Vísir - 10.07.1975, Page 1

Vísir - 10.07.1975, Page 1
65. árg. — Fimmtudagur 10. júll 1975 —153. tbl. Maður hefur sam- vizkubit af að vera sólarmegin í lífinu — segir sr. Bernharður Guðmundsson -Bls. 3 Baldnir kirkjuhöfð- ingjar Hollands kvíða reiði pófans - Sjá bls. 6 Alelda á Grindavíkurdjúpi Mikill eldur logaOi um borO i Sölva ÍS-125, þar sem báturinn var staddur á Grindavíkurdjúpi i morgun. Er blaOiO var aO fara i prentun var varOskip aO koma aO bátnum skiOlogandi. Ahöfn bátsins bjargaöi sér frá boröi i gúmmibátum um klukk- an hálf niu I morgun og urðu engin slys á mönnum. Eldurinn kom upp I bátnum klukkan liölega átta i morgun, er hann var staddur á Grinda- vikurdjúpi um 16—18 sjómilur suðaustur af Reykjanesi. Sölvi tS-125, sem skráöur er á Flateyri, 71 tonn aö stærð og smlöaöur úr eik I Noregi árið 1946, varð strax alelda. Báts- verjar sendu Reykjavikurradiói neyðarkall. Þá var haft sam- band viö bátana Agúst Guðmundsson GK-95 og Pétursey GK-184, sem lágu i Grindavikurhöfn, og þeir beðnir um að fara á móts við Sölva. Eins var varðskipi gert viðvart. Er siðast fréttist voru bátarn- ir tveir að komast út að Sölva og gúmmibát skipverja. Sléttur sjór og gott veöur var á Grindavikurdjúpi i morgun. —JB Siðustu fréttir: Skipverjar af Sölva voru und- ir hádegiö komnir um borö I Pétursey, heilir á húfi. Vilja sjó útkomuna óður en skattskrórn- ar verða lagðar fram — Baksíða Allir vildu vera fyrstir — að ná í ellistyrkinn — Baksíða • Nú kaupa þeirtoll- frjálsa bíla á íslandi — Baksíða Drátturinn á birtingu skattskrár: „Alvarlegar afíeiðingar — ef bœjarfélögin missa líka útsvör í ágúst" — segir bœjarritarinn í Kópavogi „Rekstraröröugleikar bæjarins eru miklir, sérstak- iega þar sem júll er útsvars- frir,” sagöi Jón Guölaugur Magnússon, bæjarritari I Kópavogi. „Likurnar á þvi, að skatt- skrár verði birtar um 20. júli, minnka óðum. Ef ekki tekst að koma þeim frá fyrir þann tima verða afleiðingarnar þær, að bæjarfélögin missa af gjalddaganum i ágúst.” Jón benti á að bæjarfélögin ættu mjög erfitt með að þola þetta, þar sem innheimta út- svara hefði verið með erfið- asta móti. I ár hefur verið innheimt um 6% minna en á sama tima I fyrra. Bæjarritarinn sagði, að flestöll sveitarfélög ættu við þessa erfiðleika að glima, að þvi er komið hefði fram á siðasta fundi þeirra. — B A LEITAÐ MEÐ BÁTI, FROSK- MÖNNUM OG FLUGVÉL A efri myndinni eru froskmenn aðbúa sig til leitar I Leirvogi, er óttazt var aö fimm börnum á fleka heföi hlekkzt þar á. A neöri myndinni koma lögreglumenn vaöandi I land meö gúmmlbátinn Gróu, eftir aö hafa róiöum voginn ileit aöbörnunum, en lengra úti sér I annan froskmanninn. Ljósm. SHH. — að börnum sem talið var að hefðu orðið fyrir áfalli með fleka á Leirvogi — ekkert fannst og engra var saknað Mikil leit var gerö I gærkvöldi upp úr klukkan sex aö fimm börnum, sem talin voru hafa sézt á fleka á Leirvogi inn undir Leirvogstungu, en siöan haföi flekinn horfiö. Gert var viövart um atburöinn frá Fitjakoti á Kjalarnesi, eftir aö frúin á Fitj- um haföi komiö þangaö til aö leita hjálpar, en þaö var hún, sem sá til þessara feröa. Mikil lið lögreglu og annarra hjálparmanna kom á staðinn. Gúmmlbátur SVFl, Gróa, var með I ferðum og einnig leituðu froskmenn. Farið var að falla út er þetta gerðist og farið að grynnka mjög f voginum, en um fjöru má hann heita þurr fram fyrir Gunnunes. Einnig kom flugvél og sveimaði yfir staðn- um. Leitin bar engan árangur, og engra barna var saknað, siöast þegar til fréttist. Tilgátur eru um, að þarna hafi raunverulega verið börn á ferð og hafi eitthvað komið fyrir farkost þeirra er þau komu upp á grynningarnar. Þau hafi þá öslað i land, en talið þann kost vænstan að láta litið fyrir sér fara unz þau væru komin á þurrt. önnur tilgáta er sú, að hér hafi verið um missýningu að ræða og fé hafi verið á ferð, en það er stundum á beit á hólmum fram undan Leirvogstungu, en veður i land, þegar fellur að. Við leitina sást til barna i fjör- unni fram undan sumar- bústaðnum Vogi. Lögreglumenn fóru þangaö og fundu þar börn að smiða sér fleka til siglinga á voginum. Hættan þvi samfara var skýrð fyrir þeim og endi bundinn á flekasmiðina. Fólk búsett við voginn sagöi VIsi að oft væri glannalega fariö við voginn, og hefði þvi ekki komið á óvart, þótt til slyss kynni að koma. Einnig mun það vera nokkuð áberandi, er þétt- byiisbúar flytja þarna út i „sveitina”, að þeir telji sig ekki þurfa að fylgjast þar náið með ferðum barna sinna. — SHH

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.