Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1928, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1928, Síða 1
Nytt hoIösueikismeðaL Eftir 5cemunö Bjarnhjeðinsson prófessor. öímskeyti kom fyrir nokkru, um ac fundið væri upp „nýtt liolds- veikis ineðal“, miklu betra, en menn hingað til hefðu átt að venj- ast. Skeytið getur um að það lækn- aði um 100% af sjúklingum, ef sjúkdómurinn væri tekinn í tíma, meðan hann er á byrjunarstigi. Fyrir fregninni var borinn mjög kunnur holdsveikisfræðingur, ensk- ur, Sir Leonard Rogers, fyrrum prófessor í sjúkdómafræði við há- skólann í Calcutta á Vestur-Ind- landi, en nú er hann kennari í hitabeltissjúkdómum við lækna- skólann í Lundúnum. Enska tímaritið Lancet frá 14. jan. flytur nú ritgerð um þetta efni eftir Rogers sjálfan. Af henni sjest það, að skeytið hefir rjett eftir lionum, að svo miklu leyti sem það nær og þar á meðal að lækna megi með þesari lækninga- aðferð alt upp í 100% af sjúkling- um á byrjunarstigi, en 15—20%, ef veikin liefir staðið í átta ár. Annars er það ekki Rogers sjálfur, sem sagt er að hafi náð þessa ágæta árangri, heldur einn af samverkamönnum hans, Skot- inn Ernst Muijr, ásamt tveim Baudaríkjalæknum Wade og Lara frá Culiou, einni af Filippuseyjun- um. Evju þessa hafa Bandaríkja- menn tekið til einangrunar holds- veikum og þeir hafa að nokkru leyti sjálfsstjórn þar, en auðvitað þó undir yfirumsjón embættis- manna frá Bandaríkjunum. Þar eru skólar, kirkjur, leikhús og ým- islegt, til að gera sjúklingunum lífið sem ánægjulegast. Eins er sjúklingunum sjeð fyrir ýmiskon- ar vinnu. Náttúrlega eru þar spít- alar fyrir sjúklinga, margir Am- eríkulækuar og águdar rannsókn- arstofur af ýmsu tagi. Muir og tveir af Ameríkulækn- unum höfðu nú á síðasta ári gert tilraunir á eitthvað 1000 sjúkling- um og út af þeim tilraunum er þe'ssi fregn komin. Hve margir sjúkl. áttu að hafa fengið fullan bata, og hve rnargir hafa verið úr lægra flokknum (15—20%) verður eigi sjeð. Samkvæmt fregnunum var nýja meðalið olía, en varla er hægt að kalla liana nýtt meðal, því liana liafa menn lengi þekt. Hún er kölluð Chaulmoograolía, fæst . úr fræjum ýmsra trjátegunda, sem einkmn vaxa í Austur-Indlandi (Birma, Singapore o. fl. löndum). Þau teljast til einnar ættar (bixa- oed), en olían er nokkuð mismun- andi að efnasamsetningu og ýms- um eiginlegleikum, t. a. m. erta olíur úr mismunandi trátegundum meltingarfærin, meira eða minna. Chaulmoograolían hefir verið lengi notuð í þessum löndum og víðar í Austur- og Suður-Asíu um mörg ár, að minsta kosti í 1% öld við holdsveiki, því hún er almenn þar eystra. Ekki var þó farið að rannsaka olíuna á vísindalegan liátt, livorki samsetningu eðu verk anir fyr en seint á síðustu öld, skömmu fyrir aldamótin. *- Hún hafði það sameiginlegt með mörg- Um öðrurn góðum meðulum, að fyrst var það fólltið, almenning- ur, sem einhvernveginn datt í hug að reyna hana, þóttist sjá árangur af henni við holdsveiki, en seinna tóku vísindamennirnir að athuga þetta. Menn tóku olíuna inn og gera það oft ennþá, en þegar svo rann- , sóknirnar byrjuðu, fundu menn ýms efni þar, ýmsar sýrur ómett- aðar eða hálfmettaðar. Svo var farið að búa til ýms sambönd, úr þeira og öðrum efnum og smá- fikra sig áfram. Kostur þótti það við ýms þessarra efna, að hægt var að dada þeim "inn í æðar sjúk- linganna, koma þeim þannig beina leið inn í blóðið og sleppa þannig við að gefa þau inn á venjulegan hátt, með öðrum orðum: fara fram hjá meltingarfa:runum, en svo er gert með fjölda meðala nú orðið, sem maginn þolir alls ekki eða illa. Það er þó ekki nema 13—14 ár síðan byrjað var að nota olíuna á þann hátt. Að vísu voru uokkrir læknar nú um aldamótin farnir að kom- ast á þá skoðun, að Chaulmoogra- olían væri gott meðal, einstaka læknar töldu hana óyggjandi lækn ismeðal, helst þeir sem höfðu minstu reynslu. Hinir, og þar á meðal langfremsti og reyndasti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.