Vísir - 08.04.1975, Page 5

Vísir - 08.04.1975, Page 5
Visir. Þriðjudagur 8. april 1975. 5 ITL.ÖND I MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLONDI MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson Hreinsun skipa- skurðarins kost- ar mannfórnir Fimmtán hafa látið lifið og rúmlega fimmtiu slasazt — sumir þeirra mjög alvarlega — i hreinsunarstarfinu i Súezskurði, eftir þvi sem yfirvöld skipa- skurðarins hafa upplýst. Flestir þeirra, sem fórust, voru egypzkir hermenn, sem tóku þátt i þvi að fjarlægja jarðsprengjur af skurðbökkunum og i sikinu sjálfu. Yfirmaður verkfræðingasveit- anna, sem ábyrgð bera á hreins- unarstarfinu, segir, að slysin hafi einkum orðið vegja ónákvæmni i staðsetningu jarðsprengjanna. NU er búið að fjarlægja um 750 þúsund jarðsprengjur af bökkum skipaskurðarins, og um 42 þúsund sprengjur af ýmsu tagi hafa verið teknar úr skurðinum. Allt eru þetta leifar sex daga striðsins 1967 og Yom Kippur-striðsins 1973. Hreinsunarstarfið heldur á- fram, en gert er ráð fyrir, að skipaskurðurinn verði tilbúinn til noktunar 5. júni næstkomandi. VOPNAHLÉÐ GILDIR ÁFRAM Á ÍRLANDI Varpaði sprengjum á höll Van Thieus Ein af herþotum Saigonstjórnarinnar fór í árásarferð á forsetahöllina.Sprengjurnar misstu marks Herþota úr flugher S- Víetnams varpaði þrem sprengjum á forsetahöll- ina í Saigon í nótt — en engin þeirra hæfði. Nguyen Van Thieu for- seti kom fram síðar og lýsti því yfir, að hann væri ákveðinn i að sitja áfram í embætti. Forsetinn, sem mjög hefur verið lagt að að segja af sér eftir ósigra Saigonhersins að undan- förnu, var i höllinni, þegar F-5, herþota af bandariskri gerð, birtist skyndilega út úr skýjun- um og steypti sér yfir höllina. Forsetahöllin er i miðborginni. Tvennt lét lifið i sprengju- árásinni, og þrennt slasaðist. botan mun hafa komið frá Bien Hoa-herflugvellinum, sem er um 30 km norðaustur af Saigon. Henni flaug liðsforingi i flughernum. — bvi er haldið fram, að hann hafi tekið upp á þessu á sitt eindæmi og verið einn i ráðum. I fréttum frá Saigon er sagt, að sprengjurnar hafi komið niður á tennisvelli um 50 m frá aðalhluta hallarinnar, bilastæði um 100 m fjær og bakhlið hallar- garðsins. Sólarhrings útgöngubann var sett á i Saigon eftir tilræðið. Árásin kemur i kjölfar tveggja samsæra, sem uppvist hefur orðið um á siðustu tveim vikum. Forsetann sakaði ekki, né neinn úr fjölskyldu hans. Herþotan var i fylgd annarra tveggja i flugi i nágrenni Saigon, þegar hún sveigði frá hinum og steypti sér yfir borg- ina á forsetahöllina. Hún sleppti ekki sprengjunum i fyrstu at- rennu, heldur flaug hún aftur að. öll miðborgin hristist og skókst undan sprengjunum. Fólk þyrptist út á svalir til að horfa á vélina steypa sér, en gangandi vegfarandur námu staðar og störðu sem dáleiddir. botan var nær komin úr augsýn aftur, þegar sprengj- urnar drundu. Ekkert er vitað, hvað um flugmanninn varð eða þotu hans. Hann heitir Trung. — Samkvæmt upplýsingum herstjórnarinnar mun fjöl- skylda hans hafa verið meðal þeirra, sem króuðust inni i Da Nang, þegar hún féll i hendur kommúnistum. Er talið, að maðurinn hafi ærzt, vegna til- hugsunarinnar um ættmenni sin, og fyllzt heift vegna mis- taka varnarliðsins. t orsetahollin i miöborg Saigon. Til hægri yfir byggingunni sést reykurinn liöa upp á bak viö húsið, þar sem sprengjurnar komu niður. TYRKIR ÆTLA AD LOKA STOÐV UM BANDARÍKJAMANNA Iiryðjuverkasamtök kaþólskra á irlandi, irski lýðveldisherinn (IRA), hefur skipaö félögum sin- um að hefna fyrir hvern þann fjandskap, sem brezkir öryggis- verðir eða öfgamenn mótmæl- cnda á Norður-irlandi kunni að sýna þeim. betta virðist hafa orðið niður- staðan á leynifundi leiðtoga IRA eftir átökin i Belfast um helgina. En flestir skilja þetta svo, að vopnahléð sé i gildi áfram. — Höfðu menn kviðið þvf, að átökin um helgina hefðu bundið enda á það. Stærstu oliufram- leiðslu- og oliuneyzlu- lönd heims hófu viðræð- ur sinar i Paris i gær til undirbúnings alþjóð- legri orkuráðstefnu. Urðu strax stælur. Fulltrúar Bandarikjanna og t yfirlýsingu IRA í gærkvöldi kemur enn fram, að samtökin eru óánægð með undirtektir lands- stjómarinnar við vopnahléð. Merlyn Rees, Irlandsráðherra, lýsti þvi yfir eftir helgina, að eng- ar ráðagerðir væru um að kalla burt brezka setuliðið — sem er þó einmitt meginkrafa IRA. IRA kennir átökin um helgina öfgamönnum mótmælenda, sem „fari með morðárásir á hendur saklausu fólki til þess að spilla vopnahléinu”. Alsfr létu mest að sér kveða í um- ræðunum i gær, sem snerust um þær kröfur oliuframleiðenda og þróunarlandanna, að alþjóða orkuráðstefnan fyrirhugaða (i júli n.k.) ætti að fjalla einnig um önnur hráefni en oliu. Alsir, sem kvaðst tala máli hins þriðja heims (þróunarlandanna), fékk þvi svo til leiðar komið, að breytt varnafni fundarins og máð út orðið „orka”. Tyrklandsstjórn hefur varað Kandarikin við þvi, að hún muni undir mánaðamótin loka þrem stöðvum, sem Bandarikjamenn liafa i Tyrklandi, cf Bandarikja- Til hans hafði verið.boðað sem „undirbúningsfundar fyrir ai- þjóðlega ráðstefnu um orkumál”. — En nú heitir það: „Undirbún- ingsfundur fyrir alþjóðlega ráð- stefnu að tillögu Frakklandsfor- seta”. Fulltrúi Bandarikjanna hafði verið eindregið andvigur þvi, að viðræður um orkumálin yrðu flæktar með umræðum um önnur málefni. þing afiéttir ekki banninu við vopnasöiu og hernaðaraðstoð við Tyrkland. bað er talið, að þarna sé um að ræða njósnastöðvar, sem notaðar „Við eigum fullt i fangi með að fjalla um orkuvandamálið, eins og það er”, sagði bandariski full- trúinn. Fulltrúi Alsir sagði hins vegar við blaðamenn: „bað er engfnn vegur að einskorða þennan fund við orkuvandamálið. Hann verð- ur að taka til vandamála varð- andi öll hráefni og vandamál al- þjóðlegrar samvinnu I þróun heimsins”. eru til þess að fylgjast með atferli Rússa handan tyrknesku landa- mæranna. bessar stöðvar eru einungis notaðar af Bandarikja- mönnum, en ekki Tyrkjum og ekki heldur neinu NATO-rikj- anna. 5. febrúar s.l. greiddi Banda- rikjaþing þvi atkvæði, að tekið yrði fyrir hernaðaraðstoð USA við Tyrkland i mótamælaskyni við það, að Tyrkir beittu banda- riskum vopnum sinum i innrás- inni á Kýpur I fyrra. — Sam- kvæmt bandariskum lögum er slik aðstoð einungis veitt til sjálfsvarnar. Tyrkir frestuðu um stund aö loka stöðvunum þrem, þegar Henry Kissinger utanrikisráð- herra hraðaði sér til Tyrklands I siðasta mánuði til að reyna að telja ráðamönnum þar hughvarf. Ford-stjórnin hefur hvatt þing- ið til þess að aflétta banninu og samþykkti utanrikisnefnd öld- ungadeildarinnar það. Ágreiningur ó undirbúnings- fundi orkuróðstefnunnar

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.