Vísir - 15.12.1975, Síða 1

Vísir - 15.12.1975, Síða 1
r FYRRUM RITSTJÓRAR VÍSIS Einar Gunnarsson var stofnandi Vísis, og fyrsti ritstjórinn. Starfs- ferill hans á Visi var frá 14. des- ember 1910 fram i byrjun septem- ber 1914. Þá seldi hann blaðið. Páll Steingrlmsson tók við af Jakobi Möller. Páll var ritstjóri til 31. marz 1938. Meðan Páll var ritstjóri, var Visir þrlvegis stækkaður. Gunnar Sigurðsson keypti Visi.og var ritstjóri og eigandi I rúmt hálft ár, eða fram til mailoka 1915. Þá seldi Gúnnar Visi hluta- félagi sem var sérstaklega stofn- að til útgáfu blaðsins. Kristján Guölaugsson varð rit- stjóri 1. april 1938, og gegndi þvi starfi til 13. janúar 1953. 1 rit- stjórnartlð hans rétti Visir mikið við f járhagslega. Jakob Möllervarð ritstjóri 1. júli 1915, og gegndi starfinu til 7. júni 1924. Meðan hann var ritstjóri var hann m.a. kosinn á þing. Jónas Kristjánsson tók við af Gunnari 1. sept. 1966, og starfaði við Vísi fram f byrjun ágústmán- aðar á þessu ári. Jónas átti stærstan þátt i að móta Visi i nú- verandi form. Hjörtur Hjartarson var ekki rit- stjóri við Visi nema i hálfan mán- uð. Hann tók við af Gunnari Sig- urðssyni 1. april 1915, en lést 15 dögum siðar. Hersteinn Pálsson sonur Páls Steingrímssonar, hafði verið að- stoðarritstjóri hjá Kristjáni. Hann tók við þegar Kristján hætti, og gegndi stöðu ritstjóra allt framl mai 1963. Andrés Björnsson tók við rit- stjórn Visis eftir lát Hjartar Hjartarsonar. Andrés stóð stutt við, eða fram til 1. júli sama ár. Gunnar G. Schram varð ritstjóri við hlið Hersteins 1961. Eftir að Hersteinn hætti gegndi Gunnar stöðu ritstjóra til 1. september 1966. y Visir leitaði til þeirra fjögurra fyrrverandi ritstjóra Visis, sem nú eru á lifi og bað þá að segja nokkur orð i tilefni 65 ára afmælis blaðsins. Tveir þeirra, Gunnar G. Schram og Kristján Guðlaugsson urðu við þessari beiðni, en þeir Jónas Kristjánsson og Hersteinn Pálsson gátu ekki svarað vegna anna. „Starfstiminn var langur, en hvíldartími stuttur" Kristján Guðlaugsson var rit- stjóri Visis I nær 16 ár, eða frá 1938 til 1953. Kristján er nú stjórnarformaður Loftleiöa. Hann sagöi þetta: ,,Er ég gerðist ritstjóri VIsis var hag blaðsins svo illa komið að ekki var þvf spáð langra lifdaga. Nokkrar tilraunir höfðu verið gerðar i þvl augnamiði að rétta við hag blaðsins fjárhagslega, en höfðu lítinn sem engan árangur borið. Skuldir voru miklar, skrif- stofa engin og önnur vinnuskil- yrði eftir því. Starfsmenn við ritstjórn blaðs- ins voru Hersteinn Pálsson, siðar ritstjóri og Axel Thorsteinson rit- höfundur, sem jafnframt hafði önnur störf með höndum. Tvö herbergi fengust leigð fyrir rit- stjórnina að Hverfisgötu 12 og þangað var afgreiðsla blaðsins flutt I viðbyggingu tengdri húsi Félagsprentsmiðjunnar, sem annaðist prentun blaðsins. Starfstimi var langur en hvlldartími stuttur lengst af, en smátt og smátt tókst þó að bæta starfræksluna með batnandi fjárhag. Skuldir blaðsins voru að fullu greiddar á fyrstu tveimur árunum og úr þvi var blaðið rekið með hagnaði. Aðstaða við blaðið var að ýmsu leyti erfið og oft þurfti að sigla milli skers og báru. Tókst þó að móta sjálfstæða og frjálslynda stefnu blaðsins, sem var misjafn- lega séð eins og gengur. Taldi ég starfsöryggi ekki mikið við blaðið og rak þvl jafnframt málflutning, semkom I góðar þarfir. Að lokum óska ég Visis svo velfarnaðar.” A nýsköpunartíma GUnnar G. Schram, prófessor sagði þetta: „Dagblað er spegill timans. Það varðveitir augnablikið, sem aldrei kemur aftur. Það er sjónarsvið sögunnar I mótun og, ef vel tekst til, dýrmæt heimild um mannlíf og menningu áranna sem eitt sinn voru. A þessum timamótum I sögu elztadagblaðs landsins er um það spurt hvað hæst beri, þegar litið er um öxl. Ég á auðvelt með að svara þeirri spurningu. Það eru fyrstu árin af þeim fimm, sem ég gegndi störfum sem ritstjóri VIs- is. Þau voru timi mikilla breyt- inga og atburða i sögu blaðsins. Skömmu eftir að ég tók við rit- stjórastarfi var ákveðið að stækka blaðið um helming og breyta efni þess og útliti i sam- ræmi við kröfur nýs tíma. Nýir blaðamenn voru ráðnir og ýmsir þjóðkunnir menn fengnir til náins samstarfs við ritstjórnina, sem skrifuðu að staðaldri greinar i blaðið. Jafnframt þessu réðst útgáfu- stjórn VIsis i það stórvirki að koma I fyrsta sinn upp eigin prentsmiðju. Þessar fram- kvæmdir áttu sér allar stað á tiltölulega skömmum tima og höfðu vitanlega verulegar fjárhagsbyrðar I för með sér fyrir blaðið. Róðurinn var því þungur um hrfð. Og við bættist stofnun nýs slðdegisblaðs, sem höfðaði til sama lesendahóps og Visir — rétt eins og nú gerist. En árangur þessara fram- kvæmda lét ekki á sér standa. Svar lesenda var meir en tvöföld- un upplags blaðsins á skömmum tima, og greinilegra gat það varla verið. Minnisstæðastur er mér frá þessum tima einstakur dugnaður og ósérhlifni blaða- mannanna og annars starfsliðs, sem að þessum verkum stóðu. öllum var þeim ljóst að til nokk- urs var að vinna. Dagblað stekk- ur ekki fyrirhafnarlaust út úr prentvélinni i fang lesenda sinna, allra slst dagblað, sem ekki vill láta sér nægja að reka lestina. Enn er að finna i hópi blaða- manna og annars starfsliðs Visis suma þeirra, sem þátt tóku i þessum nýsköpunartima. Aðrir yrkja sinn garð á grannbýlunum, eins og gengur. En jafnvel I aug- um þeirra, sem að mestu hafa siðar horfið frá bláðamennsku, ér hún stöðugt gædd undarlegum töfrablæ, sem tekur hugann fang- inn. Það var slikur blær, sterkur og litríkur, sem hvildi yfir þessari tið. A Visi I dag sjást engin elli- mörk. Þvert á móti hefur vöxtur hans og viðgangur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Hann heldur sinu striki sem óháð þjóð- málablað og lifandi frétta- flytjandi. Það er afmælisósk min að Visir megi um ókomin ár jafnan vera vandað blað og viðsýnt. hluti af þvi óskýranlega fyrirbæri, sem nefnt er samviska þjóðarinnar.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.