Vísir - 15.12.1975, Qupperneq 4

Vísir - 15.12.1975, Qupperneq 4
20 A% .. . rK‘"‘: SAGA VÍSIS — Kunningjar Einars og vinir ollu honum eiginlega mestu erfið- leikunum við stofnun A'isis. Þeir löttu hann mjög til Utgáfunnar og reyndu i lengstu lög að telja hon- um hughvarf. Þeir sögðu að dag- blaðaútgáfa hefði verið reynd til þrautari Reykjavik, en alltaf gef- istilla ogfrá upphafi verið dauða- dæmd. En Einar leit björtum augum á málið, fannst Reykjavik vera nógu stór orðin til þess að bera dagblað, enda væri að þvi svo sjálfsagður menningarauki, að annað kæmi i raun réttri ekki til greina. Þetta sagði Margrét Hjartar- dóttir Lindal, ekkja Einars Gunn- arssonar, stofnanda Visis, i við- tali árið 1950, þegar Visir varð 40 ára. Þegar Einar Gunnarsson áræddi 14. desember árið 1910 að fara að gefa út „visi að dagblaði” var ibiiatala Reykjavikur 11.500 manns. Visir kom út sex sinnum fyrir jólin 1910, en sfðan varð hlé á út- komunni þar til 14. febrúar, að blaðið fór að koma út á hverjum virkum degi, og hefur gert það uppfrá þvi. Visir er þvi elsta dag- blaðið á Islandi. Visir óháð blað frá upphafi Þegar i upphafi ákvað Einar Gunnarsson að Visir skyldi verða óháð blað. Hann stefndi að þvi að fá auglýsingar i blaöið, og byrjaði fyrstur að selja smáauglýsingar vægu verði. Engar forystugreinar voru skrifaðar i Visi, en sagt frá deilumálum þannig að sjónarmið beggja aðila fengu að komast að. Visir hefur löngum skrifað um iþröttir. Strax i 10. tölublaði hóf- ust skrif um þær, þótt iþróttalif væri kannski ekki jafn fjölbreyti- legt og nú. Visir kostaði fyrst 3 aura ein- takið.og fengu sölubörneinn eyri. Verðið hélst óbreytt i langan tima, þótt blaðið stækkaði. Snemma fékk Visir orð á sig sem gott auglýsingablað. Vegna mikils dreifingarkostn- aðar lit á land hóf Einar vikuút- gáfu af Visi. Blaðið hét Vikan. En vegna lélegra greiðsluskila kom blaðið ekki út nema i hálft ár. Fjórfalt stærra eftir þrjú ár Þremur árum eftir stofnun Vis- is hafði blaðið stækkað fjórfalt. Þá var kominn keppinautur, Morgunblaðið, sem stofnað var 1913. Eftir Utgáfu 1144 tölublaða Visfs, árið 1914, tilkynnti Einar að hann hefði af heilsufarsástæðum selt Visi, og léti af ritstjórn. Gunnar Sigurðsson frá Selalæk keypti blaðið, og varð ritstjóri þess. Gunnar átti blaðið ekki nema i eitt ár. Þá seldi hann það, og télt áfram laganámi sem hann hafði horfið frá. Hlutafélag var stofnað um útgáfu Visis. Hjörtur Hjartarson og Andrés Bjömsson tóku næst við ritstjórn Visis. Þeirra ritstjórnartið var ekki nema nokkrir mánuðir. Þá tók Jakob Möller við sem rit- stjóri, 1. júli 1915. Þremur árum siðarkeypti Jakob Visi af hlutafé- lagi þvi sem átti hann. Deildi óspart á landsstjórnina Með Jakobi fóru forystugreinar að birtast i Visi, og blaðið skipti sér æ meira af landsmálum og bæjarmálum. Jakob deildi óspart á landsstjórnina. Hann tók virkan þátt i stjórnmálum, og var kosinn á þing. En Visir hélt áfram að vera hlutlaus i fréttaflutningi, og öll sjónarmið fengu að koma fram. Eftir 9 ára ritstjórn hætti Jakob,en við tók Páll Steingrims- son. Jakob hélt þóáfram að skrifa mikið I Visi. Páll var ritstjóri i 14 ár. Undir forystu hansstækkaði Visir, fyrst um þriðjung árið 1925, og aftur 1929. Þá kostaði blaðið 1,25 kr. f á- skrift á mánuði, og 10 aura i lausasölu. Auglýsingar þöktu helming blaðsins. Frá 1. febrúar 1936 var gefið út Sunnudagsblað Visis. Það var lit- prentað, 4 siður, og kom út til árs- loka 1942. Stórt blað þrátt fyrir krepputima 1934 stækkaði blaðið enn. Siðu- stærð var þá allt önnur en nú, eða u.þ.b. tvöfalt stærri. Landsmála- greinum fjölgaði i blaðinu, og auglýsingamagnið hélst, þrátt fyrir mikla erfiðleikatima i þjóð- félaginu. Mikið vinnuálag var á starfsliði Visis, sem reyndar var ekki fjöl- mennt. Unnið var fram á öll kvöld, og yfirleitt lika á sunnu- dögum. Páll Steingrimsson lét af störf- um árið 1938. Þá tók við Kristján Guðlaugsson lögfræðingur. Upp- haflega ætlaði hann ekki að vera lengi hjá Visi. En hann hætti ekki fyrr en 16 árum sfðar. Kristján kom þvi i verk að gera Visi nú- timalegri, og undir hans stjórn fór fjárhagurinn batnandi. Visir hefur alltaf verið sið- degisblað, og aðalfréttir dagsins þvi unnar að morgninum. í þá daga var fréttaöflun mun erfiðari en nú, þvi opinberar skrifstofur opnuðu yfirleitt ekki fyrr en kl. 10 eða seinna. Striðið blöðunum til framdráttar 1 siðari heimsstyrjöldinni jókst fréttaáhugi mikið, og voru það uppgangstimar fyrir dagblöðin. Stórir hópar söfnuðust oft fyrir framan afgreiðslu Visis, og biðu ef(ir að blaðið kæmi úr prentun.^ Hersteinn Pálsson réðst tií Visis sem aðstoðarritstjóri árið 1942. Þegar Kristján Guðlaugsson lét af störfum 1953, varð Her- steinn ritstjóri, og gegndi hann þvi starfi til ársins 1963. Hann starfaði þvi við ritstjórn Visis samtals i 27 ár, þar af 21 ár sem ritst jóri. Visir skipti oft um aðsetur. Oft- ast var reynt að hafa ritstjórn og prentsmiðju i sama hiísi. Arið 1961 var Gunnar G. Schram ráðinn ritstjóri við Visi. Hann og Hersteinn voru þvi báðir ritstjórar. Stóð svo þar til 1963, að Hersteinn lét af störfum. Endurbæturnar dýrkeyptar. 1961 var ráðist f gagngerar end- urbætur á VIsi. Skipt var um prentsmiðju, fleiri starfsmenn voru ráðnir, og upplagið aukið i vel yfir tiu þúsund eintök. Rit- stjórnin fluttist i nýtt húsnæði, að Laugavegi 178, og þar var einnig setning og umbrot. Þetta varð þungur fjárhagsleg- ur biti fyrir Visi, útgjöldin voru miklu meiri en innkoman. Blaðið átti i þessum fjárhagsöröugleik- um I nokkur ár. Um miðjan sjötta áratuginn yfirtók Reykjaprent hf. útgáfu Visis. Upp úr þvi fór ástandið að batna. Arið 1967 lét Gunnar G. Schram af störfum, og Jónas Kristjánsson tók við ritstjórn. Hann hafði þá verið fréttastjóri um nokkurt skeið við blaðið. Jónas starfaði við Visi óslitið þar til i sumar, að hann fór af blaðinu, og stofnaði nýtt dagblað. Jónas og Jón Birgir Pétursson fréttastjóri áttu einna mestan þátt i að móta Visi i núverandi horf. 1971 stofnuðu fjögur dagblöð offsetprentsmiðjuna Blaðaprent, og var Visir þeirra á meðal. Sala á blaðinu jókst mjög eftir það. Hefur Visir siðan verið annað stærsta dagblað á landinu. (—ÖH, byggt mikið til á bók Axels Thorsteinssonar, óx viður af vfsi.) RITSTJÓRN VÍSIS í DAG ,m\ i 1 ; Á '1 h ^, ,s>, Á Þetta er ritstjórn Visis, eins og hún er skipuð i dag. Við hring- borðið, eða „pottinn”, eins og þaö er nefnt i daglegu tali, eru haldnir tveir fundir daglega. Annar hefst klukkan 7.30 að morgni, og er þá skipulögð fréttaöflun fyrir blaðið sem á að koma út sama dag. Hinn fundurinn er haldinn kl. 10.30 og þá er innblaðs- og fréttaefni næsta dags rætt, og vinnslu þess skipt niður á blaðamenn. Myndin: T.v. sér I hnakkana á Einári K. Guðfinnssyni blaða- manni, t.v. við hann situr Emilia Baldursdóttir blaðamaður, Valg- arður Sigurðsson blaðamaður, Ólafur Hauksson blaðamaður, Edda Andrésdóttir blaðamaður, Óli Tyries blaðamaður, Bragi Guðmúndssón ljósmyndari, Þor- steinn Pálsson ritstjóri, Þórarinn J. Magnússon útlitsteiknari, Arni Gunnarsson ritstjóri frétta og Amór Ragnarsson útlitsteiknari. Standandi eru f.v. Kjartan L. Pálsson blaðamaður, Björn Blöndal blaðamaður og Guö- mundur Pétursson, fréttastjóri erlendra frétta. A myndina vant- ar að sjálfsögðu þann sem tók hana, James H. Pope ljósmynd- ara, eða Jim, eins og hann nefnist i daglegu tali. Mánudagur 15. desember 1975. iTTISIR Hús úr húsi í 65 úr Visir hefur verið til húsa á mörgum stöðum í Reykjavik. Mörg þessara húsa eru löngu horf- in. En til gamans birtum við hér myndir af nokkrum þeirra húsa sem Visir hefur verið i. Um nokkurt skeið voru ritstjórnarskrifstofur og afgreiðsla VIsis I þessu húsi, sem er númer 3 við Ingólfsstræti. Blaðið var þá prentað I Félagsprentsmiðjunni, nokkrum tugum metra norðar en þar var ritstjórn blaðsins um iangt árabil. Frá Ingólfsstræti 3 fluttist Visir upp á Laugaveg 27, og var þar I nokkur ár, þar til 1961, að blaðið fór á Laugaveg 178. Laugavegur 178 — þangað flutt- ist öll starfsemi blaðsins, nema prentun. Ritstjórn, og setning var allt á sömu hæðinni, en tiibúnar siöurnar voru fluttar strax að loknu umbroti i Prent- smiðjuna Eddu, þar sem blaðið var prentað. Siðumúli 14 — hér er Visir til húsa nú, svo og Biaöaprent. Eftir að Visir fór í offsetprent- un, hefur ritstjórn og prent- smiðja verið i sama húsi. Ljósm.: BG. Þá œtlaði allt um koll að keyra Engin framhaldssaga erbirti Vfsi nú. En þegar blaðið fór af stað fyrir 65 árum ákvað rit- stjórinn Einar Gunnarsson að i biaðinu skyldi alltaf vera fra mhaldssaga. Ekkja Einars, Margrét Hjartardóttir Lindal, segir svo um framhaldssögurnar i viötali árið 1950: „Fólkið, einkum kvenfólkið var alltaf geysilega reitt, ef söguna vantaði. Þá ætlaði allt um koll að keyra og vitlaust að verða. Ég man sérstaklega eftir þessu i sambandi við Cymbelinu fögru, sem Guðmundur skáld þýddi. En sjálfur var hann þá vestur á ísafirði, og sendi handritið jafnóðum suður. En það gat komið fyrir að vestanpóstinum seinkaði af ýmsum ástæðum, og þar af leiðandi kom sagan ekki ævinlega i blaðinu. En þá dagana dundu á okkur skammir, hótanir og uppsagnir og fleira I svipuðum dúr”. -ÓH.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.