Vísir - 29.04.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 29.04.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Þriðjudagur 29. aprfl 1975 — 96. tbl. Brucella komin í örugga höfn Varðskipið Týr kom inn á ytri höfnina i Reykjavik rétt fyrir hádegið með brezka togarann Bruceilu i togi. Bruceila sendi út hjálparbeiðni á laugardaginn, þar sem togarinn var staddur út af Stokksnesi. Nokkur leki var þá kominn að togaranum. Áhöfn hans hélt með Mánafossi til Englands, en skipstjórinn kom með varðskipinu til Reykja- vikur. Þessa mynd tók ljós- myndari Vísis, er verið var að koma dráttarvir frá togaranum yfir i Magna. JB/ljósm. Bragi. — baksíða Prufusýndu hrollvekjuna frœgu í gœr Einn gfslanna, kona skelfingu lostin, sést hér á myndinni hrópa út um glugga israelska sendiráðsins I Jóhannesarborg til öryggissveitanna úti fyrir. — í morgun sluppu gislarnir út, en fjórir þeirra voru sárir. — Simamynd AP I morgun. Blaðamaður og ljósmyndari VIsis sátu fyrir saksóknara rikisins er hann kom út úr Austurbæjarbiói að lokinni prufusýningu á þeirri marg- frægu kvikmynd „Exorcist”. Saksóknari fékkst með engu móti til að ræða um kvik- myndina við VIsi. Lét sér tvær setningar um munn fara og snerist svo á hæli og hraðaði sér á brott.. HÉLT CINN 21 GÍ5L OG LÖGRCGLUNNI í SKCFJUM í NÓTT Hertók sendiróð ísraels í Jóhannesarborg og blekkti alla til þess að halda, að hann hefði flokk hryðjuverkamanna sér til liðs — Gafst upp í morgun Einn einasti maður stóð að þvi að hertaka sendiráð ísraels i Jó- hannesarborg, halda starfsliði þess sem gisl- um og lögregluliði borgarinnar i skefjum í heilan sólarhring. En maðurinn gafst upp I morgun, hálfri stundu áður en fresturinn rann út, sem hann hafði gefið yfirvöldum til þess að verða við kröfum sinum. Hafði hann hótað að taka gisla slna af lifi, en sá að sér. í ljós kom að þarna var að verki öryggisvörður við sendi- ráðið, Gyðingur að nafni David Protter. Allan timann, sem hann hafði sendiráðið á valdi sinu, hélt lög- reglan sig eiga við heilan hóp hryðjuverkamanna að etja. Gizkaði hún á sex. — Þvi var jafnvel slegið föstu, að þeir væru frá Japan og Libanon. Hryllingurinn hófst, þegar Protter hóf skothrið með sjálf- virkum riffli sinum úr einum glugga sendiráðsins á veg- farendur á strætinu fyrir utan. Voru þá margir á ferli, enda hádegisverðarhlé á flestum vinnustöðum. — Skaut hann af handahófi á allt kvikt, drap einn svartan og einn hvitan mann, en særði þrjátiu aðra vegfarend- ur. Inni i sendiráðinu voru gisl- arnir 21, þar á meðal þrjú börn. Fjórir gislanna særðust i umsátrinu, en ekki er vitað, hvort þeir urðu fyrir skotum lögreglunnar eða Protters. Hermenn höfðu umkringt sendiráðið og bjuggust til að ráðast inn i það, þegar Protter sá sitt óvænna og gafst upp. Protter er maður undir þritugu og hafði starfað i mörg ár i ísrael og tekið þátt i Yom Kippur-striðinu gegn Aröbum 1973. Fyrir honum vakti að þröngva stjórnmálaskoðunum sinum upp á stjórn ísraels. Menn furðuðu sig á þvi i fyrstu, að einn maður hefði getaðneytt 21 manneskju til að vera um kyrrt i sendiráðinu. En fólkið lét I fyrstu blekkjast af þvi, að Protter var öryggisvörð- ur sendiráðsins, og þvi bar að fara að fyrirmælum hans. Protter hafði birgt sig upp af skotfærum og sprengiefni og meðan á umsátrinu stóð blekkti hann alla utan húss til að halda, að hann hefði flokk manna inn- andyra sér til liðs. „Menn minir eru mjög tauga- veiklaðir, og ég verð áð biðja þig, hershöfðingi, um að hafa hemil á þinum mönnum. Láttu þá fara sér hægt,” sagði hann i labbrabbtæki við yfirmann öryggissveitanna, sem um- kringt höfðu sendiráðið. „Hversu hægt viltu, að ég láti þá fara?”, spurði H. van den Berg, herforingi. „Ég hef nóg- an tima og get hangið yfir þessu i allan dag, ef þú vilt.” Protter hafði krafizt þess, að hann fengi þyrlu til þess að fjúga sér og gíslum sinum til Jan Smutsflugvallar Jóhannes- arborgar. Þaðan ætlaði hann með gislana til Israel. — Yfir- völd neituðu. Hann féllst loks á að koma út, leggja niður vopnin og sleppa gfslunum með þvi að honum yrði ekið til höfuðborgarinnar, Pretoriu, þar sem hann ætlaði að segja Itzak Unna, sendiherra Israels sögu sina. Himinn- inn sleg- inn rauðu yfir Saigon — sjá bls. 5 Deilur um 1. maíávarpið: Virðist samið á ritstjórn Þjóðviljans ## — segir einn stjórnarmanna B.S.R.B. og greiðir atkvœði gegn ávarpinu. — Fulltrúi Sjómannafélags Reykjavíkur samþykkti ávarpið með fyrirvara „Ég greiði atkvæði gegn 1. mai ávarpinu sökum þess, að það er ómálefnalegt með öllu og byggist að minum dómi á þvi, að settar eru fram órökstuddar fullyrðingar, sem siðan eru dregnar ályktanir af i lokin,” sagði Sigfinnur Sigurðsson, hagfræðingur, i viðtali við Visi i morgun. En Sigfinnur á sæti i stjórn B.S.R.B. Ávarpið var borið undir at- kvæði á stjórnarfundi hjá B.S.R.B. áður en fulltrúar bandalagsins i 1. mainefnd greiddu atkvæði sitt. Var ávarp- ið samþykkt einróma á stjórnarfundinum, en á þann fund hafði Sigfinnur ekki verið boðaður af einhverjum ástæð- um. „Ég fæ ekki skilið, hvað réð gerðum félaga minna i stjórn- inni, en kannski finnst þeim réttara að fylgja kommúnistum að máli fremur en að einbeita sér að þvi, að styrkja þá ein- ingu, sem hefur rikt I B.S.R.B. til þessa,” sagði Sigfinnur enn- fremur. „Fram til þessa hefur alltaf tekizt að ná samstöðu innan bandalags opinberra starfs- manna um málefnalegt 1. mai ávarp, en þetta 1. mai ávarp virðist vera samið á ritstjórn Þjóðviljans og hreinlega sett fram i pólitiskum tilgangi til þess að kljúfa þá einingu, sem hefur verið meðal opinberra starfsmanna,” sagði Sigfinnur. „Ekki fæ ég séð, að það geti talizt réttmætt að blanda Sel- fossmáli, Vietnam eða Kambódiu saman við málefni opinberra starfsmanna,” sagði hann að lokum. Guðmundur Hallvarðsson, sem er fulltrúi Sjómannafélags Reykjavikur i 1. mainefndinni, samþykkti 1. mai ávarpið með fyrirvara á tveimur greinum þess. I niðurlagi athugasemda sinna segir Guðmundur: „Sú krafa, sem fram kemur i ávarp- inu, um að rikisstjórnin eigi að vikja, er fáránleg og hlægileg i senn, þegar haft er i huga, að þeir sem þessa kröfu setja fram nú, þögðu þunnu hljóði i tið fyrri stjórnar, sem taldi sér nauðsyn á að upphefja þessar sömu að- gerðir og herða þær meðan hún sat að völdum.” — ÞJM 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.