Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1927, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1927, Blaðsíða 7
LÍJSBÓK MOkQtJlíBLAÖSLN'S 268 l’á fór hún vitanlega að skæla, henni, var svo gjarnt til þess upp á síðkastið: Hann er svo önugur, aðstoðarpresturinn! hikstaði hún. Getur þú ekki farið fyrir mig, manuna ? — Fjandinn fjarri mjer! Því skyldi jeg eiga að vaða foraðið fyr ir þig? japlaði hún. — Nei, nei, sagði Lárcnsa snökt andi. Mjer og drengnum mínum eru öll sund lokuð! Það verður að fara sem fer. En þar skjöplaðist henni Lár- ensu litlu heldur en ekki. Það voru ekki allar bjargir bannaðar. Káð- ið vænkaðist, þegar hún Tvígilda- Petra átti barnið. Aðstoðarpresturinn hafði verið dálítið alþýðlegri upp á síðkastið. Ekki verið eins grófur í kjaftin- um þegar hann stóð í stólnum. Enda hafði hann ástæðu til að mýkja málið. Voru afleiðingarnar af vandlætingarsemi hans ekki þegar farnar að koma í ljós? Var söfnuðurinn ekk-i þegar farinn að siðast? Hafði hann fengið tilkynn- ingu um! svo mikið sem eitt óskil- getið barn síðustu tvo mánuðina? Onei. Nú stefndi í rjetta átt. Það var satt, að enginn stór- syndarafótur liafði stigið yiTr þröskuldinn á skrifstofunni hans seinustu vikurnar. Aðeins gamlar útslitnar kerlingar, sein báð'i um að skíra fimta eða sjötta afkvannið sitt. Engar aðrar. En ógiftu mæðrunum liægðist um andardráttinn daginn sem þær heyrðu að Tvígilda-Petra væri lögst á sæng. Nú rætist úr! iiugs- uðu þær með sjer, hún Tvígilda- J’etra kann ráð við öilu! Við hinkr um við og sjáum til hvernig hún fer að. Hún er ekki myrkfælin! Hún verður ekki að læpu, hvorki fyrir aðstoðarprestinum nje öðr- um skröggum! Tvígiida-Petra var komin að spunavjelinni sinni á áttunda degi eftir að liún ól barnið. Hún var feit og gild eins og áður, máske dálítið fölari en söm í skapinu: Andskoti af því ef maður má liggja í bælinu noltkra daga og hvíla sig, svo að ekki sje alt kom- ið í vitleysu, þegar maður kemur aftur! sagði hún við ,,bak-stúlk- una“ sína. Líttu á, þú hefir ekki hreinsað tannlxjólin almeunilega, subban þín! Það ískrar og livín í hverju hjóli, hefirðu ekki nent að bera á, letiblóðið þitt? — Hvernig líður snáðanum þín- um? spurði stúlkan. Er hann lag- legur ? — Yndislega, sagði Tvígilda- Petra. Aldrei eignast ]»ú annað eins barn! — Er haun skírður? spurði stúlk- an og glotti lymskulega. -—Haun skal verða. skírður! sagði Tvígilda-Petra. Jeg fer til aðstoð- arprestsins einhvern daginn í vik- unni. Ög einn góðan veður dag stóð Petra á skrifstofunni lijá prest- inum. Hún var fyrirferðarmikil og ófeimin. Hún leit ekki niður á gólfið ‘ undan beittu augnaskeyt- unum aðstoðarprestsins. — Er presturinn heima? spurði liún. Sjálfun presturinn? — Hvert var erindið? spurði að- stoðarpresturinn og lagði hvítu hendurnar á diskinn fyrir framan skrifborðið. — Presturinn! sagði Tvígilda Petra. Grön sjálfur. Jeg þurfti að spjalla við hann. Haun barði fingrunum óþolinmóð ur í diskinn: Þjer ‘verðið að snúa yður til inín. Er það greftrun? Er það bjónavígsla ? Er það skírn? Tvígilda-Petra fór með höndina ofan á bringu og rjetti fram brjef- miða og lagði á diskinn fyrir fram- an prestinn: Hjerna er skírnarseð- illinn minn, sagði hún. Jeg ætla að segja mig úr þjóðkirkjunni! — Segja yður úr — ? Prestuv- inn rjetti úr sjer eins og hann hefði verið barinn. — Segja yður úr —■ ? — Ur þjóðkirkjunni, já! svaraði Tvígilda-Petra og kinkaði kolli. — Jeg ætla að verða mormóni! Aðstoðarpresturinn var rauður af vonsku, beit á vörina, gekk út að glugganuiu og glápti út. En að baki lionum stóð Tvígilda-Petra brosandi og hnubbaraleg. He, he! Honuni var ekki um þetta! Hann var sjóðandi vondur! Jú, vissi hún ekki, honum var ekki um mormón- ana? Var hann ekki á þönum eft'r henni Ingu Dælin dag eftir dag, þegar hún ætlaði að fara til Utah? — Jú, liún skyldi svei mjer kcnna prestinum að lifa, bíðið þið bara bæg! Nú sneri aðstoðarpresturinn sjer að henni: Hvaða ástæðu hafið þjer til að snúa bakinu við kirkj- unni okkar? spurði liann. Hafið þjer gert yður ljóst, hve alvar- li'gt spor þjer eruð að stíga? — Já, já. Jeg hefi liugsað mig uin! sagði Tvígilda-l’etra. Hvaða ástæðu jeg hef? Ástæðan mín ligg- ur heima og bíður, það gerir hann! — Bíður? Liggur heima og bíð- ur? Jeg skil yður ekki — — Jeg á við það, að snáðinn verður að skírast, og jeg vil lial'a það svikalaust gert, sagði Petra. Hún fleygði af sjer sjalinu á næsta stól og rjetti nú úr sjer og setti á sig svip: Gerið þjer nú svo vel að stryka mig út, sagði hún. Aðstoðarpresturinn settist við skrifborðið sitt og fór að blaða í þykkum kirkjubókum, og svo var eins og liann færi að krota eitt- hvað á blað. En svo lokaði han’i bókunum og stóð upp aftur: Jeg botna ekkert í þessu, sagði liaim óðamála. Segja sig úr þjóðkirkj- unni til þess að fá barnið yðar skírt ? Er ]>að ekki einmitt kirkj- an sem veitir skírnina. — Ekki grónum af ]>ví tieinu, sem minn er. sagði Tvígilda-Petra. — Sem yðar er? Er liann öðru vísi en önnur börn ! — Jeg er ekki gift! sagði Tví- gilda-Petra. Króinn minn er af því tæinu, sem presturinn kattar óskil- getin börn'! Hún starði í augun á prestinum, um leið og bún sagði ]>etta, og nú var það liann. sem arð að líta undan og góna í gólfið? — Jeg á annríkt! sagði l’etra. 'Tufið ]>jer klórað yfir nafnið mitt? Nú gekk aðstoðarpresturinn að iienni og gerðist mildur í máli: 011 börn eru jöfn fyrir guði. sagði liann. Þjer þurfið ekki að segja. yður úr kirkjunni af þeim ástæð- um. . — Að króarnir eru jafnir, ]>að veit jeg sjálf, sagði Tvígilda- Petra. En að því sem hjer er sagt, hefir aðstoðarpresturinn ekki vit- að ]>að. Og þess vegna höfum við orðið ásáttar um það stúlkurnar, að skrifa okkur iun lijá mormóu*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.