Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1926, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1926, Side 2
2 LESBÖK MORGUNBLAÐSTNS 1. ágúst ’26. Allskonar prentverk, svo sem: Mynda-, gull-, silfur- og litprentun á allskon- ar eyðublöðum og auglýsingum fæst nú hvergi betur af hendi leyst en hjá oss, par eð vjer nýlega höfum fengið útlendan prentara, sem er snillingur í sinni grein. Höfum nýtt og fallegt leturúrval og ágæta setjara. Umslög og allskonar pappir I miklu úrvali. Vjer kappkostum að gjöra alla viðskiftamenn okkar ánægða með viðskiftin. ísafoldarprentsmiðja h.f. — Sími 48 — búkonuna með lífi og sál, sem lifði fyrir heimili sitt og sinna, hina glaðværu, ágætu húsmóðir. Nei — hún gat varla verið til lengur, hún hlaut að ve»ra dáin. Hún sem átti Guðríði fyrir einka- barn,' sem ól liana upp — til þess. ...... Nei hugsunin var ómoguleg. Var jeg af forsjóninni útvalinn til þess að vinna hje»r þrekvirki? Átti jeg að taka mig til og leita Guðríði uppi? liti jeg að eyða til þess Öllum tíma mínum, og allri hugsun, og láta einskis ófreista^, sökkva mjer niður í þá undir" heima stórborga*rinnar, sem jeg vissi a@ nú voru heimkynni henn- ar — 'hennar, sem einu sinni var Guðríður firá Hlíð? Var það ekki vonlaust? Var jeg ekki einna sist fær um það af öllum ? Var tilhugsun sú ekki hlægilega vitlaus? — Hvaða tillit ætli hún tæki til mín nú, fyrst hún aldrei gwði það heima. Mjer ætti að vera það í fersku minni, þegar jeg jarðsöng allar vonir mína.r og drauma, rjettar- daginn sæla, er jeg var 17 ára. Þegar jeg harrð henni að lána henni hestinn minn heim um kvöldið — til þess að géta orðið henni samferða — lána henni Brúnskjóna, einhvarn besta kven- hestinn í sveitinn, en liún afþakk- aði með sínu venjulega kulda- stolti, og reið á einliverri mó* hykkju með Valffa í Múla. ITann • var ]>á langt kominn til að taka stúdentspróf. En hvað var jeg þá. Og hefi jeg nokkurntíma verið nokkuð í hennaa- augum. En jeg liafði fregnir af henni, þó jdg væri farinn 11 r sveitinni. Og jeg man þegar jeg frjetti um þetta með „agentinn“ danska, er hún hitti á strandfeí-ðaskipinu. — Jeg man jeg hugsaði með sjálfum mjer, að mikið má það vera, ef það fer vel. Og þegar hún sigldi, l>á gat jeg ekki annað en sett það í samband við agentinn danska. Jólin liðu, og ekkert bar til tíðinda. Jeg hvarflaði oft með h ugann til Guðríðar frá Hlíð, en spurði engann, og sagði engum frá neinu. Komst jeg að rauir um, að 'helst vildi jeg ekkert vira mev.-a — aldrei framar. Á annan í nýáíri fjekk jeg brjef. Það lá á borðinu mínu er jeg kom heim. Það var í þykku um- slagi, og kvenmannshönd á ut- anáskriftinni. Jeg átti ekki von á stúlkir Ivjefi. Varð jeg ekki lítið for- viða, er jeg leit á undirskriftina. Þar stendur skýrum stöfum: Guð- ríður Jónsdóttir frá Hlíð.“ Hvað vildi hún mj«r. Fyrst datt mjer í hug að hún rnundi ætla að slá mig um peninga. Síð- an að hún ætlaði að stríða mjer á eiu'hvern hátt. Jeg setti mig í stellingar í stólnum mínum og las brjefið. Jeg á það enn hrjef' ið, en það var svona: Gamlárskvöld. Gamli góðkunningi! Þegar jeg kom heim áðan, datt mjc«r í hug, að jeg skyldi taka mig til og skrifa þjer brjef. Mjer var sagt það í fyrradag, hvar þú ættir heima. Jeg get þó eigi sagt, að jeg eigi neitt sjerstakt arindi við ])ig. En það er nú svona samt, að mjer fanst jeg ])urfa að tala ögn við þig, úr því við erum gamlir sveitungar. Því fer þó fjanri, að mjer detti í liug, að fara að segja þjer æfi- sögu mína. Hún er ekki svo merkileg, og kemur engum yið. Jeg er nvx líka löngu hætt að tala við nokkurn mann. En það var af því, að jeg mætti þjer þarna nm morguninn, þá vissir þú að jeg var ennþá til. Og því fanst mjer rjett að láta þig vita ögn meira. Jeg kom hingað fyrir 4% á.ri. En nú eru liðin tvö ár síðan drengurinn minn dó. Hann var átta mánaða þegar jeg misti liann. Og jeg veit það vel, að hann dó firá mjer vegna þess, að jeg gat ekki látið fara nægilega vel um hann — en hvað átti jeg að gera ]>á. Jeg átti ekkert til — nema hann. Jeg átti hann sjálf. Hann var með blá augu, rins og eru í minni ætt. TTvort það var mjer að kenna að hatin dó, um það skal jeg ekki segja nú — en það kom ekki á annara bak en mitt, að sakna hans. Hann var svo vndislegur, að jeg eins og aldrei gat átt von á því, að fá að eiga hann lengi. En því jeg annars er að segja þjer þetta veit jeg elcki. En jeg veit að þú fvrirgefnr mjer og gleymir því öllu saman, fyrtr mig. Meðan jeg átti drenginn minn, átti jeg ekkert til neins — en nú á jeg nóg af öllu.Og nú hugsa jeg ekki um annað en að hefna mín — jeg segi það r.jett eins og er. Þegar því er lokið, er jeg búin að hugsa mjer minn samastað,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.