Vísir - 08.04.1975, Síða 7

Vísir - 08.04.1975, Síða 7
Visir. Þriðjudagur 8. april 1975. cTVIenningarmál Upp komin graflist Það er búið að vera góðæri hérlendis hvað snertir graflist. Amerisk graflist i Menningar- stofnun Bandarikjanna, Frank Stella i Listasafn- inu, frönsk graflist i Franska bókasafninu, rússnesk i Listasafni ASÍ og von er á kin- veskri graflist á næst- unni að Kjarvalsstöðum, — og nú þessa dagana sýnir félagið íslensk Grafik i Norræna hús- inu. Það er allt útlit fyrir að þessi listgrein nái þeim vinsældum hér á landi sem hún verð- skuldar og hún hefur gert i nágrannalöndum okkar. Það er reyndar ótrúlegt að það eru varla nema átta ár eða svo siðan mannsæmandi aðstaða skapaðist til grafikgerðar, þótt takmörkuð væri, i Myndlista- og handiðaskólanum, og má þar ekki gleyma framlagi Einars Hákonarsonar, bæði sem kennara og graflistarmanns. Það er lika eftirtektarvert að meira en helmingur þeirra graflistarmanna sem sýna i Norræna húsinu voru við nám i Myndlista- og handiðaskólanum og þeir yngstu eru undir nokkuð sterkum áhrifum frá stil Einars. En samt skortir nokkuð mikið upp á að graflistarmenn hafi þá aðstöðu sem nauðsynleg er til að nýta fyllilega alla þá möguleika sem graflist hefur upp á að bjóða, þótt hæfileikarnir séu vissulega fyrir hendi. Við fengum nokkurn forsmekk að þvi hvers graflistin er megnug á sýningunni frá Pratt Institute i Menningarstofnun Bandarikjanna fyrir skömmu. Það þyrfti ekki andvirði margra listamannalauna til að setjá upp sæmilegt graflistarstúdió. Að þvi sögðu er ekki hægt annað en vera ánægöur með framlag is- lenskra graflistarmanna i Nor- ræna húsinu. Þar sýna 17 lista- menn i allt, þ.á.m. gestir sýning- arinnar Rune Grönjord frá Svi- þjóð og tveir nemar úr Myndlista- og handiðaskólanum og Ólafur H. Gunnarsson. Aðferðir eru nokkuð margar, æting, serigrafia, vatns- litaþrykk, akvatinta, dúkrista, þurrnál og litografia, ásamt ým- iási blandaðri tækni og hefur einn sýnenda, Þórður Hall, skrifað greinagóða lýsingu á öllum þess- um aðferðum aftan i sýningar- skránni. Flestar þessar aðferðir mundu vist flokkast undir það sem kallast svartlist og er það gott dæmi um ástand mála hér- lendis i graflist að margar flókn- ari serigrafiu-myndir Þórðar Hall og Arnar Þorsteinssonar voru gerðar utanlands. Anna Sigriður Björnsdóttir á hér 6 myndir, þar sem „symbólismi” hennar hefur yfir- höndina, og hefði ég viljað sjá margar óhlutbundnari myndir hennar i staðinn. Arnar Her- bertsson hefur þegar skapað sér sérkennilegan „litinn” stil, en ekki fannst mér þrykkingin á öll- um myndum hans nógu góð. Vatnslitaþrykk Barböru Arna- son eru einhverjar bestu myndir MYNDLIST eftir Aðalstein Ingólfsson sem ég hef séð eftir þessa merku listakonu og man ég ekki eftir að hafa séð þessa aðferð hennar áð- ur. Litir hennar eru fölir og svo finlegir að manni finnst að ekki þurfi nema að blása á þá til- að þeir hverfi. tJt úr þessum fölu lit- um koma svo formin, systur sem hjúfra sig upp að hvor annarri eins og tvær skeljar eða þá lands- lag frá Kanarieyjum, bjart og titrandi i hitanum. Björg Þorsteinsdóttir heldur sig við yfirvegaða rannsókn á formgildi hversdagshluta meðal strangrar, nær geómetriskrar, beinagrindar. Stíl Einars Hákonarsonar þekkjum við, ýmisskonar ,,silhouettu”-form sem hann raðar saman á „rhythmiskan” hátt og nær hann ávallt að gera úr þessum einföldu forsendum sterk grafikverk. Jens Kristleifsson hefur sömuleiðis tileinkað sér mjög persónulegan stil sem felst i niðurröðun smá- gerðra forma á flöt, forma sem oft virðast bæði óhlutbundin og hlutbundin. Virðist hann vera i þann mund að vinna með stærri og grófari form. Jóhanna Boga- dóttir hefur skapað sér dálitið yfirdrifinn stil, mikið af hams- íausum kraftlinum i kringum tiltölulega einfalt „mótif”. Jón Reykdal hefur fengist við margt innan graflistar og hér sýnir hann dúkristur sem eru i kringum sama viðfangsefnið „Timi andófsins”, en teikningar hans i kringum það efni hafa áður birst, t.d. á forsiðu Þjóðviljans. Jón vinnur á mjög næman, nær „póetiskan” hátt efni sem aðrir mundu misþyrma gróflega. Ragnheiður Jónsdóttir sýnir hér fleiri myndir úr „2000” seriu sinni, en áður höfðu nokkrar þeirra sést á Kvennasýningunni. Sum tákn hennar eru mögnuð og nær ógleymanleg, eins og t.d. koddarnir á grindverkinu mynd nr. 46. Valgerður Bergsdóttir er lipur teiknari og hefur gott vald á viðfangsefni sinu, en mætti gjarn- an takast á við efni sem krefst meira af henni. Þorbjörg Höskuldsdóttir á aftur á móti ýmislegt ólært i teikningu eins og fram kom á Kvennasýningunni, en nær að fela þá galla að ein- hverju leyti i grafik. Viðfang hennar er með súrréaliskum blæ, vottur af Piranesi og De Chirico, og virkar varla nægilega áriðandi. Þórður Hall var hvað mig snerti einn af hápunktum þessar- ar sýningar að öðrum ólöstuðum, en serigrafiur hans eru bæði sér- staklega fagmannlega gerðar og bera vott um hugmyndaauðgi og skáldlegan persónuleika. örn Þorsteinsson sýnir hér 8 serigrafiur og ætingar i lit frá ár- unum 1971-72 sem ekki hafa áður verið sýndar opinberlega og bera þær vott um mikla hæfileika, Þórður Hall: Fuglinn i fjörunni. næmt og smekklegt litaskyn og dirfsku i formsmeðferð. Hinn sænski gestur sýningar- innar Rune Grönjord er greini- lega hæfileikamaður með mikla tilfinningu fyrir náttúruformum og finlegum „effektum”, og utan sýningarskrár er Richard Valtingojer-Jóhannsson með mjög áhrifamiklar myndir með mengun sem viðfangsefni. En eins og Jón Reykdal nær hann að forðast yfir-tilfinningalega og æsikenndar áherzlur og gæðir efni sitt samt bæði reiði og trega. Utan skár er einnig Elias O. Hall- dórsson með tvær stórar og smekklegar tréristur. Verk myndlistarnemanna Helga Þor- gils Friðjónssonar og ólafs H. Gunnarssonar eru undir sterkum áhrifum frá kennara þeirra, Einari Hákonarsyni, og er e.t.v. of snemmt fyrir þá að láta ljós sitt skina á almannafæri, þótt Ólafur sýni að hann hefur þegar náð góðu valdi á grafiktækni. f það heila er frjálslegur metnaðarbragur yfir þessari sýn- ingu og verður hún örugglega til þess að fleiri fari að gefa graflist gaum. FÓLK Það er ekki oft sem ljósmyndarar sýna verk sin á almanna- færi, og slíkir atburðir mættu gerast oftar. En nú hefur Leifur Þor- steinsson ljósmyndari opnað sýningu á 69 svarthvitum myndum i Bogasal Þjóðminja- safnsins, og eru þær allar teknar á undan- förnum 4 árum, ekki aðeins hérlendis heldur einnig á Spáni, Þýska- landi, Danmörku og viðar. Leifur gefur myndum sinum ekki titla eða númer, heldur eru þær einfaldlega af fólki i leik og starfi, ástfangið og sorgbitið, gamalt og ungt. Einnig eru á sýningunni nokkrar uppstilltar ,,portrett”myndir af stúlkum. En mest gaman er samt að þeim myndum þar sem Leifur kemur fólki að óvörum, eða myndar það þegar það ekki tek- ur eftir glerauganu alsjáandi. Það er ekki aðeins „human interest” hliðin sem Leifur leggur áherslu á, heldur er hann greinilega mikill „kompónisti” i ljósmyndum sinum og jafnvægi ljóss og skugga er oft notað af mikilli snilld. Það eru fá skot sem ekki draga fram einhverja athyglisverða hlið á fólkinu og i nokkrum myndum nær Leifur að kreista út úr sáraeinföldu viðfangsefni mikinn visdóm. Þeir sem enn halda að ljós- myndun sé bara hundaheppni ættu að skoða sýningu Leifs, en henni lýkur 13. april n.k. Leifur Þorsteinsson: Fólk.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.