Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1926, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1926, Blaðsíða 1
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. Sunnudagiim 14. febr. 1926. merkilegt íðfnver. Eftir Gnðm. Gíslason Hagalín. Frá Tolleröyhamn á Suður- Hörðalandi ætlaði jeg að fara til Rubbestadnes. Jeg vissi að bar er verksmiðja sú, sem býr til „Wich- mann“-vjelina, en hún er notuð allmikið í fiskibáta á íslandi, — einkum á Austfjörðum og í Vest- mannaeyjum. Jeg fór frá Tolleröyliamn snemma morguns á litlum vjelar- báti. Var jeg ekki í sem bestu skapi, þareð mig vantaði neftó- bak. Vindur var hvass af norð- austri og bára kröpp í sundun- um. Gaf því nokkuð á bátinn. Var veðrið mjer góður hugljettir, því að öldugjálfrið og ágjafirnar vöktu margar góðar minningar. Þá er jeg var sjómaður, var mjer svo undarlega farið, að í óveðri ieið mjer best; en þá er gott var veður, undi jeg alls ekki vel hag mínum á sjónum. Jeg var því sannnefndur stormfugl. Landið er þarna einkennilegt og napurlegt. Hólmi er við hólma — og eru þeir að mestu berir. Mosaþembur og snöggir gras- blettir eru raunar á stöku stað, en upp á milli þeirra rekur berg- ið gráan skalla. Leiðin liggur úr sundi í sund. Hyldýpið er við iklappirnar, og ómögulegt er að lenda á smáhát, þegar hvast er og bára. Eftir hartnær þriggja stundar- fjórðunga ferð, komum við í straumröst. par gaf ærið á bát- inn, því að öldurnar risu og fjellu ótt og títt, krappar og hvíttyptar. En áfram var hald- ið og komum við nú í vog einn lítinn. Gat þar að líta hús verk- smiðjunnar og bústaði verka- manna. Standa húsin á víð og dreif milli klettanna og hafa ýmsa liti og lögun. Við bryggj- una láu margir vjelbátar til við- gerðar, og nokkrir stóðu uppi á landi, líkamar, sem biðu sálar sinnar. Þá er jeg kom upp á bryggj- una, kom á móti mjer maður í hærra lagi, herðibreiður og þykk vaxinn. Hann var klæddur blá- um vinnufötum, svartur í and- liti og á liöndum. Þetta var Hall- dór Halldórsson, höfuðstjórnandi fyrirtækisins. Vinnur hann dag hvern í verksmiðjunni, ásamt bræðrum sínum og föður, en aðr- ir annast um skrifstofustörfin. — Halldór tók þjett í hönd mjer og afsakaði ekki, að lians var svört. Leist mjer maðurinn þrek- legur og einarðlegur — og ekki líkur því, sem væri hann veifi- skati. Jeg spurði hann, hvort íslend- ingur hefði nokkru snini gist hjá honum. Kvað hann marga íslend- inga hafa til sín komið; flestir hefðu þeir verið sjómenn. Við gengum nú til húss hans, og var mjer þar vel fagnað. Er kona hans fönguleg og fríð sýn- um, og sjer ekki á henni, að hún hafi fætt átta börn. Hún var í framkomu eigi ólík bónda sínum, og var jeg sýrax sem heima í húsum þeirra, sem bæði eru stór og vel vönduð. p Matur var á borð borinn, en fátt var rætt í fyrstu. Nef mitt kærði sína nauð — og Halldór virtist þreifa fyrir sjer, áður en talið bærist að honum og því, sem hans er. En þar kom þó, að heldur lifnaði yfir samræðunum. Komst jeg brátt að því, að Hall- dór veit meira um fsland og ís- lenska þjóð en flestir aðrir, sem jeg hafði hitt. Jeg heyrði og að hann er landsmálsmaður, vinstri- maður, og bindindissinnaður mjög. Rekur hann miskunnar- laust hvern þann verkamann, er hefir vín um hönd. Hann bað mig snúa mjer til skrifstofu- stjórans, ef jeg vildi fá upplýs- ingar um starfsemi verksmiðj- unnar, og kvað föður sinn.best hæfan til að skýrg frá upphafi hennar, vexti og viðgangi. — Raunar væri gamla manninum málið skylt, ekki síður en sjer, en hann hefði 70 ár að baki, og gæti vel verið þektur fyrir -að tala um starf sitt. Jeg spurði hann, hvort mönnum lí'kaði það alment, að hann ynn; sjálfur í verksmiðjunni. Hann hló. — Nei, það er nú síður en svo. Færeyingar, sem hjer komu, hiifðu blátt áfram orð á því, að þeim þætti það miður hæfa. Jeg held næstum því, að það hafi verið orsökin til þess, að þeir keyptu ekki vjel af mjer. — En íslendingart — Nei, þvert á móti. Mjer hefir fundist það jafnvel vekjti traust hjá þeim. Halldór fylgdi mjer niður á skrifstofuna og gekk síðan til vinnu sinnar. Skrifstofuþjónarnir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.