Vísir - 08.04.1975, Side 2

Vísir - 08.04.1975, Side 2
2 Vísir. Þriðjudagur 8. april 1975 vimsm: Áttu von á sjómanna- verkfalli? Asmundur Böövarsson, háseti: Nei.andsk.... ég trúi því ekki. bað verður að reyna aö ná sam- komulagi. Jón Aðalbjörnsson, háseti: Ég reikna með þvi. Ég held þó ekki, að það verði langt. Ætli það verði ekki 3-4dagar. bað ber svo mikið ámilliaðþaðhlýturað verða. Við verðum að fá eitthvað af þessum kröfum framgengt. Björgvin Guðmundsson, kokkur: — Ég á von á verkfalli, já. bað stendur að minnsta kosti yfir á meðan vertiðin verður. Mér lizt ekkert á að fara i verkfall, ég er á móti verkföllum yfirleitt. En nú virðist lika vera að glæðast fiskiriið. Arni Pálsson, bilstjóri: Nei, ég reikna með að það veröi samið. Sigurður Ingólfsson, biistjóri: Nei, ég held það veröi ekki verk- fall. Ætli þeir reyni ekki að fresta frekar. Kristinn Antonsson, bilstjóri: Ég vona, að það komi ekki til, og ég er nokkuð bjartsýnn á það. Ef það kemur verkfall, þá er allt stein- dautt, þá er hreinlega úti um ver- tiðina. Friðarsamtök gefa sig fram: Ekkert er en frelsið - segir formaður Víetnamnefndar- innar á Islandi í svari til G.G. Ólafur Gislason, formaður Vlet- namnefndarinnar á tslandi, skrifar: ,,í lesendadálki Visis laugar- daginn 5. aprfl birtist fyrirspurn frá G.G. um Vietnamnefndina á Islandi og afstöðu hennar til striðsátakanna i Vietnam und- anfarið. Okkur er ljúft að verða við beiðni G.G. 1 Vietnam eigast við tveir striðsaðilar, annars vegar Bandarikjastjórn, sem beitir fyrir sig gegnumrotinni lepp- stjórn Thieu forseta og mála- liöaher hans, hins vegar megin- þorri vietnömsku þjóðarinnar. I S-VIetnam er það bráðabirgða- byltingarstjórn lýðveldisins S- Vietnam, sem er hinn eini rétti fulltrúi þjóðarinnar. í Parisarsáttmálanum um endurreisn friðar i Vietnam staðfesti Bandarikjastjórn ósig- ur sinn i styrjöldinni að aflokn- um hinum villimannlegu loft- árásum á Hanoi um jólin 1972. Fyrsta grein Parisarsáttmálans hljóðar svo: „Bandaríkin og öll önnur ríki virða sjálfstæði, full- veidi, einingu og landfræðilega einingu Víetnam i samræmi við Genfarsáttmálann um Vietnam frá 1954”.Fjórða grein sáttmál- ans hljóðar svo: „Bandarikin munuekki lialda áfram hernað- arihlutun eða ihlutun i innri málefni S-Vietnam”. bað er óþarfi að orðlengja það, að Bandarikjastjórn stóð bau „flýja frelsið' aldrei við skuldbindingar sínar i Parisarsáttmálanum. Saigon- stjórnin hélt uppi stórfelldum loftárásum og innrásarherferð- um á frelsuðu svæðin allt frá fyrsta degi, sem vopnahléð átti að taka gildi. Bandarikjastjórn hefur látið Saigonstjórninni i té 3. stærsta flugher i heimi. Enn til skamms tima hafa um 25000 bandariskir hernaðarráðgjafar verið i S-Vietnam. bað vita allir, að Saigonstjórnin með lögreglu sina, fangabúðir, einangrunarbúðir og 500.000 manna her er rekin eins og hvert annað fyrirtæki fyrir bandariskt fjármagn. bað er þessi ihlutun Bandarikjastjórn- ar i innri málefni S-Vietnam, sem hefur dregið striðið á lang- inn og skapað þjóðinni þær gifurlegu þjáningar, sem striðið hefur kostað. Frá upphafi hafa bráða- birgða-byltingarstjórnin og þjóðfrelsisher hennar virt Parisarsáttmálann. bjóð- frelsisherinn varði fólkið á frelsuðu svæðunum gegn inn-' rásum og loftárásum Saigon- hersins. bað var ekki fyrr en i október s.l., að þjóðfrelsisher- inn sá sig tilneyddan að leggja til atlögu við herbækistöðvar þær,sem Saigonherinn notaði til árásarferða sinna. begar al- þýðu S-VIetnam varð ljóst, að Bandarikjastjórn og leppar hennar i Saigon ætluðu sér að halda striðinu áfram, reis upp mikil mótmælaalda gegn Saigonstjórninni á yfirráða- svæði hennar. bessi mótmæla- alda hefur nú þróazt upp i upp- reisn allrar þjóðarinnar, og þjóðfrelsisherinn hefur nú tekið af skarið og rekið leifarnar af málaliðaher Thieus af höndum sér I stórsókn, sem ekki á sinn lika I sameiginlegri hernaðar- sögu heimsvaldasinna gegn þjóðum þriðja heimsins. Friður I Vietnam er loks i sjónmáli eftir áratuga baráttu og yfirgengi- legar fórnir og hetjulund óbug- andi og einhuga þjóðar. Eins og fréttirnar undanfarna daga bera með sér, þá hefur yfirstandandi stórsókn kostað þjóðina miklar fórnir. En i sam- anlagðri rógsherferð megin- þorra islenzkra fjölmiðla gegn vietnömsku þjóðinni undan- gengin ár hefur óhróðurinn og lygin þó aldrei verið yfirgengi- legri en siðustu vikurnar. Viet- namska þjóðin er sögð á flótta undan þjóðfrelsishernum, þegar hálfrar milljón manna her Saigonstjórnarinnar er i upp- lausn og á flótta, en flugherinn, sem er sá þriðji stærsti i heimi, heldur uppi stöðugum loftárás- um á frelsuð svæði. bað er aug- ljóst, að þar sem til hernaðar- átaka kemur, er ekki griðland fyrir óbreytta borgara. Margir hörfa þvi undan, og þar hafa þeir aðeins eina leið, þvi ekki er hægt að hörfa i gegnum viglin- una þar sem átökin eru hörðust., Hins vegar hefur þjóðfrelsisher- inn i þessari sókn frelsað milljónir manna undan ógnar- stjórn Thieus og stríðsglæpa- sveitum hans, sem i skelfing- unni skjóta nú jafnt á óvonaða flóttamenn sem aðra. Heilar herdeildir Saigonhersins hafa gengið i lið með þjóðfrelsishern- um, og nú siðast berast þær fréttir, að jafnvel i Saigon séu hermenn Thieus farnir að leita uppi þá bandarisku striðsglæpa- menn, sem enn eru eftir i borg- inni og fara nú ránshendi um slúmmhverfi Saigon rænandi ó- málga börnum i auglýsinga- skyni fyrir mannúð og barn- gæzku þeirra Ford og Rocke- feller. Vietnamnefndin á Islandi læt- ur þessi mál til sin taka, þvi það er skylda okkar, það er skylda islenzkrar alþýðu að sýna bróð- urhug til þessarar þjóðar, sem er reiðubúin að fórna öllu fyrir það, sem manninum er dýrmæt- ast: frelsið. Vietnamnefndin mun þvi gangast fyrir fjáröflun- arherferð á næstu vikum undir kjörorðunum: FULLUR STUÐNINGUR VIÐ bJÓÐ- FRELSISöFLIN 1 S-VÍETNAM — SöFNUM EINNI MILLJÓN FYRIR 1. MAÍ. Söfnunin verður formlega hafin með fjáröflunar- fundi laugardaginn 12. april næstkomandi, og vinnur nú þeg- ar fjöldi félagasamtaka að undirbúningi þessa átaks. Vænti ég þess, að G.G. og aðrir frið- elskandi lesendur Visis muni veita okkur lið i þessari herferð hafandi i minni orð Ho Chi Minh: „Ekkert er dýrmætara en frelsið”. „Úrbóta þörf ef Vatnsleysuströnd á ekki að hggjast í eyði..." Guðbergur Aða ls teinsson skrifar: „Markviss afturför hefur átt sér stað i samgöngumálum Vatnsleysustrandar, allt frá þvi að Reykjanesbraut var lögð vfðsfjarri mannabyggð I ráð- herratið Ingólfs Jónssonar. bá voru gefin mörg og fögur loforð um að halda samgöngun- um að og frá Vatnsleysuströnd jafngóðum — ef ekki betri — og þær voru áður en Reykjanes- brautin var lögð langt upp i heiði. bað átti að framkvæma meö þeim hætti, að farþegum yrði ekið i nokkurs konar mini- rútu frá Vatnsleysuströnd upp að Reykjanesbraut f veg fyrir Sérleyfisbifreiðar Keflavikur. bær ökuferðir átti rikið að kosta til hálfs á móti hreppnum. Likt og I ævintýri gekk þetta allt vel i nokkur ár og flestir ‘voru ánægðir. En i ráðherratið Hannibals Valdimarssonar hætti rikið skyndilega að kosta þessa minf-rútu á móti hreppn- um. Vatnsleysustrandarhrepp- ur gat engan veginn staðið undir þessum kostnaði einn, svo eitt- hvað varð að gera. Málið var einfalt fyrir hið máttuga samgöngumálaráðu- neyti, það skipaði einfaldlega S.B.K.aðaka nokkrum sinnum á dagigegnum Vatnsleysuströnd, svo mannskapurinn héldist rólegur. Smátt og smátt hafa sér- leyfishafarnir verið að fækka þessum ferðum, og nú er svo komið, að þeir fara aðeins einu sinni á dag i gegnum ströndina frá Keflavik og einu sinni á dag á leiöinni úr Reykjavik. En það er ekki nóg með það, heldur fylgir þessum stórkost- legu ferðum tilkynningarskylda frá þeim, sem vilja fá að njóta þessarar „þjónustu”. Samgöngur um Voga eru eitt- hvað betri, svo ekki sjá Voga- menn ástæðu til að kvarta, en á ströndinni einni eru yfir 40 hús og búa margir I hverju húsi. bama er þvi verið að kippa ibú- um 40 húsa úr vegasambandi — þvi hver hefur efni á einkabfl i dag? í þessu máli er mikilla úrbóta þörf, ef Vatnsleysuströnd á ekki að leggjasthreinlega i eyði. Eða kannski það sé það, sem vakir fyrir ráðamönnum? !! ” Er þetta framtiöin? spyr bréfritari I myndatexta, sem hann sendir með þessari teikningu sinni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.