Tíminn - 24.08.1966, Blaðsíða 3
3
MIÐVIKUDAGUR 24. ágúst 1966 _____________TIMINN
Á VÍÐAVANGI
Enn ein uppgjafar-
yfirlýsing
í forystugrein Morgunblaðs-
ins i gær segir svo m. a :
„Það er svo hins vegar ljóst,
að það er ekki á valdi ríkis-
stjórnarinnar einnar að tak-
marka verðbólguþróunina".
Og ennfremur:
„Til hins ítrasta verður að
reyna að koma á samvinnu
milii launþega, atvinnurekenda
og ríkisstjórnarinnar um leiðir
til þess að takmarka verðbólg-
una, og grundvöllur að slíkrl
samvinnu hefur verið lagður
með kjarasamningum s. 1. tvö
ár. Það er hins vegar ljóst, að
verði ekki hægt að koma á
slíkri samvinnu um gagngerðar
ráðstafanir í þessum efnum er
bersýnilega stefnt í óefni“.
Þetta er enn ein yfirlýsingin
um það, að ríkisstjórnin ráði
ekkert við verðbólguna og hafi
gefizt upp. Jafnframt er beðið
um gott veður hjá verkalýðs-
hreyfingunni.
//Samvinnugrundvöll-
urinn"
Morgunblaðið hefði átt að
láta það ógert að minnast á
„samvinnugrundvöllinn" milli
verkalýðshreyfingarinnar og
ríkisstjórnarinnar, sem Iagður
hefði verið með kjarasamning-
um s. 1. tvö ár með það í huga
að hafa hemil á verðbólgunni.
Þar tók verkalýðshreyfingin á
sig fórnir til að leggja sitt af
mörkum til heftunar verðbólg-
unnar gegn Ioforði ríkisstjórn-
arinnar um að verðlagi yrði
haldið í skefjum. Reynslan af
þessum „grundvelli" er sú, að
jafnvel forystumenn stjórnar-
flokkanna í verkalýðsmálum
urðu að játa í ávarpi sínu 1.
maí s. I.: „Loforð ríkisstjórnar-
innar hafa reynzt marklaus"!
Óbreytt stefna?
Það er hins vegar laukrétt
hjá Morgunbiaðinu, að verð-
bólgan verður naumast stöðv-
uð án samvinnu ríkisvaldsiiis
við verkalýðshreyfinguna og
atvinnurekendur. Sú samvinna
verður að vera haldbetri en
hún hefur verið s. 1. tvö ár. Og
eitt er víst og því verður ríkis-
stjórnin að gera sér grein fyf--
ir: Slík raunhæf samvinna muii
aldrei fást að óbreyttri stjórn-
arstefnu. Verkalýðshreyfingin
og atvinnurekendur geta ekki
gert bandalag við ríkisstjórn-
ina um að fylgja fram þeirri
stefnu, sem 6 ára reynsla við
beztu hugsanleg skilyrði hefur
sannað að leiðir í algerar ófær-
ur fyrir atvinnulíf og afkomu
heimilanna.
Málin í þjóðardóm
Ætlist ríkisstjórnin til þess
að fá samvinnu þjóðfélagsafl-
anna um að framfylgja óbreyttri
stefnu í efnahags- og atvinnu-
málum getur hún eins sagt af
sér strax. Slíkt samkomulag
mun aldrei fást.
Morgunblaðið rökstyður það
nú sí og æ, að ríkisstjórnin á
tafarlaust að segja af sér og *
Icggja málin í þjóðardóm með
því að hamr? á því dag eftir
dag að núverandi stjórnarstefna
sé hin eina rétta og frá henm
verði ekki kvikað og ennfremur
með þessum orðum: „Það er
Ihins vegar ljóst, að verði ekki
hasgt að koma á slíkri sam-
vinnu um gagngerðar ráðstaf-
anir i þessum efnum. er ber-
| sýniiega stefnt í óefni“.
f SPEGLITIMANS
Hér sjáum við Sophiu Loren
í eins konar öskubusku hlut-
verki. Hún leikur í kvikmynd-
inni A likely Story um þessar
mundir og þar leikur hún fá-
tæka sveitastúlku, sem verður
ástfangin í prinsi.
Parísarborg ætlar nú að hefja
eins konar herferð til þess að
losa borgina við hins svoköll-
uðu beatnicks eða slæpingja.
Lögreglustjóri borgarinnar hef
ur látið það uppi að frá því í
marz í vetur hafi lögreglan yf
irheyrt 2762 beatnicka, eða
tvisvar fleiri en á sama tíma
í fyrra. Einnig fékk vegabréfa
lögreglan skipun um það að
banna fólki sem ekki virtist
hafa næga peninga, að koma
inn í landið.
Þýzka leikkonan Elke Somm
er á nú að fara að leika í nýrri
kvikmynd, sem gerð verður eft
ir skáldsögu norska rithöfund
arins fræga Agnars Mykle. Frii
Luna í snörunni.
Það er eiginmaður Elke, sem
hefur keypt kvikmyndaréttinn
að bókinni ásamt kvikmynda-
réttinum að annarri bók Mykl
es. Ekki er enn vitað, hver á
að leika aðalkarlhlutverkið á
móti Elke, en talað hefur verið
um Frank Sinatra í því sam-
bandi, en hann er þó talinn
heidur gamall í hlutverkið. Elke
Sommer er sem stendur að
leika í glæpakvikmyndinni,
Deadlier than the male, sem
tekin er að nokkru leyti í Lon
don og nokkru leyti við Mið-
jarðarhafsströndina.
Elizabeth Taylor hefur ákveð
ið að gefa væna fjárupphæð til
rannsókna á hjartasjúkdómum.
Á þessi gjöf að vera til minn
ingar um hinn nýlátna
Hér sjáum við Margaret
Bretaprinsessu ræða víð Aga
Khan leiðtoga Múhameðstrúar
manna. Myndin er tekin í
Porto Cervia á Smaragðsströnd
inni á Sardínu ,en þar heíur
Aga Khan látið byiggja mikið
hótel og unnið að því að gera
vin hennar, leikarann Mont-
gomery Ciift, en hann lézt fyrir
nokkru siðan úr hjartaslagi.
Áttu þau Elizabeth og Mont-
gomery að fara að leika sam-
an í kvUcmynd en þau hafa
ekki leikið saman í kvikmynd
fjöldamörg ár, eða ekki síðan
kvikmyndin Suddenly last sum
mer var tekin, en þá varð Mont
gomery Clift að sögn alvarlega
ástfanginn af Elizabeth og náði
sér aldrei eftir það. Nú átti þau
sem sagt að fara að leika sam
an í kvikmynd aftur og hafði
Montgomery hlakkað mjög til
þess samstarfs, en honum auðn
aðist ekki að lifa það.
Fjárhæðin, sem Elizabeth
hyggst gefa til minningar um
Montgomery er um 30 milljón
ir íslenzkra króna, og hafði
hún þegar verið búin að afla
þessarar upphæðar til styrkt-
ar kvikmyndinni, sem þau ætl-
uðu að leika í saman. Kvik-
myndin verður tekin, en ann
ar leikari kemur til með að
leika á móti Elizabet og renna
allar tekjur Elizabeth til þess-
arar gjafar.
William Fielder er 77 ára
gamall og er erfingi að um það
vil 700 þúsund krónum, en til
þess að fá þennan arf, þarf,
William, að lifa 18 ára gamlan
kött, sem er nefndur Flatnefja.
, Tildrög þessa máls eru þau,
að Margaret Montgomery arf-
leiddi fimm ketti sína að 800
þúsund krónum. Kettirnir lét-
ust smátt og smátt, allir nema
hin lífseiga Flatnefja. Sam-
kvæmt ákvæðum erfðaskrárinn
ar á Willjam að sjá fyrir kett
inum þangað til hann deyr, en
ef hann lifir köttinn, fær hann
peningana, ef ekkí renna þeir
til kirkjunnar.
Sardínu að miklu ferðamanna
landi og hefur fjölmargt frægt
og auðugt fólk komið sér upp
húsum þama á ströndínni. Fyr
skömmu kom Margret prinsessa
ásamt eiginmanni sínum Snow
don lávarði til þess að eyða
sumarfríi sínu á Sardínu.