Vísir - 13.05.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 13.05.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Þriðjudagur 13. mal 1975. VÍSIR Ctgcfandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Rijstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Ritstjórn: Slðumúla 14. Slnii 86611. 7 llnur Áskriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf. Óborin bylting Við vitum, að i framtiðinni verðum við að treysta á iðnaðinn umfram aðrar atvinnugreinar til að taka við mannf jölguninni á vinnumarkaðin- um. Þvi fer auðvitað viðs fjarri, að landbúnaður- inn taki við meiri mannafla, og sjávarútvegur megnar það heldur ekki, þótt hann verði enn um langt skeið uppistaðan i útflutningi íslendinga. Það vita einnig allir, sem um það hafa hugsað af gaumgæfni, að við höfum engan veginn búið nægilega vel að iðnaðinum. Hann hefur verið hornreka, meðan landbúnaðurinn hefur verið of- alinn og útvegurinn yfirleitt talinn eiga skilinn forgang. Þegar Magnús Kjartansson var iðnaðarráðherra var mikið rætt um sérstaka áætlun um uppbyggingu iðnaðar á næstu árum, sem sumir kölluðu „iðnbyltingu”. Þessi bylting varð aldrei. Gengisskráningin hefur jafnan verið iðnaðin- um mjög óhagkvæm. Verðstöðvunartimabilin bitnuðu á iðnaðinum framar öðrum greinum. tJt- flutningsiðnaður hefur eflzt, en engan veginn i þeim mæli, sem þurft hefði að vera. Þrátt fyrir gengisfellingarnar i fyrra og nú i vetur skortir enn á, að gengið sé þannig skráð, að útflutnings- iðnaðurinn njóti réttmætra kjara. Oft er með réttu talað um kröfuhörku hagsmunahópa, en það verður að viðurkennast, að mikið er til i kröfum iðnrekenda um bættan hag. Það er til dæmis ómótmælanlega rétt, að verð- stöðvunartimabilin og gengisskráningin siðustu árin hafa sett iðnaðinn skör lægra en til stóð, þeg- ar honum var heitið stuðningi til að mæta sam- keppni við tiltölulega ódýrar iðnaðarvörur, sem fluttar voru inn á grundvelli samningsins við EFTA og siðan við Efnahagsbandalagið. Það er satt, að rikisstjórnir hafa ekki staðið við samn- ingana við iðnaðinn frá 1970, en iðnaðurinn hefur á hinn bóginn orðið að bera sina byrði að mestu. Iðnrekendur hafa af þessum sökum hvað eftir annað beðið um, að aðlögunartiminn yrði fram- lengdur, það er að segja iðnaðurinn fengi upp bætt það, sem af honum var tekið með aðgerðum rikisstjórna. Nú siðast setja iðnrekendur fram kröfur um framlengingu um þrjú ár. Iðnrekendur hafa varpað fram eftirfarandi spurningu: Er nauðsynlegra að standa við samninga við út- lendinga en við íslendinga? Ef gerðir eru tveir samningar svo til samtimis og fyrri samningur- inn er forsenda hins siðari, er þá ekki siðari samningurinn ómerkur, þegar hinn fyrri hefur verið brotinn? Sanngjarnt er að taka þessi rök til greina og kanna, hvort ekki verði unnt að fá framlengingu aðlögunartimans, svo að staðið verði við loforðin, sem iðnaðinum voru gefin við inngönguna i EFTA. Að þvi skal stefnt, að innlendur iðnaður verði ekki settur skör lægra en hliðstæður iðnaður i bandalögunum tveimur. Annað er ekki rétt- mætt, eins og i pottinn er búið. Iðnaður, sem um langt skeið var verndaður bak við háa tollmúra, á að sjálfsögðu erfitt með að þola skyndilega samkeppni háþróaðs iðnaðar er- lendis. Tollmúrar eru af hinu illa, en i þessu til- viki er rétt að minna á, að ekki sé rasað um ráð fram. — HH Sadat Egyptalandsforseti fer á milli Arabarfkjanna til aö fullvissa þau um, aö Egyptar muni fylgja þeim I samningum um friö viö israela. kjölfar misheppnaörar tilraunar Kissingers utanrlkisráöherra, sem i marz beiö skipbrot I viö- leitni sinni til þess að koma á samningum milli Egypta og Isra- ela. Sadat hefur lika undirbúiö ferö- ina meö tilkynningu um, aö Súez- skurðurinn veröi opnaöur til um- feröar 5. júnl, en hann væntir þess, aö sú tilkynning sannfæri menn um vilja Egypta til þess aö koma á friöi I ísrael. 1 þessari ferö Sadats hefur heimsókn hans til Sýrlands alveg sérstaka þýöingu. Sýrlendingar hafa verið helztu bandamenn Egypta I ófriðnum gegn ísrael, en tortryggni hefur nokkuð spillt þeirri sambúð að undanförnu. Höföu Sýrlendingar Imugust á leynimakki Sadats og Kissingers, þegar hinn siðarnefndi reyndi að koma á friði I áföngum og ætlaði aö byrja með sérsamningum milli Egypta og ísraela. — Að vlsu hittust þeir forsetarnir, Sadat og Assad, I Riyadh I siðasta mánuði á ráðstefnu með Khalid Sadat á faraldsfœti hinum nýja konungi Saudi Arablu. Hinum nýja þjóðhöfðingja tókst að sannfæra þá vopnabræður um nauðsyn þess, að þeir bættu sam- búð ríkja sinna og styrktu vinátt- una. Áhrifamáttur Saudi Arabiu á striösgæðingana úr Yom Kipp- ur-stríðinu er sprottinn upp úr oliuauði Saudi Arablu, enda var Saudi Arabia sá aðilinn, sem lagt hefur mest af mörkum af reiðufé til hinna. Varð það að samkomulagi á fundi þeirra þriggja, að gera eina tilraun enn til að vita, hvort koma megi á friði við Israel og endur- heimta hernumdu landsvæðin með samningum. Töldu þeir sig sýna með þvi nokkurt langlund- argeð, þvi að Arabar llta svo á, að það hafi verið ísraelsmenn, sem spillt höfðu samningatilraunum Kissingers, unz þær loks fóru al- veg út um þúfur. En I þessari heimsókn Sadats munu þeir Assad ganga endan- lega frá því, hverja afstöðu þeir skuli hafa á Genfarráðstefnunni. Annars hefur frétzt, að Assad forseti sé ekki alltof hrifinn af þvi, hversu góð kynni hafa tekizt með Sadat og Bandarlkjamönnum. Hann hafnaði boði um að sitja fundinn með þeim Ford og Sadat, sem ráðgeröur er I Salzburg. Assad stendur hins vegar I nánu vinfengi við Sovét og má vera, að Sadat leiti milligöngu hans um að bæta sambúð Egyptalands og Sovét, sem farið hefur kólnandi allan tímann, meðan hann ljáði Kissinger eyra. — Þar á ofan bæt- ist, að Egyptar eiga I nokkrum vandræðum með að standa skil á skuldum sínum við Rússa, og hafa samningar um frestun á af- borgunum gengið stirðlega. Egyptar hafa ennfremur falazt eftir fleiri vopnum frá Sovétrlkj- unum, en fengið dræmar undir- tektir. Alla vega gerir Sadat forseti sér vonir um, að honum takist meö heimsókn sinni til Damaskus aö sannfæra arablska vini slna um, að Egyptar ætli ekki að skilja þá eftir eina á báti og gera sér- samninga við tsrael. I Damaskus hittir Sadat einnig að máli Jasser Arafat leiðtoga skæruliöa Palestlnuaraba. En Palestlnuarabar, eins og Sýrlend- ingar, voru tortryggnir á samn- ingatilraunir Kissingers og heim- sóknir hans til Sadats. Heimsókn Sadats til Iraks gegnir einnig veigamiklu hlutverki. Ætlunin er aó þurrka út allar hugleiðingar manna um, að þessi tvö lönd séu á öndverðum meiði og keppist um forystuhlut- verkið innan Arabaveldanna. Mun Sadat ætla sér að hvetja leiðtoga Iraks til að láta meiraað sér kveða i málum landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins. — Til Iraks kemur Sadat beint frá Sýr- landi og er alveg áreiðanlegt, að hann mun reyna að miðla málum milli Sýrlendinga og Iraksmanna I viðkvæmri deiium þessara tveggja landa um sameiginleg not af vatninu úr Euphrates-ánni. Leynifundir Sadats og Kissingers, sem var I slfeiidum ferðum milli Jerúsalem og Kairó, vöktu tortryggni bandamanna Egypta. Sadat mun hitta Arafat I Damaskus, en Arafat var meöal þeirra, sem imigust höfðud viðræðum Sadats og Kissingers. Anwar Sadat Egyptaiandsforseti hóf i gær aðra af tveim heimsóknum, sem ætlaðar eru til þess að efla samstöðu Arabarikjanna, áður en nýjar friðartil- raunir við ísrael verða hafnar. Fyrri ferð Sadats veröur um fjögur Arabarlki, Kuwait, trak, Jórdanlu, og Sýrland, en þaðan svo til Júgóslavlu. — En fljótlega á eftir fer hann til Austurrlkis, þar sem hann mun m.a. hitta að máli Ford Bandarlkjaforseta 1. og 2. júnl. Heimsóknir hans til höfuðborga Arabalandanna eru farnar til að reyna að jafna út ágreining milli Araba um, hvernig standa skuli að friðarsamningum við ísrael, og reyna aö fá Arabaríkin til þess að lækka ögn róminn I hótunum sliium og kröfum. Má vera, að annað liggi llka að baki þessu ferðalagi. Nefnilega að auka álit Egyptalands út á við, svo að Egyptar geti staðið bratt- ari frammi fyrir stórveldunum, sem standa að friðarviðræðunum i Genf. Sadat forseti, sem sumir frétta- skýrendur Araba kalla utanrikis- ráðherra Arabasambandsins, mun hafa mikinn áhuga á þvl, að friðarráðstefnan I Genf verði einnig setin af fulltrúum landa, sem engan hlut eiga að málefnum Austurlanda nær — til viðbótar við Sovétrikin og Bandarlkin. Þetta mun vera ein megin- ástæðan fyrir heimsókn hans til Júgóslavlu, þar sem hann mun hitta að máli Tltó forseta, sem alla tlð hefur verið á bandi Araba. Þessi nýja sókn Sadats fylgir I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.