Tíminn - 08.10.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.10.1966, Blaðsíða 8
8 tinar Bogason frá Hringsdal í dag er borinn til moldar mað- ur, sem um langt skeið setti svip á byggðina við Arnarfjörð vestan- verðan. Það er Einar Bogason, l'vrrum bóndi í Hringsdal í Ketil- dölum. Einar var fæddur í Hringsdal 11. janúar 1881, og var því meir en hálfniræður, er hann lézt 4. þ. m. Faðir hans var Bogi Gíslason bóndi í Hringsdal, en þeir Hrings- dalsbræður, Bogi og Einar, voru framfaramenn miklir á þeirri tíð, hugkvæmir og atorkusamir. Faðir Boga var Gísli bóndi í Selárdal, Árnason hreppstjóra á Neðrabæ í Selárdal Gíslasonar prests í Sel árdal, Einarssonar. Var séra Gísli talinn með fremstu prestum vestra á fyrri hlula 19. aldar. Kona hans var Kagnheiður Bogadóttir úr, Hrappsey, föðursystir Boga Bene- diktssonar fræðimanns á Staðar- felli. Móðir Einars Bogasonar var fyrri kona Boga í Hringsdal, Ragn heiður Árnadóttir bónda á Ösku- brekku, Árnasonar á Neðrabæ, Gíslasonar prests. Ömmur Einars Bogasonar voru systur: Þórunn kona Gísla í Selárdal og Jóhanna kona Áma • á Öskubrekku, dætur séra Einars í Selárdal, Gíslasonar prests, en kona séra Einars var Ragnhildur Jónsdóttir frá Suður- eyri i Tálknafirði, systir Þorleifs kaupmanns á Bíldudal, komin af einum hinna nafnkunnu Sellátra- bræðra. Er skammt að leita margra góðra kosta í þessum ættr um. Einar var fimm ára, þegar hann missti móður sína, en faðir hans kvæntist aftur ekki löngu síðar og gekk að eiga Kristínu Árnadóttur, systur fyrri konunnar. Ólst Einar upp hjá þeim til fullorðinsára. Það kom snemma í Ijós, að Einar Bogason var greindur og bókhneigður. Hann fór í Möðru vaílarskóla 19 ára gamall, var þar tvo vetur og lauk gagnfræðaprófi 1902 með góðum vitnisburði, eink um í stærðfræði. Faðir Einars andaðist sumarið eftir og tók hann þá við búsfor- ráðum með stjúpu sinni, 21 árs gamall, en sjálfur er hann talinn fyrir búinu frá 1906. Hann kvænt- ist Sigrúnu Bjarnadóttur 26. des. 1908. Hún var ættuð þaðan úr sveitinni, dóttir Bjarna Jónssonar á Fremri-Uppsölum og Guðrúnar Jónsdóttur konu hans, en Guðrún átti ætt sína að telja til eins af Sellátrabræðrum. Sigrún var greind kona og vel verki farin, prýðilega hagmælt, þótt hún léti ekki mikið á þvi bera, hlédræg nokkuð, en reyndist ágæt húsmóð- ir, stjórnsöm og umhyggjusöm. Þurfti á því að halda, því að Hringdalsheimilið var stórt á þeim árum, börnin átta að tölu, vinnu- fólk fleira eða færra og aldraðir ættingjar. — Þessi átta börn eru fyrir löngu orðin sjálfstæðir borg- arar og hafa þegar lagt fram mikið starf til uppbyggingar þjóðfélag- inu. Þau eru 1) Lilja, ekkja Hall- dórs Steinsens læknis, 2) Arndís hjúkrunarkona, gift Einari Bjarna syni loftskeytamanni, 3) Guðrún hjúkrunarkona, 4) Bogi, skipstjóri á Herjólfi, kvæntur Valgerði Guð- björnsdóttur, 5) Svava, gift Lud- vig Storr aðalræðismanni, 6) Hulda, gift Kristmanni Hjörleifs- syni bókara, 7) Ásdís, gift Erni Steinssyni vélstjóra á Reykjum, og 8) Lára gift Sveini Einarssyni veiðistjóra, öll búsett í Reykjavik nema Ásdís. Hefur barnalán þeirra Ilringsdalshjóna orðið mikið. Þótt Einar Bogason hefði löng- um töluvert bú í Hringsdal og stundaði jafnframt sjó, væri meira að segja formaður á þiljubát, og þætti röskur maður til verka, þótt sérstaklega væri á orð haft, hve ágætur sláttumaður hann væri, — þá mun þó hugur hans oft hafa leitað annarra viðfangseína en þeirra, sem búskapnum voru bein- línis nauðsynleg. Stærðfræði var yndi hans. í þeirri grein varð hann svo vel að sér, að nær ein- stakt má kalla af bónda, er ekki hafði notið skólavistar nema tvö ár á unglingaskóla. Er enginn efi, að í Einari bjó mikill stærðfræð- ingur, þótt sá hæfileiki hans fengi aldrei færi á að njóta sín. Hann hefði sómt sér vel sem stærðfræði- kennari við háskóla, ef honum hefði gefizt kostur að búa sig und- ir það starf. Og það gerði hann sér til gamans að færa stærðfræði- reglur margar í hendingar, enda taldi hann, að þær gætu þá orðið mönnum léttari til náms og minn- is, og hefur oft orðið sú raunin á. Einar tók mikinn þátt í félags- málum, Hann átti sæti í hrepps nefnd í tvo áratugi og var for maður skólanefndar í svipaðan tíma. Hann var lengi trúnaðarmað ur Búnaðarfélags íslands, endiu- skoðandi kaupfélags, forðagæzm maður og fleira Hann fluttis’ ti) Reykjavíkur 1944 og átti þar heima síðan. Þar lézt Sigrún kona hans fyrir rúmu ári (9. maí 1965). Klæöningar rökuro að okKur ktæðning ar og viðgerðir a tiéverki a bólstruðum húsgögnum Gerum einnig tilboð i við hald og endurnýiun á sæt um i kvikmyndahúsuro té lagsheimilum aætlunarbií reiðum og öðrum bifreið um 1 Revkjavík og nær sveitum Húsgagnavinnudofa ^jarna og Samúels, Efstasundi 21, Reykjavík •Imi 33-6-13. TÍMINN LAUGARDAGUR 8. október 1966. Sigríður GuBmundsdóttir frá VodBnúlastödiBm í dag er lögð til hinztu hvíldar frú Sigríður Guðmundsdóttir frá Voðmúlstöðum. Hún andaðist laugardaginn 1. október s. 1. á sjúkrahúsinu á Selfossi eftir fárra daga dvöl þar. Sigríður var fædd að Voðmúla- staðarhjáleigu 6. maí 1880 og var því liðlega 86 ára, er hún lézt. Já, nú er hún elsku frænka mín farin, varð mér að orði, þegar ég heyrði andlátsfregn hennar. Ég sat lengi hljóður og horfði langt inn í liðinn tíma. Tíma, sem er heilstór minningaheimur, sem ég og hundruð annarra manna munu geyma um þessa heilsteyptu tryggu og traustu konu, sem nú hafði gengið sín síðustu spor í þessum mannlega heimi. Stórt skarð er höggvið, sem fáir munu fylla og enginn eins og hún, því að hún var lifandi brunnur þeirrar lífsins speki, sem hverri kynslóð er hollt að hafa hlustað á og nema af, svo að lífið og tilveran verði ekki einn iðan^i erill í tilgangs- leysi um allt og ekkert. Her var kona, sem kenndi mér og þér að meta það líf, sem oss er gefið. Hún sagði, Æðrizt ekki. Berið byrðar þessá heims með ró og stillingu. Þokið burtu þunglyndi úr sálum yðar, þá mun lífið hvar- vetna brosa við oss. Við finnum hjartað fyllast gleði og allt verður svo dzrðlegt, sem einn sólskins- blettur í heiði. Já, þannig lifa og kenna þeir, sem gaeddir eru jafn góðri lyndiseinkunn og hún Sigríð ur frá Voðmúlastöðum. Árið 1904 fluttist Sigríður úr foreldrahúsum. Giftist það ár Kristjáni Böðvarssyni frá Þorleifs stöðum á Rangárvölium og byrj- uðu þau búskap að Garðaaukahjá leigu í Hvolhreppi. Árið 1909 flutt ust þau að Voðmúlastöðum. Áreið anlega með lítil efni, en með óbil- andi vilja og þor til þess að gera það bezta, sem hægt var á hverj- um tíma. En sagan gerist stundum ekki öll, eina sólbjarta sumarnótt, og svo fór hér. Því að vorið 1921 var lagt út í það mikla fyrirtæki að rífa bæinn á Voðmúlastöðum og átti að byggja betri í staðinn, en rétt í því að hann var niður- rifinn veiktist Kristján af lungna- bólgu og dó eftir skamma legu. Hvílík hörmung. Hvílik raun. Hver mun ekki nærri örmagnast af slíkri eldraun. Horfið,- og hugsið með mér þessa hörmungastund í lífi henn- ar Sigríðar frá Voðmúlastöðum. Fjögur börn sín hafði hún misst ung. Nú var eiginmaðurinn dáinn og börnin hennar átta, sem á lífi voru (það elzta 15 ára) búin að missa föður sinn. Hér höfðu brostið bjartar vonir, sem enginn getur skilið né skýrt, sem ekki hefur sjálfur lifað þ í lík ógurleg augnablik. En hér v.r kona, sem æðrast ekki. Áfrarn var haldið. Bærinn var byggður o1? börnin ól hún upp og að auki tvær fósturdætur, sem elskufnt hana jafnvel meira heldur en þó hún hefði verið þeirra eigin móð- ir. Sigur er áreiðanlega þetta mann líf, þegar staðið er svona í stöð- unni. Síðustu æviárin dvaldi Sigríður heitin hjá fósturdóttur sinni, Sig- ríði Guðjónsdóttur og manni henn ar Ágústi Valmundarsyni. Var hún þá aftur komin á æskustað- inn, þar sem hún sá fyrstu morg- unskímuna í þessum mannanna heimi. Hún undi vel hag sínum til síðasta dags enda ávallt bros- mild og hýr og sí bætandi, hvar sem því var við komið. Því er bærinn tómur. Já, svo tómur, að ég segi það engum, sagði fósturdóttir hennar um leið og augun fyiltust tárum af sárum söknuði að sjá hana ekki lengur sitja á rúminu sínu. Já, við sökn- um öll með sárum harmi. En þökk um góðum Guði fyrir að við skyld um hafa átt samleið með svo góðri og göfugri konu sem hún Sigríður frá Voðmúlastöðum var. Ekki hvað sízt okkur systkinunum og mömmu sem lofar hennar vináttu, sem eitt af því fegursta og bezta, sem hún hefur átt í þessu lífi, því svo björt og hlý var hún, að þar munu gróa græðandi blóm og geislandi sál fær að skína. Og nú ertu komin heim. Helm til sóllanda fegri, þar sem almætt- ið ríkir og eilífðin skín. Blessuð sé minning þín. K.C. Kristófer Jóhannesson Finnmörk Kristófer Jóhannesson, fyrrum bóndi á Finnmörk í V.-Húnavatns- sýslu andaðist í sjúkrahúsinu á Hvammstanga 15. sept. s. 1. Hann fæddist á Finnmörk 30. nóvember 1893, elztur af börnum hjónanna Þuríðar Jóhannesdóttur og Jóhannesar Kristóferssonar, er bjuggu á Fremri-Fitjum. Kristó- fer ólst upp hjá foreldrum sínum, og vann á búi þeirra alla tíð þar til hann kvæntist Jónínu Árna- dóttur frá Neðri-Fitjum, 12. maí 1928. Fyrsta hjúskaparárið bjuggu þau á Þóreyjarnúpi, en fluttust 1929 að Barkarstaðaseli og bjuggu þar sem leiguliðar í 10 ár. Þar er nú ekki búið, en landið nytjað j með heimajörðinni, Barkarstöðum! Iðulega sagði Einar til ung- lingum, enda þótti honum gaman að fræða' aðra. En á eigmlegri kennslu byrjaði hann þó ekki fyrr en 1941, sextugur að aldri, en þá var hann tvo vetur far- kennari í sveit sinni. Seinna (1946- 51) var hann barnakennar) undir Vestur-Eyjafjöllum. Hann lagði, mikla alúð við starf sitt og lét sér annt um, að börnin hafðu not al '^lagöngunni. Einar var jafnan glaður maður að hitta og góður heim að sækja. Hann var léttur i rnáli og bar skyn á margt. fróður og ^tálminn- ugur. Hann var tengdur sveil sinni og sögu og lífsbaráttu fólks ins þar traustum böndum. Um þá hluti þótti honum gott að tala. Eftir að hann fluttist suður, gafst Árið 1939 fluttist Kristófer með fjölskyldu sína að Finnmörk, keypti þá jörð og bjó þar uns sonur hans tók þar við búi fyrir nokkrum árum. Börn þeirra Kristófers og Jón- ínu eru fimm: Jóhanna, í Hafnar- firði, Erla, búsett í Reykjavík, Jóhannes, bóndi á Finnmörk, Sig- ríður Árný, húsfreyja á Bergs- stöðum í Miðfirði, og Gunnar, heima á Finnmörk. — Öll. börn þeirra Finnmerkurhjóna eru mynd arlegt dugnaðarfólk. Jarðnæðið, sem þau Kristófer og Jónína höfðu yfir að ráða, var ekki þannig að þau gætu rekið jstórt bú En búrekstur þeirra var !i ágætu lagi, búið gagnsamt og honum betra tóm en áður til fræði starfa. Safnaði hann ýmsum fróð- leik, meðal annars í ættfræði Hann birti nokkrar greinir, þar á meðal fróðlega ritgerð um séra Pál lærða í Selárdal og þilskipa* útgerð hans, en séra Páll var brautryðjandi á því sviði. Einar Bogason var ættrækinn maður og vinfastur. Trygglyndi hans í garð vma sinna kom fram í mörgu. Það er því ekki að undra, að þeim þykir skarð fyrir skildi við fráfall hans, þótt hann væri orðinn aldurhniginn og hefði innt af höndum mikið og gott ævi- starf. Tilveran er fátæklegri en áður. Hún hefur misst sterkan sérkennilegan drátt úr svip sínum. Ólafur Þ. Kristjánsson, afkoma heimilisins góð. Búskapar- tími þeirra hjóna var að mestu fyrir daga þeirra stórvirku véla, sem nú létta mönnum verkin, en bæði voru þau dugleg, lögðu sig ?el fram og luku góðu starfi. Síðustu missirin, sem Kristófer lifði, var hann í sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Hann hafði lamast svo að hann ’átti örðugt með að gera sig skiljanlegan. Þetta voru þrautatímar í lífi hans. Hans góða kona var löngum hjá honum í sjúkrahúsinu, til þess að gera hon um bærilegri dvölina þar. Jarðarför Kristófers heitins fór fram að Melstað þriðjudaginn 27. sept. s. 1. Þrátt fyrir annir haust- daganna var margt fólk við út för hans. Skúli Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.