Tíminn - 13.08.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.08.1966, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 13. áffúst 1966 TÍMINN 3 Siaukin sala BRIDGESTONE sannar gæðin. Veitir auki? o>"vggi • aks^rl BRIDGESTONE ávallt tyrirMggiandi GÖÐ blOMtlCTA — VerTli*' oc vtWnf.'rSlr Simi I? 9-84 Gúrnmíh^rf^inn h.í, Brautarholti 8. Vekur ekki lengur furðu, þótt kona sé skipuð í prófessorstööu sókna, sem á vegum háskólans eru stundaSar, fylgist með þeim og leiðbeini þeim, sem við rannsóknimar fást. — Eru margir af kennurum háskólans í Utrecht konur? —Ekki er kannski hægt ?ð segja það. Af 25 kvenprólessor um í Hollandi eru 9 í Utrecht en t.d. í Amsterdam eru þær 12, svo að þó hópurinn sé ekki ýkja fjölmennur, þá vekur það ekki lengur neina furðu, að kona sé skipuð í slíka stöðu. — Hvernig er aðsókn stúlkna að læknadeildinni hjá yður? — Þær eru eitthvað fimmti eða fjórði hluti nemenda skól- ans. — Er læknisfræði kannski meðal þeirra háskóiagreina, sem stúlkur sækja mest í Hol- landi? — Nei, fjarri fer því. Þær sækja miklu meira lista. og bókmenntadeildir og tungu- mál. — Er nokkuð því til fyrir- stöðu lengur, að konur komist í æðstu stöður við háskóla og aðrar menntastofnanir? — Svo framarlega sem þær eru hæfar til starfsins, þá eru þær aldrei sniðgengnar við stöðuveitingar, þar sem ég til þekki. Annað mál er svo það, að sennilega er erfið ara Jijá okkur fyrir konu að halda áfrarn sjálfstæðu starfi eftir að hún giftist. heldur en t.d. í Frakklandi eða Banda- ríkjunHm. Hjá okkur er fjöl skyldutífið þungt á metunum og fram til þess hefur það ver- ið talið nauðsynlegt, að konan væri hinn fasti miðdepill heim ilisins og væri alltaf heima,- Þó er skilningur að aukast á því, að það eitt tryggi ekki gott fjö] skyldulíf, samband hjóna og foreldra og barna innbyrðis skiptir meiru máli en það, hve marga klukkutíma þau séu sam an á heimilinu. Sá hugsunar- háttur mun þó vera ríkjandi í stórum hópum, t.d. meðal verkamanna, að barátta þeirra fyrir bættum kjörum hafi með- al annars verið háð úl þess, að tekjur heimilisföður nægðu svo að konan þyrfti ekki að vinna utan heimilis. Of margir kvenstúdentar telja sjálfsagt og eðlilegt að gleyma menntun sinni, þegar þær gift ast, og er það illa farið. Öll- um er heimill aðgangur að menntaskólum og háskólum, en þetta eru dýrar stofnanir og þjóðinni er nauð- synlegt, að menntunin nýtist vel. Æ fleiri halda áfram til háskólanáms. t.d. hefur lækna nemum fjölgað svo, að okkur finnst, að kennslan sé ekki eins góð og hún ætti að vera vegna þrengslanna í skólunum. Menntamálaráðherra hefur skipað háskólakennara i nefnd til að gera tillögur um úrbætur og segja til um, hvað hver há- skóli getur tekið á móti mörg- um nemendum. Síðan geta menn sótt um vist i ákv.eðnum skóla. en nefna svo annan til vara ef þar skyldi frekar vera rými. Ráðherra lagði frarn frumvarp um það, að aðgang- ur að læknadeildum vrði tak- markaður til bráðabirgða með því, að nemar yrðu að taka inn tökupróf, þar til búið væri að reisa fleiri háskóla Um þetta ákvæði urðu miklar deilur og að lokum var það fellt með þeim rökum, að þetta væru hömlur á frelsi manna til að velja sér námsefni. En grund- vallarmeinið er það, að of seint er ráðizt i að stofna nýja skóla. — Eru engar takma_.canir á því, hve lengi menn geta þreytt læknisfræðinám til prófs? — Það hefur einnig komið fram lagafrumvarp um það að takmarka, hve oft menn gætu reynt við próf, en það var iika fellt, svo að prófessorar hafa aðeins leyfi til að ráðlegg.ja þeim, sem virðast miður hæfir til námsins, að hætta því. en það er ekki hægt að neita mönnum um að þreyta próf eins oft og þeir sjálfir vilja. En þessu verðum við að Dreyla fljótlega. Það verður að koma í veg fyrir, að þeir, sem óliæf ir eru, eyði tíma sínum fcil ónvt is og kosti ríkið stóríé. — Greiða menn kennslugjald í læknadeildum? — Já, en það er hverfandi miðað við það, hvað kennslan kostar. Nú fá 35% stúdentanna námslán eða styrki, en aður fyrr var það mjög sjaldgæft, að veittir væru nokkrir styrkir svo foreldrar urðu að kosta börn sín að öllu leyti. En þeg- ar kostnaðarhlið læknisíræöi- kennslunnar er rædd, Dá rná auðvitað ekki gleyma því, að í læknadeildunum fara einnig fram margs konar vísindarann- sóknir, auk þess sem haskóla- sjúkrahúsin veita almenningi fullkomnustu læknisþjónustu, sem völ er á. Háskólasjúkra- húsin eru að vísu flest i gamal- dags húsnæði, svo að hjúkrunar aðstaða er ekki eins skemmti- er feiknalegur skortur á tann- læknum hjá okkur. — Mér er kunnugt um, að Hollendingar standa mjög fram arlega í mörgu, sem lýtur að meðhöndlun vangefins fóiks. Fara ekki fram líffræðilegar rannsóknir á orsökum fávita- háttar? — í geðlækningum eru miki ar og merkar rannsóknir gerð- ar nú á dögum og þær rann- sóknir ná þá um leið til fávita- háttar. En segja má. að rann sóknir á vefjum heiia og tauga séu á byrjunarstigi enn. Mjög mikilvægar rannsóknir fara nú fram á áhrifum iyfja á sálræna sjúkdóma og tengslin á milli andlegra sjúkdóma og hvata (enzyme) eru alveg nýtt rannsóknarsvið, þar sem rnargt merkilegt á vafalaust eftír að koma í Ijós. — Er ekki iífeðlisfræðin heillandi viðfangsefni? — Jú, hún er afar spennandi. Meðal þess forvitnílegasta er það, sem hinar nýju rannsókn- ir í erfðafræði leiða í ljós. Við erum smátt og smátt að skilja betur, hvernig erfðirnar móta einstaklinginn. Merkar nýjung ar á þessum sviðum eru sífellt að koma fram og þaö er afar erfitt að fylgjast nægilega vrl >neð. En það er gott við kennsl ma að hún knýr mann tii að íylgjast með á sínu svið! eflir beztu getu. Hver og einn verð- ur þó að takmarka sig verulaga annars væri leikur að ferðast á milli ráðstefna og hlusta á vis- indamennina árið um kring, en þá yrði lítið úr eigin starfi Framhald á bls. 12. 3 hraðar, tónn svo af ber Elizabeth Steyn Parvé. Tímamynd Bj. Bj. leg og á nýtízkulegri sjúkra- húsum, en þar kemur á móti. að hinar vísindalegu sjúk-dóina rannsóknir eru fulkomnastar þar. Áður en sjúkratryggingar komu til sögunnar, þá var mik il ásókn í að komast á haskóla- sjúkrahús. en nú. þegar menn geta valið á milli sjúkrahúsa að vild, er erfitt að fá nóga sjúklinga inn á vissar diiidir háskólasjúkrahúsanna. t.d. á fæðingardeildirnar. svo að stúd entarnir fái nægilega æfingu — Hvað er læknisfræðin langt nám i Holland’? — Almenn læknisfræði tek- ur sjö ár. en það er nauðsyn- legt að fara að breyts til, svo að því megi ljúka á sex árum, áður en farið er í sérfræði- greinar. Já, við eruni önnum kafin við athuganir A. hvernig endurskipuleggja niegi námið. Segja má, að þær megir.reglur, sem gilda í fyrirkomulaginu hafi lítið breytzt siðustu ö]d, og þannig má það ekki lengur ganga. En það er erfitt að halda uppi nægilega góðri kennslu í yfirfullum sltclum og eiga samtímis að leggja á ráð um endurskipun á kennsiunni. — Er skortur á læknum í Hollandi? — Svo djúpt vil ég ekki taka í árinni, en æskilegt væri, að stéttinni fjölgaði um eir.s og 20 hundraðshluta. Hins vegar Auglýsið i HMANUM Fyrsti varaforseti Alþjóða- sambands háskólakvenna er ungleg kona, dáútið rauðbirk- in, brúnamikil, nn sviplétt þð. Hún er HolltmrUrgUi', háskóla- kennari í lífeðlisfræði og heit ir Elizabeth Steyn Parvé. — Hvert er aðalstarf yðar, prófessor? — Eg kenni lifeðrisfræði'við læknadeild háskólans i Ut- recht. — Og hafið þér lengi liaft það embætti með höndúm? — Nei, ég varð prófesor fyr- ir fjórum árum, en við haskól- ann í Utrecht hef ég starfað frá árinu 1948, bæði við vís- indarannsóknir og önnur störf. — Er það eingöngu kennsla, sem þér fáizt við? — Nei, auk þess að kenna læknanemum tek ég þátt í skipulagningu vísindarann- Spilari og FM-útvarp AIR PRINCE 1013 Langdrægt m bátabylgju Radióbúðin Klapparstig 26, simi 19800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.