Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1927, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
347
Nýjasta drápsvjelin. —
Þessi gríðarstóra flugvjel er smíðuð í Frakklandi og er henni ætlað að gera árásir á óvina-
borgir í ófriði. Getur hún flutt i einu \% smólest af sprengikúluin. Það er ætlað manna, að ef
til ófriðar skyldi draga bráðlega,' þá muni slíkar flugvjelar sem þessi, hafa afar mikla þýðingu,
fcjerstaklega vegna þess, að mönnum hefir ekki tekist að auka varnir gegn flugvjelaárásum jafnt
'því, sem flugvjelarnar hafa verið gerðar hættulegri. — Þessi seihasta drápsvjel er gott sýnishorn
þess liver hugur fylgir máli þegar stórþjóðirnar eru að tala um frið og afvopnnn. Er það síst að
undra þótt lítið verði úr friðarstarfi Þjóðabandalagsins meðan helstu aðilar þar eru í kapphlaupi
um það, hver geti tekið mestum framförum í þeim vísindum að drepa menn.
að svo virðist sem hverir og laugar
komi aðeinS frain á þeim stöðum,
þar sem eru krosssprungur. Svo
er t. d. við Laugarnar hjerna. Er
greinilega sprungu að sjá frá norð-
vestri til suðausturs, sem liggur
yfir aðalsprungustefnuna milli
Hliðslaugar á Álftanesi og Kolla-
fjarðarlauga, um það bil sem
Þvottalaugarnar eru.
Jeg geri ráð fyrir, að þannig
hagi til, að hið heita jarðvatn, geti
ekki brotist ripp að yfirborðinu,
nema að þversprungur raski jarð-
lögunum, sem liggja ofan á aðal-
hitasprungunum.
—- Hvernig viljið þjer að undir-
búningur verði undir það, að taka
hverahitann til notkunar hjer í
stórum stíl ?
— Jeg lít svo á, segir Þ. Þ., að
landið eiga að kosta tilraunir í
þessu efni. Hjer þarf að gera bor-
anir til reynslu. Holurnar þurfa
ekki að vera nema 10 sentimetrar
eða svo að þvermáli. Gullborinn,
sein hjer er, og átti að nota við
„Gullmýrar“-gullið, mun e. t. v.
geta komið að notum. Þessar bor-
unartilraunir ætti helst að gera á
áðurnefndum sprungubeltum, því
að þar teljeg mestar horfurnar á
því, að grynnra þyrfti að bora til
að ná í nægilegan jarðhita, og þó
einkum ef borað er í námunda við
laugar og hveri.
Gera þarf einnig nákvæmar at-
huganir á hverum um lengri tíma,
á hitastiginu, efnainnihaldi vatns-
ins og hvaða breytingum þeir
kunna að taka í jarðskjálftum.
En það atriði málsins er mjög þýð-
ingarmikið, þar sem menn taka
jarðhitann í yfirborðinu, því vera
kann að jarðrask í landskjálftum
f
trufli framrás hitans, hinsvegar .
eru litlar líkur til þess, að land-1
skjálftar trufli hitaveitu úr djúp-fi
um borunaraugum.
En það er óbifanleg trú mín,™
segir Þorkell að lokum, að við
megum vænta okkur afar mikils
gagns af hverahitanum. Með hon-
um má óefað reka aflvjelar. Með
honum má hita upp híbýli manna,
og gróðurskála svo stóra, sem
vera vill. Halda má ákveðnu
hitastigi í skálunum, og reka hjer
ræktun í gróðurhúsum í svo stór-
um stíl, sem mannfjöldi og fjár-
magn landsmanna leyfir. Það er
enginn efi á því, að við hvert ein-
asta hverasvæði landsins verður
hægt að ná í nær ótæmandi hita.
Þar sem hverir eru nálægt sjó,
verður hægt að nota hitann til
saltvinslu. Þannig mætti lengi
telja.
Þá vil jeg og vekja athygli
manna á því, að hveragufa og
hveravatn virðist hafa heilsusani-
leg áhrif, og jafnvel geta læknað
suma þráláta sjúkdóma. Mig furð-
ar á því, að engir af leknum
landsins skuli taka þetta til rann-