Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1927, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1927, Blaðsíða 6
142 x* r- * - LESBÓK MOBÖUNBLA.ÐSIKS atburðina í sögustíl og nota sterk lýaingarorð. Smástílsgreinarnar um alt og ekkert, þœgilegar aflesturs þeim, sem vill lesa til þess að hvíla sig, voru eitt aðaleinkenni franskra blaða, en nú eru ,causeri' greinamar ekki lengur franskt blaðaeinkenni, því þær hafa breiðst út um allan heim. Þýsku blöðm liafa það einkum til síns ágætis, að þau segja ítar- lega frá. Þjóðverjinn er gjörhugull og vill brjóta til mergjar og þýsku blöðin bera þess vott. Frakkar líkja þýsku blöðununi við leiðin- lega kenslubók, en Bretar kalla þau ,viðauka við viðauka alfræðis- orðabókar*. Því er heldur eltki að neita, að þýsku blöðin eru nokkuð „þui‘“, en sá sem vill fá staðgóðar upplýsingar um viðburði líðandi stundar leitar þeirra sjaldan ár- angurslaust í þýsku stórblaði. 'Norðurlandablöðin voru lengi vel í þýskum stíl. En síðustu ára- tugi fór að verða vart áhrifa frá franskri blaðamensku og enskri, og ókst þeim blöðum mjög út- breiðsla, sem fyrst nrðu til að taka hana upp. Tfírleitt verður ekki sagt, að skandinavislc blöð sjeu með sjerkennilegu sniði, •— suiðið er sambland af stU stór- þjóðanna. ------ t t rv. Aðstaðíi íslensku blaðanna er svo einstök í sinni röð, að vel er þess verð að húu sje athuguð nokkuð. Lesendahópurinn er tak- markaðri en hjá nokkurri Ev- rópuþjóð að Færeyingum undan- teknum. Öll þjóðin er ekki fjöl- mennai-i en lítil borg xitlend og vegna samgönguleysisins takmark- ast útbreiðsla blaðanna mjög. Það er vel í lagt að segja, að fjórði hluti þjóðarinnar búi við sam- gönguskilyrði, sem dagblaði hæfa. íslensk blaðaútgéfa hlýtur' því að verða æði smávaxin, á útlend- an mælikvarða, og væri íslensk al- þýða ekki fróðleiksfúsari en út- lend, væri blaðaútgáfa ógjörning- iir hjer á landi. Menn guma yfir gengi „Daily Mail“ en þó ekkert tillit sje tekið til sölu þess utan Bretlandsevja og gert væri ráð fyrir að alt upplagið seldist í Bretlandseyjum þé er það hlutfalls lega ekki útbreiddara en blað á ísl, ~ seöi hefir 2000 kaupendur. 'En það mun dagblöðunum hjer þykja lítið upplag. Er vert að veita þessu athygli, því að ráða má af því, að væru íslendingar ekki lestrarfúsari en aðrar þjóðir gæti hvorki bóka- nje blaðaútgáfa þrif- ist hjer á landi. Vegna fámennisins verða íslensk blöð eigi að-síður að sníða sjer annan stakk en útlend. Og það er ekki fámennið eitt heldur og fjar- lægðin frá öðrum þjóðum sem amar að. Samgöngurnar eru óreglulegar, útlend blöð koma göui ul og í lirúgum til blaðánna hjer og símskeytagjöld til útlanda svo há, að blöðunum, jafnvel þó í sam- einingu sje, er það ókleifur kostn- aður að kaupa símflutning á al- mennum tíðindum. Bmæð blaðanna leyfir ekki nema mjög takmarkaðan starfsmanna- fjölda. Verða blöðin því að fai‘a á mis við þann hagnað sem stórblöð liafa af hinni miklu og víðtæku verkaskiftingu. Þau hafa „sjer- fræðing“ í hverri grein, jarðar- fararitstjóra, giftingarritstjóra, beinbrotaritstjóra — heilar her- deildir af blaðamönnum, hvern með sínu fastákveðna hlutverki. En íslenskir blaðamenn verða að skrifa um alt „sem að kjafti kem- ur“, bækur, stjórnmál, fiskiríið í Garðinum, stjórnarskifti í Þýsku- laudi, hálkuna á Laugaveginum, dýrtíðina, sundlaugina í bruna- rústunum, bolsjevismann og ófærð- ina á Hellisheiði. Engir blaða- menn í heimi verða að vera jafn „fjölvitrir" og þeir íslensku. Og ef eitthvað ber út af standa á þeim öll járn, prentvillur, mishermi, ritvillur og málvillur eru gerðar að stórsyndum. Og við þetta bæt- ist svo gagnkvæm pólitísk ofsókn og óvild á yfirborðinu. óvild sem ekki vottar fyrir, þegar menn drekka sitt vikulega blaðamanna- kaffi hjá Rosenberg, en sem prent- svertan er látin bera út um fjöll og firnindi, svo almenningur hlýt- ur að fá þá skoðun, að blaðamenn sjeu verstu menn þjóðarinnar, heimskir og lýgnir, fáfróðir og ill- kvitnir. Þetta stafar vitanlega mest af því, að stjórnmélin eru svo fyrir- ferðamikil í íslenskum blöðum. — Samanbörið við útlend blöð ber einkum á því hve stjórnmálagrein- arnar íslensku eru langar, þrátt fyrir takmarkað rúm blaðsins. Þá eru aðsehdar greinar yfírleitt ó- þarflega langar og deilur þær, er út af þeim spinnast, oft óhæfilega rúmfrekar. íslensk blaðamenska —• hjer er átt við dagblöðin — er ennþá svo img, að ekki er lcomið fast snið á liana ennþá. En vegna staðhátt- anna lilýtur það snið að verða sjerkennilegt. Útlend reynsla og fyrirmynd getur ekl« átt við hjer nema að litlu leyti. Það verður hlutverk dagblaðanna sem nú eru uppi í Reykjavík, að sníða stakk- inn í samræmi við kröfur almenn ings. Og mun óhætt að gera ráð fyrir að þær verði þannig, að „reyfara“ -blaðamenskan nái aldr- ei viðgangi hjer á landi. — Jú, hræðilega! Jeg færi ekki út í ef manna hefði ekki bannað mjer það. —- (Table Talk, Mel- bourne). — Hann sagði að jeg hefði „klassiskt“ andlit. Hvað skyldi hann hafa átt við? — EUilegt! iEverybody’s Week ly. London), m

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.