Vísir - 13.06.1975, Side 3
Vísir. Föstudagur 13. júni 1975
3
Munar 26 órum og 130 hesföflum
29 manna Ford frá Hvammstanga í bœjarferð
Önnur er frá árinu 1947, en hin
er 26 árum yngri. Þegar þessir
starfsfélagar hittast á förnum
vegi, verður þróunin á siðustu
áratugum greinileg.
Það er Jón Húnfjörð, bróðir
Guðmundar Jónassonar hóp-
ferðabilstjóra, sem átt hefur
gömlu rútuna allt frá hennar
fyrstu tið. Rútan er af Fordgerð
og kom til landsins árið 1947. Þá
var byggt yfir hana hjá Agli Vil-
hjálmssyni og henni siðan ekið
norður á Hvammstanga, þar
sem hún hefur eytt mestu af ævi
sinni.
Rútan lætur ekki mikið á sjá
eftir þessi tæp þrjátlu ár, enda
var henni vel við haldið og oft á
timum I litilli notkun. Að visu
hefur ný 100 hestafla vél verið
sett I hana og hún sprautuð, en
áklæðið á sætunum er enn hiö
sama og verið hefur frá fyrstu
tið.
Sævar Sigurgeirsson, bilstjóri
hjá Guðmundi Jónassyni, hefur
verið með gamla Fordinn I
bæjarferð. að undanförnu, en
Sævar er tengdasonur Jóns
Húnfjörð.
Við fengum Sævar til að stilla
upp nýjustu rútu Guðmundar
Jónassonar við hliðina á þeirri
gömlu. Nýja rútan er til muna
lengri og einnig breiðari, enda
er sennilegt, að betur fari um þá
50 farþega, sem hún her en þá
29, sem i gamla Fordinum rúm-
ast. Að ekki sé nú talað um þau
130 hestöfl, sem nýja rútan hef-
ur fram yfir þá gömlu.
— JB
Börn Sævars Sigurgeirssonar skoða rútubiia afa sins og afabróður sins. Ljósm. Bjarnieifur
Verðo að
losna við
birgðirnar
Einn daginn verður að birgja
sig upp, hinn daginn er verk-
fallinu frestað og keppzt er um
að eyða birgðunum, áður en þær
ónýtast.
Þessi verkfallshætta hefur
meðal annars leitt til þess, að
drykkja I miöbænum hefur
verið óvenju áberandi i vikunni,
að sögn miðbæjarlögreglunnar.
Ekki er fyrr búið að kaupa
birgðirnar en drekka verður
þær vegna frestunar verkfalla
og þegar loks er búið að ljúka
við þær eru menn aftur farnir að
óttast verkfall og hamstra þvi á
ný-
-JB.
„Bévítans"
Ijósastaur-
inn
Þeir höfðu uppi ófögur orð um
fjandans staurinn bilstjórarnir á
tveim bilum, sem skullu saman
úti á Eiðsgranda, öðru nafni
Sólarlagsbraut eða jafnvel Astar-
brautin.
Arekstur bilanna endaði nefni-
lega á staur og hlutust þar af leið-
andi meiri skemmdir en ella á
öðru ökutækjanna.
Það var fólksblll á leið út á Sel-
tjarnarnes, sem farið hafði út á
rangan vegarhelming með þeim
afleiðingum, að hann lenti á
jeppabifreið, sem á móti kom.
Bilarnir skullu saman og lenti
jeppablllinn á nærliggjandi ljósa-
staur fyrir vikið. Engin slys hlut-
ust á mönnum.
— JB
Birgðu sig upp
ó þriðjudaginn
— en fáir í gœr
„Mjólkursalan I gær var ekki svo
miklu meiri en venjulega”. Þetta
sagði Oddur Helgason sölustjóri
hjá Mjólkursamsölunni. Salan á
þriðjudag var hins vegar alveg
gífurleg.
Á bensinsölum sögðu af-
greiðslumennirnir, að algengt
væri orðið, að menn kæmu með
meira en hálffulia tanka og bæðu
um áfyllingu. Aðalsalan hefði
hins vegar verið á þriðjudaginn.
I gær hefur þvi e.t.v. verið
einhver von hjá almenn-
ingi um, að verkfalli yrði afstýrt
— BA —
Báðir amerisku bilarnir skemmdust mikið við áreksturinn.
Bragi.
— Ljósm.
Árekstur í Elliðavogi
Tveir ökumenn voru fluttir á
slysaseild Borgarsjúkrahússins i
gærdag, eftir að nýlegir
amerískir bilar þeirra höfðu
rekist all harkalega saman á
horni Elliðavogar og Suðurlands-
brautar.
Bilarnir skemmdust mikið við
þennan harða árekstur. Við
athugun á slysavarðsstofunni
kom I ljós, að bilstjórarnir höfðu
ekki skaddazt mjög alvarlega.
—JB
LOKSINS VAR KVENNA-
ÁRSNEFNDIN SKIPUÐ
— þegar nœr helmingur ársins er liðinn
Þá hefur hin mikla Kvennaárs-
nefnd loks litið dagsins ljós. For-
maður hennar er Guðrún Er-
lendsdóttir, hrl. Fyrsta verk
þessarar 12 manna nefndar, sem
skipuð er ótimabundið, var að
velja Mexicofara. Sameinuðu
þjóðirnar gangast þar fyrir ráð-
stefnu frá 19. júnitil 2. júli. Þar á
að gera allsherjarúttekt á stöðu
kvenna um allan heim. tslending-
um var boðið að senda 3 fulltrúa.
Það eru allt konur, sem fara
héðan: Auður Auðuns, Sigriður
Thorlacius og Vilborg Harðar-
dóttir.
— BÁ —
Drukkinn
ók út af
Talið er, að ölvun ökumanns,
hafi valdið útafakstri, sem
áttisérstaðá Vesturlandsvegin-
um i nótt. Það var við Otskála-
hamra á Kjalarnesi, sem bill ók
út af veginum um klukkan hálf-
fjögur I nótt. Billinn skemmdist
nokkuð, en ökumaðurinn
drukkni, sem var einn i bilnum,
slasaðist ekki. -JB.