Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1927, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1927, Blaðsíða 6
342 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Stillur" Ný ljóðabók eftir Jakob Thorarensen. íslendingum hefir löngum látið skáldskapur.Hann hefir verið þjóð- inni svaladrykkur í steikjandi sól- skini, hlýja í fárviðrum og frost- um, dœgrastytting í skammdegi og dægurlenging um vorbjartarnæfur. Það er því altaf fegins atburð- ur með þjóð vorri er ný ljóðabók kemur út, hafi skáldið eitthvað nvtt til brunns að bera. Ein slík ljóðabók er nú nj'kom- in, eftir það skáldið er ber höfuð yfir flest önnur nútíma skáld. Það eru „Stillur“ eftir Jakob Thor- arensen. Það er nú all-langt síðan að fyrstu kvæði Jakobs birtust og sáir menn fljótt að þar var enginn miðlungsmaður á ferðinni. Árið 1914 gaf hann út fyrsto Ijóðabók sína, ,jSnæljós“, ,Spretti‘ 1919, „Kyljur“ 1922 og nú koma „Stillur.“ Eru þær bókanna best- ar að flestu leyti. Er þar livert kvæði gjörhugsað og hendingar hnitmiðaðar, svo að ekki er gott að gefa lýsingu á bókinni með því að takaí glefsur iir henni. Þó skal það nú reynt, en menn verða að hafa það hugfast að bókin sjálf sem heild, er miklu betri heldur en þessi fáu dæini geta horið votf um. Þau eru aðeins tekin til þess að sýna fjölhæfni skáldsins, orð- gnótí og frumleik í framsetning og vali efnis. Skáldið er hrifið af sveitamenp- ingunni, en lítst ekki á ofvöxt kauptúnanna, og segir svo: „Ljúktu upp augum landið trausta láttu ei hafið blekkja þig, láttu ei sópast sonu lirausta sjávar til, liinn breiða stig. Þá mun dimma og þann veg hausta að þjóðernið má vara sig.“ En í sveitunum „snýr vættur beittum brandi böli mót, ef liggur á.“ Köllun þjóðarinnar er: „Okkur ber að vilja og vinna, — venda landsins fornu klæðum, sauma úr fjallsins urðarúlpn ungfrúr kjól, með grænum slæðum.“ „Kvikt í bygð sjer vorið varla, víðáttan í mannahraki. Sinna skyldi fólksins fjölgun fráleitt minna en silungsklaki.“ Svo snýr skáldið bæn sinni ti! forsjónarinnar: „Kenn mjer að vrkja og óði hindra andskota, er myrkva lands vors sól.“ Um vísindin og fróðleiksfýsn mannkynsins segir skáldið: „Það magn er grimt og dauða-dult, sem dylst í iðrum jarðar. Og þar fær mannkyn margspurult ei mjúklegt svar, en skýrt og fult: að engan nm það varðar.“ „Dýpst í skauti dularhylja drotnar kraftur huliðsvilja, þess er engir þankar skilja, þangað daprast liverjum flug, —“ ' Og þegar skáldið lítur í barm þjóðarinnar, verður því að orði: „Vor mesta smán veit oftast inn. en iit snýr sæmd og heiðurinn. Margt á skrítið maðurinn í minninganna kistu. Þó skíni af ýmsu skrani þar er skarð í sumar dygðirnar, sem fagrar voru í fyrstu. Eitt verk er dýrst, það vandamál, að vinna gull úr eigin sál, en örðugast af öllu.“ Lífsþrá mannanna sjer skáldið í þessu Ijósi: „Það eru örlög allra manna að unaðsemdir minninganna ofvöxt fá við heljar hlið.“ Heimilislífi sumra er lýst svo: Skáldið kemur á heimili nýgiftra lijóna : „Jeg fann þar hjónin heit og ör við hæstu þránna flæði, með blyá í augum bros á vör og bjartan svip og glaðleg svör, svo frjáls og fögur bæði.“ Tíu árum seinna kemur skáldið aftur: „Og þar var kominn risi í rann, sá rammi, liljóði, bleiki — og sitt á hvoru hnjenu liann með hjónin sat og ljett sjer vanu, — hinn leiði hversdagsleiki.“ Yfirleitt er þung undiralda í kvæðum Jakobs, en ljettleik get- ur liann þó brugðið fyrir sig ef honum sýnist. Fáir munu geta kveðið eins ljett og það sem hann segir urn vorið: Á mosunum gráu og móanna rýrð er munað og hljómleika að fá, hjá söngmeyjum smáumerdaglangt um dýrð og dásemdir kveðast þar á. Og það eru ekki allir afar, sem fá eins hlýja dánarkveðju og afi hans. Hjer skal jeg stinga við fótum. Þetta átti ekki að vera ritdómur um bókina nje gagnrýni á Jakob sem skáldi. En svo mikið er víst að á Jakob má heimfæra orð Þor- steins Erlingssonar: „en ef gleymist þúfan þín þá verður hljótt um fleiri.“ Á. Ó. Ábyrgðartilfinning. Einn morgun gaf Napoleon þá skipun á herstöðvunum við Boul- ogne, að liann ætlaði að kanna sjólið sitt þar úti fyrir ströndinni. Skípunm var bcrin til Bru’x að- míráls, en hann neitaði með óbif- anlegri festu, að liðskönnunin færi fram. Þegar lteisarinn kom stuttu síð- ar til herbúðanna af gönguför, sá hann, að engar ráðstafanir voru gerðar til þess að liðskönnunin færi fram. Hann sendi eftir aðmír- álnum, og hann kom tafarlaust. — Bruix aðmíráll! sagði keisar- inn, hversvegna hafið þjer ekki framkvæmt skipun mípa ?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.