Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1928, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1928, Blaðsíða 2
354 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS annarlegur og utan við sig við þessa atburði, að honum virðist hafa veitt erfitt að átta sig á, hvað hann hafi átt og hvað hann hafi mist, gerir stundum auðsjá- anlega ofmikið úr því, og er ekki ávalt sjálfum sjer samkvæmur, er stafar af hinni fyrnefndu truflun, e'i þrátt fyrir þetta, er hann vit- anlega besti heimildarmaðurinn fyrir því, hvað' farist hafi. Hann bjó þá í Store-Kannike- stræde (nál. stúdentah. Elers) og hafði bókasafn sitt á neðsta lofti, þar-sem hann bjó, og líklega eitt- hvað af hinum dýrmætustu haná- ritum, en meginhluti þeirra var á efri hæð. Þá er eldurinn nálgaðist íbúðarhús lians og skorað var á liann að hefja þegar björgun og flytja burtu, sinti hann því ekki fyrst í stað, vildi ekki koma bók- um sínum í óreiðu og hafði lánað flutningsvagn sinn öðrum, en hefir ekki atliugað hversu ægilega fljótt tldurinn brunaði áfram. Loks tók hann þó að flytja burtu safn sitt e<* muni, þá er Frúarkirkja stóð í björtu báli, en það hefir verið of seint byrjað á þeirri björgun og flutningurinn mikill. Eru sjerstak- lega. nefndir þrír íslenskir menn, er unnu að þessu starfi: Finnur Jcnsson, síðar biskup, þá nýorð- inn kandidat í guðfræði, (Hann hefir ritað föður sínum, sjera Jóni Halldórssyni í Hítardal, all- nákvæma skýrslu um brunann, ]ió ekki um björgunina á safni Arna. Skýrsla þessi er í annál sjera Jóns (Hítardalsánnál), sein innan skams verður gefinn út í annálaútg. bók- rrentafjel.), Magnús Gíslason síðar amtmaður og Jón Ólafsson frá Gninnavík. er kveðst hafa unnið mest að þessu, en Finnur hefir víst gengið þar allvel fram, því að hann kveðst síðastur allra hafa far- ið iit úr húsinu, þá er logarnir voru farnir að leika um bækurnar. (Hist. ecel. IIT, 576). En það var ]<) 5 e. h. á fimtudaginn (21. okt.) er Árni varð að flýja algerlega úr liúsinu og skilja þar við mestalt bókasafn sitt, sem herfang elds- ins. Og er hann gekk síðast út frá bókum sínum benti hann á hillurn- ar og sagði, að þarna værubækur, er hvergi væru framar fáanlegar í yeröldinni; var þar á meðal hið emasta eintak, er þá var til af „Breviarium Niderosiense“, fvrstu bókinni, er prentuð var hjer á landi 1534. (Árni fluttist þá fyrst með leifarnar af safni sínti til Hans Beckers timbursala á nyrðra horninu við Hallandsaas (nálægt Gautagötu). Becker hafði áður verið í þjónustu hans, varð síðar lögmaður hjer (dó í Brolc- ev 1746). Finnur segir, að þá er síðasta vagnlilassinu var ekið burtu hafi vagninn verið svo hlað- inn, að eftir hafi orðið meðal ann- ars lítil kista (scrinium) með ýms- um eiginhandarritum Árna sjálfs og hafi honum fallið þyngst af öllu að inissa það, enda víkur hann að því í brjefum sínum, bæði til Orms sýslumanns Ðaðasonar 2. jéní 1729 og sjera Jóns Halldórs- sonar í Hítardal 18. s. m., (Brjef þessi eru prentuð í Á. M. Private Brevveksling Kh. 1920, og eru þau aðalheimildirnar fyrir því, hvað glatast hafi úr safni hans í brun- anum), að þær upplýsingar fáist aldrei aftur, er hann liafi sjálfur safnað saman, t. d. um æfi Guð- brands biskups, og sjera Arngríms iærða, um annálahöfunda síðari alda, biskupa, hirðstjóra og lög- menn o. m. fl. Sjerstaklega getur liann þess, að æfisaga Arngríms hafi nálega ver- ið fullbiún og allgóð. Er mikill skaði að missi þess rits, með því að æfisaga þess mæta manns er annars allmjög í molum og glomp- ctt um marga hluti. — Það ætla menn, að þau tólf blöð úr Víga- Styrssögu og Heiðarvíga, er lánuð voru frá Stokkhólmi og fórust í brunanum hafi verið í kistunni, er eftir varð í garðinum við hús Árna. Er nú Víga-Styrssaga ekki lengur til, nema það, sem ritað er eftir minni Jóns Grunnvíkings eft- ir glötuðu skinnbókinni og er það auðvitað lítilsvirði, þótt skárra sje en ekki neitt. Bókasafn Árna, þ. e. safn hans af prentuðum bókum varliarla f jöl- skrúðugt og fágætt, þar á meðal afar sjaldgæfar útgáfur á ýmsum tnngumálum. Segir hann sjálfur, að hann hafi varið 5—6000 ríkisdöl- um að afla sjer þessa bókasafns. Hafa þar auðvitað verið allar ís- lenskar bækur, er prentaðar voru fyrir 1728, sumar eflaust í fleiru en einu eintaki, og hinar vönduðustu, er unt var að fá. En sá skaði var ekki jafn til- finnanlegur fyrir íslenskar bók- mentir, eins og missir fjölda papp- írshandrita íslenskra, er fórust hjá Árna. Hinsvegar misti hann sama sem ekkert af skinnbókum, og ekkert söguhandrit á skinni af Is- lendingasögum, eða öðrum íslensk- um sagnaheimildum að því er hann sjálfur segir, og hlýtur það að vera rjett. Það má því segja, að hið allra verðmætasta í safni hans hafi bjargast. En hann misti allar afskriftir sínar af öllum íslenskum skjölum fyrir 1550, og það hefir verið geysimikið safn, eftir því sem ráða má af þeim fjölda af- skrifta, sem enn eru í safni hans eftir 1550, því að öllu kappsamleg- ar mun hann þó hafa safnað af- skriftum brjefa fyrir þann tíma. Hafa þar auðvitað farist fjölda mörg brjef frá 14. og 15. öld og fram að 1550, sem nú eru hvergi tii, hvorki í frumriti nje afskrift- um, og er það brjefatjón því ef- laust harla mikið. Einnig kveðst hann hafa mist margar og ágætar íslenskar afskriftarbækur, („Kopi- böger“) og mun hann þar eiga við heildarsöfn einstakra íslenskra brjefa og dóma í afskriftum, sem venjulega eru kallaðar „dómabæk- ur“, og eru allmörg slík brjefa- söfn enn til. Jeg þykist og viss um, þótt hann geti þess ekki beinlínis, að hann liafi átt allmikið safn af dómabókum eða þingbókum sýslu- nianna, sjerstaklega frá 17. öld, og jafnvel eldri, því að slíkar bækur eru nú harla fáar enn við líði frá þeim tínium, og í rauninni eng- in í safni Árna, nema dóma- og þingbók Gísla sýslumanns Árna- sonar á Hlíðarenda frá 1600—1611, er ekki hefir enn fengist afhent hingað, þótt krafist væri með rjettu. Alþingisbækur (eflaust í frumriti) átti Árni óslitnar frá 1570, og líklega í tveim eintökum; það safn brann alt. Einnig brunnu allmörg handrit, er liann hafði fengið frá Oddi Sigurðssyni, t. d. ferðasaga Eggerts Hannessonar frá Hamborg til íslands á síðari hiuta 16. aldar, ferðasaga bræðr- anna Gísla og Si"urðar Odússopá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.