Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1926, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1926, Blaðsíða 5
25. apríl ’2tí. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6 — Einmana sál hans sárt og þungan grætur. Sekum og dæmdum, öllum mönnum fjær, verða ’onum langar vetrardimmar nætur. Vakir hann æ, og kvelst — en Glámur hlær. Sárt er að vera sviftur návist manna. Sárt er .að vera dræpur hverri geit. Þungt er, að ólíf álög skuli banna einveruhvíld í flóttamannsins reit. Sárt er að vera hraustust hetja í landi — hugstola verða þó, ef skyggir fold. * Sárt er að vera speki- og spámanns-andi — spyrja þó eins og barn um dáið hold. — Spyrnir hann við og sprettur hart á fætur, sprengir hann af sjer þetta hræðslu-dá. Saxinu bregður, sveiflað vopni lætur, seilist til Gláms — en hittir kalin strá. Skelfingin sama þessa nótt og næstu: nístandi hræðsla — þó við ekki neitt. Afburðamenni griðalausu, glæstu gerist í skapi bæði kalt og heitt. Legst hann á ný — og lætur hugann reika. Lifir upp afreksverk sín forn og ný. Minningabjarmann föla lætur leika leið sína á, og merla harmaský. Aleinn ’ann hafði í hauginn mikla runnið. hyrinn, á sundi, yfir brimin flutt, bjarndýrið sigrað, berserkina unnið, berskjalda mörgum óvin helveg rutt. Garpurinn þráir vist með vöskum sveinum, vígdjarfar ferðir, kunnar Öllum lýð. Verður þó sífelt einn að liggja í leynum, læðast um nætur, stéla ár og síð. Draumana fögru, um dáð og gæfu og frelsi, drepur hin langa, þunga sektarnótt. Álagagrimdin hneppir hann í helsi. — Hvert skal nú björgin, hjálpin, lausnin sótt? Dregur nú nóttin að sjer vængi víða, varpast á ljórann morgunskíma grá. Grettir hann þakkar — þreyttur af að bíða þess, að hann fengi bjarma af degi að sjá. Ljósið er alt hans líf á sektarárum. Ljósið eitt fær á hræðslu unnið bug. Dagrenning föla blessar sál í sárum. Seitlar nú gleði um flóttamannsins hug. KEPPINAUTAR AMUNDSENS. Tveir eru keppinautar Amund- sens, sem mest kveður að, þeir Wilkins og Byrd. Wilkins hefir tvær flugvjelar. Hann ætlar að leggja upp frá Barrow-höfða í Alaska Hann gerir ráð fyrir, að hann muni finna land á leið sinni norður af Ameríku Ætlar hann fyrst að fljúga annari vjelinni í landaleit norðureftir. Er hann hefir fund- ið land, aitiar hann að snúa við til Alaska. Fljúga siðan báðum flugvjelunum norður i hið ný- fundna land, (sern engiun veit ennþá hvoit er til) og leggja upp þaðan aftur, noiður yfir pól til Svalbaiða. Finni hann hvergi neina »þúfu« upp úr ísnum, til að setjast á, ætlar hann að reyna að fijúga í einum áfanga frá A'aska til Svalbaiða ef bann þá ekki iætur sjer nægja að sveima um hið ókunna svæði norður af Ameríku og skej ta ekki um pól- inu i þetta sinn. Et honum hlekkist á norður í ísnum, hefir hann eigi nægilegar vistir, til þess að komast leiðar sinnar, til Alaska aftur, ætlar hann sjer að geta lifað af veiði- skap þar n>rðra, og komast á þana hátt roeð tíð og tlma til baka. — Þykir þetta áhættumikið ekki síst þegar þess er gætt, að Amundsen og þeir fjelagar hans sáu eigi önnur kvikindi á sínu ferðalagi norður í ísnum í fyrra, en 1 sel og 2 fugla, og fóru þó í flugvjel yfir 1600 km. langt 8væði. Byrd ætlar að leggja upp á einni Fokker flugvjel frá Peary- landi, norðvestur af Svalbarða Harin ætlar að hafa útbúning til þess að geta flogið 3000 km Ætlar norður á pól setjast þai ef hann getur, og snúa síðan til sama lands. Fínni hann ekki lendingarstað þar nyrðra, þá ætl- ast hann til að geta flogið i einu fram og til baka, norður á pól og til Peary- lands aftur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.