Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1929, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1929, Síða 7
LESJ3ÓK MORGUNBLAÐSINS 55 sem býr á flatlendinu, öðlast ekki staðfestu og áræði fjallbúans. íslenskri gestrisni hefir stund- um verið haldið á lofti, sem eins- dæmi og fyrirmynd sannrar gest- risni. Ætlun mín er alls ekki að vilja steypa henni úr þeim tifjn- arsessi; eftir minni reynslu treyst- ist jeg ekki til þess, enda ann je«í Islandi vel þessa lieiðurs. Þótt undantekningar sjeu mjög margar —* fyrir utan suma þá staði, sem fremur má skoða sem öpinber gisti- eða matsöluhús en sem heim- ili, — þá hygg jeg, að gestrisni á mörgum íslenskum sveitaheim- ilum eigi ekki víða sinn líka. — Hjálpast þar tvent að: Meðfædd hjálpfýsi og umhyggja fyrir gest- inum, að láta honum líða sem best og einskis skorta; Og hinsvegar oft og tíðum nýnæmið á að sjá ókunnugt mannsandlit, ánægjan yfir þeirri óvæntu tilbreytingu að liafa næturgest, sem kemur ef til vill langt að, og hefir frjettir og nýjungar að segja. En íslenska gestrisnin á skæðan keppinaut í Sviss. Naut jeg henn- ar oftar en einu sinni. Minnisstæð- ust er mjer dvölin í Ijenzburg. Jeg var boðinn þangað ásamt norsk- um vini mínum og samverka- manni, Braseth að nafni, til prests- hjóna; höfðu tvö börn þeirra, son- ur og dóttir, unnið með okkur í Liechtenstein. Lenzburg ej- lítill bær í þýska Sviss, milli Zúrich og Basel, nafnkunnur fyrir aldin- mauksgerð. Uppi á hárri hæð við bæinn stendur æfagamall kastali, sem ameríkski miljónamæringur- inn Ellsworth keypti fyrir stríð. Kostaði hann miklu fje til að gera við kastalann, sem var í slæmu ástandi, og kemur nú þangað til nokkurra vikna dvalar árlega. — Eins og kunnugt er, hafði hann átt mikið saman að sælda við Am- undsen, og eitt sinn kom Amund- sen með lionum þangað. Prestur- inn sagði okkur frá þessu og kvaðst sjálfur hafa sjeð og talað við Amundsen. Þetta var einmitt fyrri hluta ágúst um það leyti, sem öll von var að hverfa um afturkomu hins mikla landkönn- uðar. Við stóðuin þar við í tvo daga, Og einskis var látið ófreistað til -að gera okkur dvölina sem á- nægjulegasta. Fyrri morguninn, þegar okkur var borið kaffi í rúmið, varð mjer að oi’ði við Braseth: „Nú, hjer er bara alt eins og heima!“ Þayna var okkur fært kaffi með sykri, brauði og smjöri, aldinmauki og ávöxtum eins og við gátum etið; ekki sykr- aðar kaffikökur eins og heima, því að slíkt þekkist víst hvergi aun- arstaðar, heldur venjulegt hveiti- brauð, eins og borðað er við allar máltíðir. Braseth sagði við mig, að hann hefði oft fengið morgnin- kaffi í rúmið í Noregi, en aldrei vel úti látinn morgunverð eins og hjer. Svissneska þjóðin er mjög söng- elsk. f Stærstu borgunum eru fjöl- mennar og góðar hljómsveitir, og minni borgir liafa einnig sína söng- fiokka og jafnvel hljómsveitir. En það sem vakti enn meiri eft- irtekt mína, voru svissnesku þjóð- lógin. f öðru eins framfaralandi og Sviss þarf enginn að undrast, þótt æðri sönglist sje mikið stund- uð og í hávegum höfð. En hitt er merkilegra að sjá þar þykkar ]>jóð lagabækur inni á heimilum ekki huldar þumlungsþykku ryklagi cða neðstar í bókabunkanum, held- ur við hliðina á sónötum Beet- liovens og söngvum Scuberts. Eru þjóðsöngvar þessir á hvers manns viirum og margir gullfallegir. — Fundir byrja með því, að allir syngja eitthvert þekt þjóðlag; í heimahúsum eða annarstaðar, þar sem nokkrir vinir koma saman, stytta þeir sjer stundir við að „taka iag.“ Þetta hefir líka verið gömul og góð venja á íslandi, en því miður jnun hún ekki eiga annari eins vinsæld að fagna nú. Hygg jeg, að til þess liggi þrjár ástæður. Sú fvrsta, að í sveitinni er færra fólk en áður, og þegar til kaup- staðanna kemur, þykir ekki „móð- ins“ að syngja gömul þjóðlög. Onnur ástæðan er sú, að í sveit- inni vantar nú „fjörgjafann“, brennivínið( sem mun hafa átt ekki all-lítinn þátt í mörgum fjör- ugum söngkvöldum. Þriðju- og að- alástæðúna hygg jeg vera þá, að sveitirnar sjeu komnar á þá skað- legu og röngu skoðun kaupstað- anna, að þjóðlögin sjeu úrglt og þoli ekki samkepni nútíma lista, og að alþýða manna syngi ekki nógu vel og „kunni“ ekki að syngja. „Nú eru,“ segja menn, „lærðir söngmenn og hlj<)ðfæraleikendur á hverju strái, sem „troða upp“ við öll möguleg tækifæri; og hver ætli hafi ánægju af að lilusta á mig, eftir að liafa heyrt til þeirra. Þegar Eggert Stefánsson eða Páll ísólfsson hafa haldið hljómleika hjer, þá þakka menn líklega fyrir að heyra gamalt þjóðlag úr ryðg- uðum bóndabarka.“ — Heima hjá mjer var venja, að málfundir eða ungmennafjelagsfundir byrjuðu og enduðu með ' söng; kringum jólatrjeð á, aðfangadagskvöld var líka altaf sungið. Frá því jeg man fyrst eftir mjer og alt til full- orðinsára voru þetta einar mínar mestu ánægjustundir. Og nii er jeg sannfærður 11111 að ef jeg lieyrði í lcvöld töfraflautu Mozarts á Operunni, eða fimtu hljómkviðu Beethovens leikna af tvö hundruð manna hljómsveit, þá mundi jeg annað kvöld hlusta með óblandinni ánægju á „Hvað er svo glátt“ eða „0, fögur er vor fósturjörð“ sitngið tvíraddað af sveitungum mínum norður á Ásum, ]tar sem hver syttgi með sínu nefi. Jeg mundi fegittn fórna tveimur „Beethovens-kvöldum“ fyrir eitt „tvísöngskvöld.“ Væri sannarlega mikið til ]>ess vinnandi, að hægt væri að reisa íslenska tvísönginn upp frá dauðum. Hann er á söng- sviðinu það sem glíntan er á í- þróttasviðinu. Það er nokkur bót í máli, að kveðskapurinn virðist vera að lifna við á ný og vinna hylli manna. í Frakklandi hefi jeg aldrei sjeð eða heyrt eitt einasta þjóðlag. — Fyrir utan þjóðsöng Frakka, „Ija Marseillaise" (,Fram til orustú), sem nationalistar syngja og leik- inn er við hersýningar og opin- berar móttökur erlcndra stór- menna, nokkra kirkjusöngva, sem trúaði hluti þjóðarinnar syngur við messur, og „I’rnternationale11, sein sósíalistar syngja við sítiar „guðsþjónustur“, heyrir maður varla sömu söngvana ár eftir ár. Það úir og grúir af Ijettúðar- og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.