Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1926, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1926, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MOR'ÖUNBLAÐSINS inm við hina arabísku Beduina, sem eiga heimkynni sín í hinum víðlendu eyðimörkum austur af Damaskus. Frá alda öðli hefir borgin verið verslunarmiðstöð fyr- ir „skip eyðimerkurinnar“, en svo hafa úlfaldarnir verið nefndir. Nú eru bílarnir að miklu leyti komnir í þeirra stað. Til Dama- ^kus flytja Arabarnir vörur sínar og fá Evrópuvarning í staðinn. Ef þessi verslun hættir líður Damaskusborg undir lok. í fimm ár liafa alskonar fjár- hagsvandrœði dunið yfir borgina og verslun hennar. Gjaldeyririnn hefir verið tengdur við frankann, sem hefir hríðfallið í verði. Hafa borgarbúar því fengið hina mestu erfiðleika af lággengi, þó frank- inn komi þeim ekkert við — eða fjárhagur Frakklands. Hafa borg- arbúar orðið að taka til þeirra ráða, að nota tyrkneska mynt í viðskiftum sínum, því aðalvið- s'kiftamenn borgarinnar hafa ekki viljað taka við gjaldeyri Sýrlands. Verða menn því að liafa tvens- konar gjaldeyri, annan í verslun- arviðskiftum, en liinn við öll op- inber gjöld, fargjöld, burðar- eyri o. þvíumh Verslunin við ná- grannahjeruðin er svo til aS engu orðin, síðustu mánuðina, því frönsku yfirvöldin neyta allra bragða tii þess að einangra hjer- uðin í kringum borgina. Ráðsmenska Evrópumanna þar eystra, hefir gert miklar breyting- ar á landaskiftingu og tilhögun yfirráða. Beyrout er aðal-hafnar- borg Damaskusborgar, en þessar tvær borgir, eru nú sín í hvoru ríki. Veldur þetta miklum trufl- unum á viðskiftum. En yerst er hertaka borgarinn- ar. Það er blóðugt fyrir borgar- menn að sjá þann borgarhlutanu skotinn í rúst, þar sem mest var verslunin og dýrastar byggingar og varningur. En sárgrætilegast er, að slík ódæðisvehk skuli frarn- in af hervaldi, sem að uafninu til á að sjá um velíerð borgar- innar. — Hvernig kemst fátæka fólk- ið af hjer í borginni, spurði jeg einn ve]motinn_borgara á dögun- um, verkamenn yðar og verslun- arfóik. Hann ypti öilum. Það heíir eigi annað fyrir sig að leggja en skildinga þá, sem það hefir átt í liandraðanum. Þegar þeir eru uppjetnir, er eigi annað en sultur fyrir dyrum. Engin samtök eða ráðstafánir eru gerðar, til þess að hjálpa þessu fólki, nema hvað trúboðs- fjelög reyna eitthvað að líkna. Engar skaðabætur eru greiddar fyrir tjón það, sem menn liafa orðið fyrir. Stjórnin lætur engar bætur fyrir spellvirki af skothríð- unum. Er alt það skoðað sem ófriðarafleiðingar, þó aldrei hafi borgarbúum verið sagt stríð á hendur. Stjórnin var að missa alla fótfestu og yfirráð í borginni, það var alt og sumt. Hún hjelt að hún gæti kúgað borgarbúa til hlýðni, með vjelbyssum. En óeirð- um ng manndrápum er ekki lokið epn eftir 8 mánuði. Frönsku yfirvöldunum hefir skjátlast í þessu efni. Enn í dag vilja þau ekki viðurkenna það, að ástandið sje alvarlegt. Samt sem áður taka þau sjer leyfi til ’ þess, að fara með alt og alla eins og lijer væri um ófrið að ræða, ef þehn bíður svo við að liorfa. Og enn eru þeir að reyna að dylju viðburðina fyrir umheiminum. Á hinn bóginn vilja yfirvöldin eigi taka neina ábyrgð á- því, er fyrir kann að koma. Afstaða stjórnarinnar er þannig til borg- arbúa: „Þið verðið að vera auð- sveipir og hlýðnir, en brjótist ræningjar inn á heimili ykkar, þá getur hin umhyggjusama stjórn ekki veitt yður neina vernd, því miður. Og vera má, að þegar minst vonum varir, fái þið sprengikúlur yfir ykkur. Ef viðburðanna rás verður þannig, er ómögulegt hjá því að komast.“ í raun og veru ríkir algert stjórnleysi í borginni. Frakkar hafa yfirráðin í lierkastalanum. Þaðan er hægt að hafa vald á því svæði, sem byssurnar ná til. Frönsku yfirvöldin geta skotið borgina í rúst, eytt henni með öllu, svo þar standi ekki steinn yfir steini. En þau geta ek'k i kom- ið skipulagi á líf og atvinnuvegi borgarbúa. Allir standa öndverðii* gegn Frökkum. Þetta vita Frakk- ur sjálfir. ý. maí ’2é. Kröfur Sýrlendinga. lívcrjar eru kröfur Sýrlend- inga. Engum þeirra dettur í hug að þeir fái fult sjálfstœði, en þeir óska eftir, að fá skilyrðis- bundið sjálfstæði, eins og þeim var lofað er friður var saminn. Þeir eru því mótfallnir, að landið sje bútað sundur í smáríki, með sjerstökum stjórnum, mis- munandi mynt o. þvíuml. peir vilja liafa leyfi til þess, að nota sitt eigið arabíska tungumál í stjórnarrekstri og verslun. Þeir vilja fá það viðurkent af umheim- inunij að „Sýrland sje fyrir Sýr- lendinga“, og engir útlendingar hafi rjett til þess, að setjast að þar sem þeim sýnist í landinu, til þess að gera Sýrlendinguin grauit í geði, óvirða þjóðsiði þeirra, og venjur, og þar fram eftir götum. Að lokum vilja þeir fá fulla viðurkenningu fyrir því, að Sýrlendingar sjeu Múhameðs- trúarþjóð, saga þeirra og hugsun- arháttur eigi rætur sínar í Mú- hameðstrúarmenningunni. En í Damaskusborg reyna borg- arbúar með miklu hugrekki, að haldast við, við dagleg störf sín. Allar stundir eru þeir í lífshættu, ýmist geta þeir búist við flug- sprengjum yfir sig, eða fallbyssu- kúlum. Hvenær sem er, getur eyðileggingin orðið ennþá meiri, 'en hún liefir nokktu sinni orðið áður. Ferðmaður sem yfirgefur Damaskus í dag, getur fyrirhitt auðnir og rústir þar sem nú er borg, ef hann kemur eftir viku. Hvers er að vænta þegar yfir- völdin og uppreisnarmenn berjast daglega í borginni? Yorsólin hellir geislum sínujn yfir Damaskus, yfir skemtigarð- ana heimsfrægu, yfir húsagarðana skrautlegu, marmaraprýddu, með skærum litum, lindanið og tæru vatni um alt. En í borgarkast- alanum et'u fallbyssurnar skotbún- ar, á borgarstrætum hermenn víg- búnir, og um loftið líða flugvjelar hlaðnar sprengikúlum. I sölubúo- um eru myndir seldar af mönnum, scm hengdir hafa verið á helstu torgum borgarinnar. Þannig er úmhorfs í elstu borg heimsins síð- an Evrópumenningin vafði hana örmurn sínum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.