. (Birt án ábyrgðar) * BILLINN Rent an Ioeoar Sfml 1 8 8 33 MED HELGAFELLI NJÓTIÐ ÞÉR ÚTSÝNIS, FUÓTRA OG ÁNÆGJUIEGRA FLUGFERÐA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. SlMAR: ___ VESTMANNAEYJUM 1202 REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120 NITTO JAPÖNSKU NITTO HJÓLBARÐARNIR f flastum stsrðum fyrirliggjandi f Tollvfirugeymslu. FUÓT AFGREIÐSLA. DRANGAFELL H.F. Skipholti 35-Slmi 30 360 in einhvern veginn ekki koma. Hún varð bara að láta því ósvar að. Hún gat skrifað stutt skilaboð til Lafði Amöndu og Söndru þar sem hún sagðist hafa orðið að fara samstundið til Berkshire. En þótt hún berðist við, að hugsa ekki um það, sem gerzt hafði, gat hún ekki hætt við að spyrja sjálfa sig, hvort það væri einhver önnur ástæða að baki þess arar skyndilegu breytingar á Vere hún gat ekki hætt að hugsa um þetta, fermur en hún gat útilok að hann úr hjarta sínu, sem nann hafði kastað í hana aftur á svo grimmdarlegan hátt. Sært stolt hennar jók þjáninguna, þeg- ar hún minntist þess, hvernig hún hafði játað ást sína fyrir honum. Og síðan, byrjaði hún að hugsa. En hann hafði sagt henni, að hann hefði langað til að kyssa hana alveg síðan hann dró hana upp úr ánni. Og hann hefði ekki kysst eins og maður, sem missir stjórn á sjálfum sér kyssir stúlku. Jill var nógu aðlaðandi og lag leg til að ýmsir menn höfðu misst stjórn á sér alloft — henni hafði oft verið sagt, að hún væri köld, ómannleg, eigingjörn, ómannleg! Öll þau orð sem daðursömum karl Otvarpið Föstudagur 8. júli 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Siðdegisútvarp 18.00 ís- lenzk tónskáld Lög eftir Sigur- svein D. Kristinsson og Þórarln Jónsson. 18.45 Tilkynningar. i9. 20 Veðurfregnir 19.30 Fréttlr 20. 00 Fuglamák Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi kynnii þria evr- ópskf söngfugla og raddir þeirra þ. e. sönglævirkja. hnotigðu og mistilþrastar 20.05 Olymtuieikar nútímans — 70 ára ferill. Bene- dikt G. Waage fulltrúl albjóð- legu ólvmpfunefndarlnnar á Is landi flvtur erindi 20.85 Gestir f útvarpssal; Adele Addison söng kona ©g Brokks Smitb pianóleik ari frá Bandarfkjunum. 21.00 LJóð eftir Þorgeir Þorgeirsson. Vilborg Dagbjartsdóttir les. 21. 10 Frá tónlistarhátfðinni f Sch- wetzfngen f mai s. L: 21.30 Ct varpssagan: „Hvað sagði tröl!ið?‘ eftir Þórleif Bjamason. Hötund ur les (17). 22 00 Fréttlr og veð urfregnir. 22.15 Kvöidsagan: „Dul arfullur maður. Dimltrlos" eftir Eric Ambler. Guðjón Ingj Sig- urðsson les (23) 22.35 Kvöldhljóm leikar. 23.25 Dagskrárlok. Laugardagur 9. júlí 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.00 Óskalög sjúkUnga Þorsteinn Helgason kvnnlr lögin. 15.00 Fréttir Lög fyrir ferðafólk. __________ 16.30 Veðurfregnir Á nótum æsl unnar Jón Þór Hannesson oj Pétur Steingrimsson kynna lét lög. 17.00 Fréttir. Þetta vil é| heyra Benedikt Gunnarsson lis málari velur sér hljómplötur. lf 00 Söngvar i léttum tón. 18.4! Tilkynningar 19.20 Fréttir 20.0 í kvöld Brynja Benediktsdóttlr oi Hólmfrfður Gunnarsdóttir sj; um þáttinn. 20.30 Kórsöngur Karlakór Keflavíkur syngur oj nýtur aðstoðar kvennakórs, sen syngur einnig sér i Iagi. Söng stjóri: Þórir Baldursson. 21.11 Leikrit: „Lífsförunautur" efti Arthur Schnitzler 21.50 „Sögn' lag fyrir fiðlu og hljómsveit. 22 00 Fréttir og veðurfregnir. 22.lí Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.