Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1927, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1927, Blaðsíða 6
254 eins og myndirnar sýna, sem tekn- ar eru úr ágætum þýskum bókum. Á nóttunni á að vera að minsta kosti 8 stunda hvíld fyrir barnið og móðurina. .— Það er leyfilegt að gefa 6 máltíðir með þriggja stunda millibili fyrstu vikuna, ef barnið er veiklað og eru máltíðirnar gefn- ar á þessum tíma: kl. 6 að morgni, ,kl. 9 f. h., kl. 12 á h., kl. 3 e. h., kl. 6 e. h. og kl. 9 eða 10 á kvöldin. Prá því kl. 10 á kvöldin til kl. 6 á morgnana á að vera alger livíld og barnið venst því svo vel og fljótt og sefur oftast í einum dúr alla. nóttina. Vakni það, má skifta á því og snvia því, en alls ekki gefa því neitt. Hafi barnið konust upp á það að drekka á nóttunni, þá er það enginn hægðarleikur fyrir móðurina að venja það af því. Þá lremur gerfifæðan, og finst mjer höf. ætla heldur en ekki að svelta hvítvoðungana. 1. vikuna á barnið að fá 1 part mjólk, 3 parta vatn eða seyði; 2!—4. vikuna 1 part mjólk, 2 parta vatn, og ekki fýr en það er 5 vikna á það að fá þá blöndu, sem það í raun og veru ætti að fá frá ivpphafi, nefnilega helmingsmjólk' þ. e. jafnt af mjólk og vatni. Það er því eðlilegt að barnið þurfi að drekka oft til að fá þær hitaein., sem því eru nauð- synlegar, til þess að það deyi ekki iir hungri og vafasamt hvort það ekki veslast upp með þessari blöndu, þrátt fyrir 8 máltíðir. — Þessi mikla vökvun (og tíðu mál- tíðir) er alveg gagnstæð skoðnn sjerfræðinga lijer í Þýskalandi. — Aður fyr var það venja hjer að gefa fvrstu vikuna þriðjungs-. mjólk (1 hluti mjólk, 2 vatn), en reynslan sýndi að börnin fengu ekki nóg og döfnuðu eklti, heldur ljettust og óregla kom á melt- inguna. Mjer er alveg ómögulegt að fara nákvæmlega út í alt sem sagt er um gerfifæðuna og sem er al- gerlegá rangt. .Teg set lijer til sam- anburðar hvernig gerfifæðunni er hagað hjer í Þýskalandi og getai mæðurnar svo borið saman hvort hægara er og einfaldara og geta reynt hvort börnin þrífast ekki betur með þeirri aðferð. Nú er venjan hjer í Þýskalandi, gð gefa strax fýrstu vikuna helm- IiDBBÖK MOBOUNBLAÐSÍMB .... -- . _______t_ ingsmjólk (1 hluti mjólk, 1 hluti vatn) með 3—5% af sykri. f 1 liter af brjóstamjólk eru 700 hita- einingar, í 1 líter af kúamjólk er eitthvað minna, en eru reiknaðar líka 700, en hlutföllin eru þar önn- ur. Það er meir af eggjahvítu í kúamjólkinni; en þegar hún er blönduð) til helminga, er munurinn ekki mikill, fita er svipuð, en hún er líka þynt vít tif helminga, syk- ur er minni í kúmjólkinni, og er auk þess þyntur um helming. Það vantar þá talsvert af fitu og syk- ur í þessa blöndu, svo að hún hafi sama næringargildi og brjósta- mjólkin. Þessa vöntun verður að bæta upp með sykri og seinna líka með mjöli. Nota má venjulegan sykur eða soxhlets-sykur eða báð- ar teg. saman. — Venjulegur syk- ur gerir hægðirnar linar, soxhlet- sykur gerir þær harðar. Af þessari blöndu er svo gefið í lok fyrstu vikunnar 5 x 50 gr., aðra vikuna 5 x e. 80 gr., þriðju vikuna 5 x 110—120 grömm. Nú er ekki nauðsynlegt að bæta við, ef barnið dafnar vel fyr en sjáan- legt er að barnið fær ekki nóg, þá fyrst er gefið meir, en þessi blanda er gefin fyrstu 4—5 mán. Þó má blanda mjólkina með hveitisúpu úr því barnið er orðið 3 mán. (í hver 100 gr. a^ mjólk og vatni 3 gr. hveiti). Sykurinn er ekki auk- inn. — Nú getur móðirin aukið mjólkina í blöndunni smátt og smátt svo að þar verði 2 partar af mjólk og 1 partur af vatni eða hveitisúpu. Aldrei skal gefa hvU- voðung eða smábarni meiri vök ,• un en 200 gr. í einu eða 1 líter á dag. 250 gr. í máltíð er1 of mik'ð. Þegar baniið er orðið 4—5 mán. gamalt er byrjað að gefa því að borða. Höf. segir hjer, að byrja á því þegar barnið er orðið 7—8 mán. Það er of seint. Þegar barn ið er orðið 4—5 mán. og jafnvel fyr, þarf það að fá meiri sölt )g meiri vitamin, en eru í mjólkinni, til að verjast beinkröm. Venju. lega er byrjað með mjólkurgraut, en ekki kjötsúpu eins og höf. ráð- leggur. — flVíjólkurgrauturinn er venjulega soðinn fyrst með monda- mini eða maizena, sem er afarfínt og auðmelt maismjöl, ekki ósvipað kartöflumjöli. Grautur þessi er gefinn sem miðdegisverður með dálitlu af ávaxtasaft út á (bérja- saft eða appelsínusafa) eða með eplamauki. Þfgar barnig hefir lært að borða og vanist grautnuni. er hann gefinn sem kvöldmatur og til miðdegisverðar fá börnin græn- meti, oft soðið í kjötsoði og dá- lítið af kartöflustöppu með Jeg hefi sjeð kvartað undan því í blöð- unum heima, að oflítið skuli vera tekið tillit til þess í þessari bók, hvaða mat hægt er að fá heima á Islandi. Jeg er hrædd um, að þaö sje frekar að mæðurnar viti ekki hvernig eigi að matreiða grænmet- ið, heldur en að það sje ekki fá- anlegt, í það minsta í Reykjavík. Höf. telur upp allar þær græn- metistegundir, sem liægt er að gefa börnum, en honum hefir láðst að segja hvernig eigi að matreiða þær. — Höf. er mjög mikið fyrir svipur, en sjerfræðingar hjer vilja sem minsta vökvun (súpur). Egg vill höf. gefa börnum úr því þau eru 9 mán., en hjer eru egg alger- lega bönnuð þangað til barnið er að minsta kosti 2 ára. — Á mat- arseðlunum stendur hvergi að gefa skuli rúgbrauð, heldur hveiti- brauð. Sjerfræðingar hjer fyrir- skipa það gagnstæða, því grófara sem rúgbrauðið er því betra. Þá koma leiðbeiningar um mjólk urblandið; hvernig það er vítbúið og er jeg hrædd um að margri móðurinni muni finnast seyðiiv skrítið, t. d. það sem soðið er af lirísgrjónum í 10 mínútur. Yfir- leitt er allur lcaflinn um gerfifæð.- una óhæfur. Toturnar, segir liöf. er best að þvo úr grænsápu og sódavatni. Jeg get ekki að því gert, að rnjer fmst það óþrifalegt; en því segir ekki höf, að sjóða þær einu sinni á dag, eða á eftir hverri máltíð? — Það er svo miklu einfaldara og þá getur móðirin verið alveg viss um, að allir gerlar sem kynnu að sitja í eða á totunni eru dauðir. Þetta er reglan á öllum barnahælum, lijer. Að geyma toturnar í vatni er úrelt. Gerlarnir þrífast nefni- lega dásamlega vel í vatni, þess vegna eru toturnar geymdar þur- ar í glasi með loki yfir — og glas- ið er auðvitað þvegið daglega. Að endingu langar mig að minn- ast dálítið á kaflann um hægða- tregðu. Hún ætti aldrei að þurfa,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.