Vísir - 10.07.1975, Síða 3

Vísir - 10.07.1975, Síða 3
Vlsir. Fimmtudagur 10. júli 1975. 3 „Maður hefur samvizkubit ytir því að vera sólarmegin í lífinu" -spjallað við séra Bernharð Guðmundsson, sem starfað hefur í tœp þrjú ár í Eþíópíu „Það er mikil reynsla að fylgjast með þjóð i deiglu nýrra tima og ég finn þegar hingað er komið, hve mikil spenna liggur i loftinu I Adis Ababa miðað við hér á landi,” sagði séra Bern- harður Guðmundsson, sem starfað hefur við fjöimiðlastöð i höfuðborg Eþiópiu á vegum kirkjunnar. En Bernharður er staddur hér I sumarfrii. ,,í Eþiópiu er mikill munur á rikum og fátækum. Þar er ólýsanleg örbirgð og ungbarna- dauði er mjög algengur eða um 50% allra barna deyja áður en þau ná tveggja ára aldri,” sagði Bernharður. ,,NU er kvennaár og i þvi sam- bandi er mikið talað um frelsi konunnar. 1 Eþiópiu eru konur mjög lágt skrifaðar. Þær eru t.d. aðal burðardýrin ásamt ösnum. Það þykir nefnilega ósæmilegt fyrir karlmenn að bera þungar byrðar. Oft má sjá konu með þungt viðarknippi á bakinu, en á eftir dólar eigin- maðurinn með asna I eftirdragi, sem ber sömu byrðar og eigin- konan er með á bakinu. Hjónabönd eru yfirleitt mjög laus i reipunum og mikið um það, að eiginmaðurinn yfirgefi konu og börn. Þá hefur konan þrjá möguleika til að framfleyta sér og börnum sinum. Ef hún er falleg þá getur hún gerzt vændiskona, annars gerist hún vinnukona eða burðarkona. Vændi er geysimikið stundað. En nú fer fram mikið umbóta- starf á vegum ýmissa innlendra og erlendra kvennasamtaka, sem er fólgið i að endurhæfa vændiskonur. Þeim er kenndur einhvers konar iðnaður til dæm- is að búa til sultu. Réttaröryggi er litið i landinu. Til dæmis varð einn islenzkur kunningi minn valdur að um- ferðaróhappi. Hann varð að koma átta sinnum fyrir rétt, þvi að hann vildi ekki múta vörðum laganna, sem er mjög algengt til að losna við ýmis óþægindi. Ég held að við íslendingar gætum lært mikið af Eþióp- um”, hélt Bernharður áfram. „Til dæmis er hugtakið einmanaleiki ekki til I máli þeirra, þvi samhjálp er mikil. Fátækur Eþiópiubúi, sem hyggst flytja til borgarinnar I atvinnuleit, getur flutt beint tii ættingja sinna ef hann á ein- hverja þar, og þeir miðla honum af sinu svo lengi, sem nokkuð er til. Svo við komum inn á fjölmiðl- ana, þar eð ég starfa við einn slikan, þá fannst mér mjög merkilegt að fylgjast með þvi, hvemig herstjórnin gróf undan virðingu og valdi keisarans og fjölskyldu hans með hjálp fjöl- miðla. Meðal annars komu þeir fyrir sjónvarpstækjum á viða- vangi og hvöttu fólk til að horfa á tækið á ákveðnum degi. Þar sýndu þeir heimildarmynd um hungursneyðina, sem BBC hafði gert, en höfðu klippt myndina til áður eftir eigin höfði. Sýndu þeir til dæmis þegar kona skreiddist að uppþornuðu vantsbóli, en dó svo að segja á staðnum, þar eð ekkert vatn var að fá. Strax á eftir sýndu þeir mynd úr keisarahöllinni, þar sem kampavinið flaut i stórum stil. Þeir sýndu barn vera að borða skordýr, en rétt á eftir sást mynd, þar sem keisarinn var að fæða hunda sina á ýmsu góðgæti af silfurdiski. „Oft er maður með sam- vizkubit yfir þvi, hve misskipt- ing gæðanna er mikil og að maður sjálfur er sólarmegin i lifinu,” sagði Bernharður. „Að lokum vildi ég segja þetta, að allir sem koma til þriðja heimsins ættu að hafa i huga, að maður er ekki þangað kominn til að gefa aðeins sjálfur heldur lika til að taka á móti, þvi að þessar þjóðir hafa riku- lega aflögu hvað snertir ýmis svið mannlegs lifs.” — HE. Séra Bernharöur Guðmunds- son. Kúlurnar ekki taldar í tengslum við beinagrindina „Lokaskýrslu fáum við væntanlega I dag eða á morg- un”, sagði Magnús Eggertsson, yfirlögregluþjónn rannsóknar- iögreglunnar, þegar við höfðum samband við hann i morgun. Talið er, að beinagrindin sé af karlmanni, liklega um fertugt. Fjórir menn hurfu sporlaust á árunum 1951-1955 og gæti hann verið einn þeirra. Skammbyssukúlurnar tvær, sem fundusti gröfinni, eru tald- ar vera frá striðsárunum, þegar skotæfingar áttu sér stað á svæðinu, en standa ekki i sam- bandi við dauða viðkomandi manns. Um 20 manns hafa horfið frá þvi á árinu 1951, en lögreglan telur ástæðu til að ætla, að þetta hafi gerztá fyrrgreindum tima, árunum 1951-1955. — EA Skoðuðu stofnanir og veiddu Borgarfulltrúar Moskvuborg- ar, þeir N.J. Sytchew og B.V. Pokarshevskij, sem hér eru i boði borgarst jórnar Reykjavikur, hafa nú skoðað ýmsar borgar- stofnanir og fyrirtæki rekin á vegum borgarinnar eins og Bæjarútgerðina og Dælustöð hita- veitunnar að Reykjum. Einnig var áburðarverksmiðjan skoðuð. Gestirnir renndu fyrir lax i Elliðaánum og fengu þrjá væna laxa. Fariö var með þá upp I Breið- holt og fjölbýlishús skoðuð. Þá þrjá laxa var þeim boðið inn i eina ibúðina, en fulltrúarnir sýndu mikinn áhuga á aö kynna sér islenzk hibýli. Farið var i ferðalag út fyrir borgarmörkin m.a. að Gullfossi og Geysi og til Akraness. Borgarfulltrúarnir frá Moskvu- borg voru með þessari heimsókn sinni að endurgjalda för reykviskra borgarfulltrúa til Moskvu, sem þar dvöldust i októ- ber siðast liðnum i boði borgar- stjórnar Moskvuborgar. — HE. Fyrir utan Arbæjarsafnið taliö frá vinstri: Sigurjón Pétursson borgar- fulitrúi, B.V. Pokarshevskij, N.J. Sytchew, Björg Bjarnadóttir, sem vinnur við Arbæjarsafnið, og Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri. Ætla að halda sig við yfirlýsingu til ■ r xm r •••■ |« Nóttúruverndar sloðir nema a joklmum ■«. Frakkarnir eru nú búnir að koma hérna og lýsa þvi yfir, að þeir hafi aidrei hugsað sér að aka utan islenzkra vega, heldur aðeins að reyna véihjólin á islenzkum jöklum. Þetta sagði Arni Reynisson i Náttúruverndarráði, en mikið hefur verið rætt um komu Frakk- anna fimm, sem komu um helg- ina og að þeir hafi ætlað sér að taka auglýsingakvikmynd hér. „Það hefði jafnvel getað gefið al- ranga hugmynd af þvi, sem Kvartmíluklúbburinn 1 frétt um kvartmiluklúbbinn i blaðinu i fyrradag var vegna mis- skilnings sagt, að varaformaður klúbbsins væri ólafur Vilhjálms- son. Varaformaðurinn er Sigurð- ur Jakobsson. ætlazt er til af fólki, sem ferðast um óbyggðir Islands”, sagði Arni. Frakkarnir hafa aðeins fræöslumynd i huga og er það til dæmis afar vinsælt hjá frönskum æskulýðsklúbbum að fá menn til að segja frá ferðum sinum. Ami vildi leggja áherzlu á, að það er hægara sagt en gert i óbyggðum, þar sem hver og einn er með sinn jeppa, að ráða við það vandamál, sem hlytist af akstri utan vega. I lögum Náttúruverndarráðs segir að setja skuli sérstakar reglur um akstur ökutækja og umgengni ferðamanna i óbyggð- um, þar á meðal um merkingu bilaslóða. Er ráðinu skylt aö banna allan óþarfa akstur utan vega og merktra slóða, þar sem náttúruspjöll geta hlotizt af. — EVI. Þannig getur landið farið undan tillitsiausum akstri i óbyggðum. VERÐSÝNISHORN: Kaffi ALMENN1 VERO VIÐIS KR. 118.00 VERÐ KR. PAKKINN PAKKINN 00 ÁVAXTA ALMENNT VERO 2 I KR. 613.00 112 I KR. 485.00 VÍÐIS VERÐ KR. 387.00 2 I 316.00 11/2I Djus gpM VÍÐIS VERÐ KR. Egg 350.00/KG SUMIR VERZLA DYRT — VERZLUNIN VÍÐIR AÐRIR VERZLA HJA OKKUR STARMÝRI 2

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.