Vísir - 10.07.1975, Side 2

Vísir - 10.07.1975, Side 2
2 risusm-- Eigum viö að vera meira á varð- bergi gagnvart útlendingum? Guömunda Petersen, húsmóðir: — Eg er ekki minnstu vitund hrædd við ásókn útlendinga hing- að. Við eigum bara að passa okk- ur og tslendingar eiga sjálfir að vera fyrirmyndin, bæði hvað snertir umgengni við náungann og landið. Karl S. Karlsson, sjómaður: — Nei, það held ég nú ekki, enda þótt við vitum i rauninni ákaflega litið um það hvað þeir eru að gera meðan þeir dveljast á íslandi. Umgengni þeirra er og sizt verri en okkar sjálfra. Kolbrún Gisladóttir, afgreiöslu- stúlka: — Já, mér finnst nauðsyn- legt að við fylgjumst betur með þeim en gert er. Ég hef sjálf ekki séð annað en þeir gangi vel um og séu almennilegir, en það skaðar ekki aö vera varkár. Helgi Glslason, bilstjóri: — Nei, það held ég ekki. Hins vegar eig- um við að gæta þess að engin spjöll verði á landinu af þeirra völdum. Reyndar mættu nú ts- lendingar sjálfir passa sig i þeim efnum. Kristinn Kristvarðsson, kaup- maður:— Nei, þetta er yfirleitt gott fólk sem kemur hingað. Við eigum einmitt að rétta þeim frek- ari hjálparhönd en gert er. Að minu viti ganga þeir betur um landið en tslendingar sjálfir. Ásdis Kristinsdóttir, hUsmóðir: — Ég hef ekkert á móti þvi að ferða- mönnum hingað f jölgi og hef eng- ar áhyggjur af umgengni þeirra. Visir. Fimmtudagur 10. júii 1975. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Ellilífeyrisþegar þurfa alltaf að bíða eftir hœkkun H.J. hringdi: „Það er einkennilegt af yfir- völdum að láta ellilifeyrisþega alltaf biða 2—3 mánuði eftir uppbótum á ellistyrkjum eftir að allir aðrir launþegar eru búnir að fá sitt, Þetta er þó fólkið, sem minnst hefur, og það þarf að vita hvemig það stendur rétt eins og aðrir. Móðir min ætlar t.d. að fara að láta dytta að húsinu sinu svona eins og gengur. Sumarið er stutt og hún ætlaði m.a. að láta mála gluggana. Það má kannski segja að ekki muni mikið um þessar fáu krónur i viðbót, sem hún kemur til með að fá, en hún hefði þurft að fá þær strax rétt eins og hinir. Eða eru það kannski einhverjir, sem vilja biða með að fá greidd sin réttmætu laun? Svo er annað. Það er ekki nema fyrir hraust fólk að fara i Tryggingastofnunina á fyrsta degi, sem ellilaunin eru greidd út. Sizt er það fyrir gamal- menni. Maður má þakka fyrir að vera ekki troðinn undir. Ef einhverjum dettur i hug að spyrja af hverju endilega sé þá farið á fyrsta degi, er svarið það, að það er þörf fyrir pening- ana. Það er heldur ekki nógu gott að treysta á giróþjónustuna i þessu tilfelli. Gjaldeyrír afhentur þrem dögum fyrír brottför ... — nema hitt sé á einhvern elskulegan Ein, sem er að fara til Kanada, hringdi: „Það er eitt, sem mig langar að vita i sambandi við bankana, og það er hvernig stendur á þvi að laugardagur er talinn virkur dagur, þótt mörg ár séu siðan allir bankar eru lokaðir á þeim herrans degi. Eru þetta einhver lög og hvaða tilgangi þjóna þau? Ég spyr út af þvi að ég fæ yfirfærðan gjaldeyri til Kanadaferðarinnar, eins og lög gera ráð fyrir. Þess vegna fór ég i Útvegsbankann og sýndi til- heyrandi pappira upp á það, að ég væri á förum til Kanada. Allt var I lagi og svo spurði ég hve- nær ég mætti ná i gjaldeyri minn. Þrem dögum fyrir brott- för var svarið. Jæja, ég sætti mig við þetta þó að þetta kæmi sér illa. En á leið minni upp Laugaveginn hitti ég kunningja minn, sem lika var að sækja um gjaldeyri til vesturfarar. Hann sagðist hafa hitt elskulega stúlku i Landsbankanum, sem hefði sagt sér að hann gæti sótt sinn gjaldeyri 5—6 dögum fyrir brottför. Ég vil taka það fram að það eru ferðatékkar sem maður fær. Nú, þar sem það kom sér bet- ur fyrir mig að fá gjaldeyrinn á föstudegi frekar en á mánudegi (flugvél min fer á miðvikudegi) þá hringdi ég i Útvegsbankann, þar sem mér var kurteislega sagt að reglan væri 3 dagar og laugardagur teldist virkur dag- ur. Hins vegar gæti ég reynt að koma niður eftir á föstudag, það færi eftir þvi hvern ég hitti hvort ég fengi afhentan gjaldeyrinn (?). Það hlýtur að verða mikil ör- tröð i bönkunum þessa þrjá daga fyrir brottför, þegar 1200 manns, sem ætla utan, koma og ná i gjaldeyrinn. Nema auðvitað að þeir fari fyrr og hitti á ein- hverja elskulega.” „GEFiÐ MERKI, VIÐ SKULUM VÍKJA" 7877-8083 skrifar: „Ihverri bifreið er fyrir hendi stefnuljósaútbúnaður, sem nota á til þess að gefa til kynna til hvorrar handar maður ætlar að beygja á ökutækinu. Þessi út- búnaður verður að vera ,,i lagi”, þvi annars fæst bifreiðin ( ökutækið) ekki skoðað af bifreiðaeftirliti rikisins. Allt of oft verður maður var við að ökumenn nota þessi ljós- merki alls ekki.eðaþá það seint, að sá, sem á eftir ekur, fær ekki að vita um stefnubreytingu hins fyrr en hann beygir og setur þá stefnuljósið á um leiö. Að sjálfsögðu eru þessi stefnuljós ætluð til þess að gefa til kynna hvað ætlunin er að gera, en ekki til þess að sýna hvað verið er að gera. Sem sagt: „QUO VADÍS” / hvert ætlarðu? Einstaka bifreiðastjórar eru það hugulsamir að gefa stefnu- ljóstimanlega um þaðsem þeir hafa ihyggju að gera, og er það til mikilla þæginda i umferð- inni. Eftir þvi sem hraðar er ek- ið þarf að sýna þetta fyrr en þegar hægar er ekið. Islenzkir bifreiðastjórar, sem ekið hafa erlendis, komast strax I kynni við umferðarmenningu þá, sem þar er rikjandi* og lipurð þá sem ökumenn sýna hvorir öðrum i umferðinni. t stórborgum og nágrenni þeirra er alls ekki hægt að komast áfram, nema fullt tillit sé tekið til annarra ökumanna i umferð- inni. Þetta vill þvi miður oft vanta hér heima, þvi þótt Islendingar séu yfirleitt góðir ökumenn og öruggir, þá skortir marga nauð- synlega tilhliðrunarsemi og um leið umferðarmenningu. Úr þvi farið er að tala um bif- reiðaakstur á annað borð, get ég ekki stillt mig um að minnast á, hve illa bifreiðum er oft lagt við stööumæla og gangstéttir. Það væri ekki svo vitlaust að fella inn i ökuprófið að prófþegi sýndi leikni sina i þvi að leggja bifreið við gangstétt (milli bifr.). Þetta er æft með öku- kennurum viða erlendis og er einn liður prófsins. Og svo að lokum þetta: Hafa malarflutningabilarnir, sem aka eftir Vesturlandsvegi, ein- hver sérréttindi að mega aka á yfir 100 km hraða, og hvenær ætla OLÍUBÍLARNIR að hætta þessum kappakstri við KÚNN- ANA og að ata þá AUR OG SKIT? í Bandarikjunum er stundum málað aftan á oliubilana: Gefið merki, við skulum vikja. Mér datt þetta (svona) i hug.”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.