Vísir - 08.04.1975, Síða 6

Vísir - 08.04.1975, Síða 6
6 Vísir. Þriðjudagur 8. aprll 1975. vísrn tJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Bírgir Pétursson Ritstjórnarfulitrúi: Haukur Helgason Aúglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson ,/ Auglýsingar: . Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúia 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. t lausasöiu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. / grýtta jörð Ef sáðkornið fellur i frjósaman jarðveg, ber ( það yfirleitt rikulega uppskeru, sem ) sáðmaðurinn og hans fólk lifir á, auk nægilegs af- ( gangs fyrir næsta uppskerutimabil. Falli það hins ( vegar i grýtta jörð, er fyrirhöfnin hins vegar til ( einskis og framleiðsluhringurinn rofnar. ) Fjármagnið er sáðkorn efnahagslifsins. Þvi er ( sáð i atvinnulifið til að auka framleiðsluna, sem ( siðan skilar til baka auknu fjármagni til nýrrar ( og stærri hringferðar i efnahagslifinu. Það skipt- ) ir miklu, að fjármagnið, eins og sáðkornið, falli i ( frjósaman en ekki grýttan jarðveg. ( Hlutlausar tölur sýna, að fjármagn fellur hér á ) landi i grýttari jarðveg en i nágrannálöndum ( okkar beggja vegna Atlantshafsins. Fjármagnið ( skilar ekki sömu afköstum hjá okkur. Þar af ) leiðandi er hagvöxtur okkar efnahagslifs hægari ) en hann þyrfti að vera, þótt við notum tiltölu- ( lega litinn hluta fjármagnsins til neyzlu og til- ( tölulega mikinn til útsæðis. ) Við höfum á undanförnum árum haft svipaðan ( hagvöxt og Danir, 4-4,5% á ári. Til þess að ná ( þessum hagvexti hafa þeir árlega sparað 19% af ( fjármagni sinu til fjárfestingar, en til þess að ná ) sama árangri höfum við orðið að leggja til hliðar ( 27% af fjármagni okkar i það útsæði, sem fjár- (/ festingin er. ( Auðugasta þjóð i heimi, Bandarikjamenn, sáir ) fjármagni sinu i svo frjósaman jarðveg, að hún ( þarf ekki að leggja til hliðar nema 17% af þjóðar- ( framleiðslunni. Og mesta uppgangsþjóð siðustu ( ára, Japanir, hefur ár eftir ár náð 10% hagvexti ) út á svipaða fjárfestingu og við, eða um 28% af ( þjóðarframleiðslunni. (, Við förum þannig illa með fé okkar i saman- ) burði við aðrar þjóðir. Við leyfum ekki fjármagni ( okkar að leita hagkvæmustu hafna. Við setjum ( það ekki i þá atvinnuvegi, sem skila mestum arði ), á stytztum tima, heldur förum eftir pólitiskri ) forgangsflokkun, sem bindur fjármagns- ( straumana i fastar skorður. ( Rikisvaldið skipuleggur forgangsröðun at- ( vinnuveganna að handbæru fjármagni, lána- ) kjörum og vaxtakjörum, svo og að rikis- ( ábyrgðum. Þetta gerir rikið með þvi að ná undir ( sig verulegum hluta af þvi fjármagni, sem liggur ( á lausu til fjárfestingar, og veita þvi i stofnlána- ) sjóði, sem atvinnuvegirnir lifa siðan á. ( Rikisvaldið skipuleggur forgangsröðun at- ( vinnuveganna að styrkjum, uppbótum og niður- ) greiðslum. Þetta gerir rikið með þvi að ofskatta ( þjóðina og draga þannig úr þvi fjármagni, sem ( annars færi i heilbrigðari fjárfestingu. ( Rikisvaldið skipuleggur almenna dreifingu ) fjármagns i grýtta jörðmeðóheftri byggðastefnu. ( Sú stefna á vissulega rétt á sér, meðan hún er i ( hófi og tekur mikið tillit til arðsemi. En byggða- ) stefnan getur orðið að frumskógi, sem ( mergsýgur þjóðina án þess að gefa af sér nægan ( arð. Segja má, að fjárlög rikisins stefni smám ( saman að einni allsherjar byggðastefnu, auk ) gifurlegrar fjársöfnunar i byggðasjóði, jöfnunar- ( sjóði og aðra slika sjóði. Enginn virðist gera sér (t fræðilega grein fyrir, hve langt megi ganga á (/ þessu sviði. )l Að öllu þessu samanlögðu er fengin nokkur ( skýring á sifelldri verðbólgu, eilifri fjárvöntun ( þjóðarinnar og gremju hennar yfir lifskjörum ( sinum. Sáðkornið fellur einfaldlega i grýtta jörð. ) -JK. ( SA SIÐASTI HINNA ^ op FJORU STORU Hinir þrir stóru, Churchill, Roosevelt og Stalin, höföu Chiang fyrir fjóröa bandamanninn. Chiang Kai-Shek kvaddi þennan heim, án þess að æðsti draumur hans rættist nokkurn tima. Siðustu 25 árin stjórn- aði hann Taiwan i von um, að einn góðan veðurdag mundi hann og þjóðernissinnar, sem hann veitti forystu i nær hálfa öld, snúa aftur til meginlands Kina, þaðan sem hann flúði undan kommúnistum 1949. Þótt hann liti á sjálfan sig sem hinn eina réttkjörna leiðtoga Klna, hafði hann einungis ráð yfir eyjunni Taiwan og smærri eyjun- um, Quemoy og Matsu. Sér til mikillar armæðu mátti hann þola það að horfa á stjórn sina ein- angrast á alþjóðlega sviðinu á sama tlma sem kommúnista- stjórn Mao Tse-Tung öðlaðist al- þjóða viðurkenningu. Mest sveið honum, þegar hann fyrir fjórum árum var áhorfandi að þvi, að Richard Nixon, þáver- andi forseti Bandarikjanna, fór i opinbera heimsókn til Peking. Bandarikjamenn höfðu verið hans tryggustu bandamenn, og honum var það litil huggun, þótt þeir — öfugt við margar rikis- stjórnir — héldu áfram að viður- kenna stjórn hans út á við. Með Chiang, sem andaðist á heimili sinu 87 ára orðinn, er horfinn af sjónarsviðinu sá siðasti „hinna fjóru stóru”, eins og bandamennirnir i heimsstyrjöld- inni siðari voru nefndir. Hann var reyndar fyrstur þeirra, sem fann smjörþefinn af striðinu. Hjá Kinverjum byrjaði það með innrás Japana 1936. En eftir árás Japana á Pearl Harbour á Hawaii 1941, var hann fenginn til ráða- gerða með Winston Churchill Breta, Franklin D. Roosevelt Bandarikjamanna og Joseph Stalin Rússa. Það var vinátta, sem stundum risti grunnt. Chiang var hálfnaður með fimmta kjörtimabil sitt sem for- seti þjóðernissinna Kina (sex ár hvert), en hann var siðast endur- kjörinn 1972og bauð sig þá enginn fram á móti honum. Þá þegar var heilsan farin að bila, og hann hefur ekki komið opinberlega fram siðan hann lagðist I lungnabólgu fyrir þrem árum. Hans sæti hefur varaforsetinn tekið, C.K. Yen, en það er allra hald,að raunveruleg völd verði á hendi eldri sonar hans, Chiang Ching-Kuo, forsætisráðherra, sem I veikindum föður sins hafði smámsaman axlað æ fleiri skyld- ur hans og störf. Með veikindi hershöfðingjans gamla var farið eins og vel varð- veitt hernaðarleyndarmál. Þó vissu menn, að honum var farin að förlast sjón og hann átti erfitt um hreyfingar. Telja menn, að hann hafi síðustu tvö árin verið i hjólastól. Jafnhliöa þvi sem heilsa hans bilaði, hnignaöi gengi stjórnar hans á alþjóðlegum vettvangi. Þyngsta áfallið varö i október 1971, þegar allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna visaði þjóðernis- sinnum Chiangs úr Sameinuðu þjóðunum, en tóku inn kommúnista Maos I staðinn. (At- kvæðin féllu 76 gegn 35.) Pekingstjórnin hreppti þá eitt fastasætanna i öryggisráðinu, sem Chiang hafði öðlazt fyrir hlutdeild sina i heimsstyrjöldinni siðari. Chiang og Mao I stjórnarmyndun arviöræðunum 1945. Hvað sem leið gengi hans á al- þjóðlegum vettvangi, þá var hann áfram dáður og virtur af þeim, sem studdu Kuomintang (þjóðernissinnaflokkinn), sem stofnaður var af fyrsta forseta Kina, dr. Sun Yat-Sen. Chiang fæddist i Genghuasveit I strandhéraðinu Chekiang 31. október 1887. Þessi bóndasonur gekk I herskóla, þótt móðir hans kysi helzt að hann settist á bekk með fræðimönnum og kæmist þann veg til metorða i keisara- veldinu. Snemma þótti bera á herstjórnarhæfileikum piltsins, og 1907 fór hann til Japan, þar sem hann hlaut frekari hernaðar- þjálfun. Þar kynntist hann dr. Sun og gekk I byltingarflokk hans, sem siðar hlaut nafnið Kuomintang. Er Manchukeisaraættinni hafði verið steypt af stóli og kinverska lýðveldið stofnað 1911, gerði dr. Sun hann að yfirmanni herráðs- ins. Næstu árin gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum og 1923 sendi dr. Sun hann i fjögurra mánaða ferð til Sovétrikjanna. Þegar Chiang kom aftur, kvað hann Rússum naumast vera treystandi, þótt hann um tima hefði þáð aðstoð Rússa við aö byggja upp og þjálfa her þjóöernissinna. 1924 var Chiang settur yfir nýja herskólann Whampoa, en þaðan kom kjarni foringjanna i byltingarhernum, sem siðar varð þaö afl, sem studdi hann til valda. Ari eftir fráfall dr. Suns 1925, varð Chiang æðstráðandi herja þjóðernissinna og leiddi þá til sigurs gegn striðsherrunum norð- ur ilandi, sem ennþá settu sig upp á móti stjórn lýðveldisins. Á tveim árum lögðu hermenn hans undir sig Shanghai, Nanking og loks Peking, — sem Chiang kallaöi alltaf Peiping — og sam- einuðu þar með undir eina stjórn þessa 500 milljón manna þjóð. Þaðvará þessum árum (1927), sem hann kvæntist hinni fögru en viljaföstu Soong Mei-Ling, en hún átti sjálf eftir að öðlast frægð fyr- ir afskipti sfn af stjórnmálalifi Kina og maddama Chiang Kai- Shek var ósjaldan erindreki stjórnarinnar i sérstökum ferðum erlendis. Hún var af áhrifamikilli fjölskyldu komin, kristinnar trú- ar og stundaöi nám i Wellesly menntaskólanum i Massachusetts i Bandarikjunum. Systir hennar, Ching-Ling, gift- ist dr. Sun Yat-Sen, en þegar kommúnistar komust til valda, varð hún um kyrrt á meginland- inu og snerist til kommúnisma. Er hún enn á lifi, fjörgömul, en nýtur virðingar ráðamanna. Það var sagt, að Mei-Ling hefði i fyrstu hryggbrotið Chiang. En hann nauðaði, skrifaði löng bréf og heimsótti hana oft, unz hann loks einn daginn hafði með sér flokk vopnaðra varða heim til hennar. Þá sagði Mei-Ling já. Og Chiang snerist til kristinnar trú- ar. Hinn hreinlifi Chiang, sem hvorki drakk né reykti, starfaði i fyrstu með kommúnistum, þáði aðstoð Rússa o.fl., en 1927 snerist hann öndverður gegn þeim, visaði rússneska ráðgjafanum úr landi og hóf baráttuna gegn kommúnismanum, sem varð eins konar krossferð hans. A árunum 1929 til 1930 varð hann að bæla niður fjórar upp- reisnir. Og 1931 réðust Japanir inn i Mansjuríu og settu þar á fót lepprfki sitt. Einnig varð hann aö gera sér að góðu að umlíða að- skilnaðarsteínu i Kanton i suðri og kommúnistana, sem búið höfðu um sig i Kiangsi. Hið siðastnefnda þurfti hann þó ekki að þola lengi, þvi að 1934 hrakti hann kommúnista frá Kiangsi. Þeir hófu þá „gönguna löngu”, sem nefnd hefur verið svo, vestur og norður i hið af- skekkta hérað Shensi. Þaðan áttu þeir svo eftir að snúa aftur og leggja undir sig allt landið. Chang Hsueh-Liang, marskálk- ur, sem réði yfir norðaustur hern- um, rændi Chiang 1936 og hafði hann i haldi i þrjár vikur. Marskálkurinn vildi fá Chiang til að semja við kommúnista og sið- an tækju þeir allir höndum saman og hrektu Japani úr Mansjúriu, en þaðan höfðu Japanir flæmt hann burt. Chiang þverneitaði, en þá tók kona hans til sinna ráða og samdi viö kommúnista. Sex mánuðum siðar lýsti Japan striði á hendur Kina. Chiang lét öðrum eftir stjórnmálastörfin til að sinna herstjórninni. Herir hans og Mao Tse-Tungs börðust hlið við hlið gegn Japön- um og Alþýðuher kommúnista gat sér þá gott orð meðal bænda. Sá Chiang aldrei eftir neinum hlut meir en að gefa kommúnistum það tækifæri. Þegar Japan hafði verið sigrað, hófust viðræður um samsteypu- stjóm, en til einskis. Kommúnist- ar kölluðu Chiang „striðsglæpa- mann”. Chiang var kosinn forseti 1948 og lagt var að honum að semja við kommúnista. En einn skil- mála þeirra, sem Mao setti, var þjóðernissinnum algerlega óað- gengilegur. Þeir heimtuðu, aö strlðsglæpamönnum yrði refsað, en Chiang var þar efstur á lista að þeirra mati. Borgarastyrjöldin hófst og 1949 höfðu kommúnistar lagt undir sig meginlandið, og i desember það ár flúði Chiang til Formósu og þær tvær milljónir þjóðernis- sinna, sem honum fylgdu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.