Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1929, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1929, Qupperneq 8
56 LESBÓK morgunblaðsins gamanííöngvum, sem sumir eru mjög fallegir og ná almennri hylli. En þeir fara eins og tískan; á end- anum fær fólkið leið á þeim og kastar þeim eftir nokkra mánuði í stað annara, sem eru nýkomnir á markaðiinn. Framleiðslan er þrot laus, og kemur þar í ljós hin tak- markalausa andlega frjósemi Frakka. Aður en jeg lýk máli mínu um Sviss, vil jeg drepa lauslega á afstöðu Svissa gagnvart hermál- um. Þar skiftast þeir í tvo flokka. Meiri hluti Jjjóðarinnar virðist enn drukkinn af fornri herfrægð ,telur brýna nauðsvn á að auka herafl- ann, og sje það eina leiðin til að verja sig í næsta væntanlega stríði, meðan nágrannar þeirra haldi á- fram að búa sig undir ófrið, geti þeir í engu slakað til í sínum kröfum, annars væri frelsi þeirra of mikil hætta biiin. Þetta eru hin- ir svonefndu hersinnar (militar- istar). Hinn flokkurinn, friðarsinnarnir (pacifistar, antimilitaristar), sem stöðugt fer fjölgandi, segja. að algerð afvopnun stofni sjálfstæði landsins ekki í verulega hættu, að ónægur herafli sje miklu hættu- legri en enginn her, auk hinna geysilegu fjárútláta, sem herbún- aður hefir í för með sjer. Þeir vilja, að í stað herskyldu komi þegnskvlduvinna. í lögum er svo ákveðið, að þeim, sem geta ekki gegnt herþjónustu af trúarástæðum, skuli veitt und- anþága, en þeir verða að greiða all-hátt ársgjald. Ef einhver neit- ar bæði að gegna herþjónustu og greiða ársgjald sitt, verður hann að sæta fangelsisvist, sem nemur nokkrum dögum og jafnvel nokkr- um mánuðum árlega mn vissan ára fjölda. Af tvennu illu velja þá flestir herþjónustuna, en fang- elsið verður samt hlutskifti margra. En nú vilja friðarsinnar, að ríkið stofni til þegnskylduvinnu fvrir þessa menn, eins og á sjer stað á Norðurlöndum. Árið 1920 var beiðni þess efnis lögð fyrir þingið, studd með 40 ])úsund und- irskriftuín. Loks var henni hafnað árið 1924. Situr þar við enn. En baráttan lieldur áfram. Og Pierre Ceresole, átrúnaðargoð friðgrsinna er ekki einn þeirra, sem gefast upp, ef fyrstu atlögunni er hrund- ið. Með bjargfastri trú á sigri hins rjetta og með óbifanlegum viljakrafti berst þessi riddari frið- arins ótrauður fyrir einu mesta velferðarmáli mannkynsins. 1 Lothringen í okt. 1928. ---------------------- Heisaraafmælið í Doorn. Vilhjálmur fyrverandi keisari. Þann 27. fyrra mánaðar varð Vilhjálmur fyrverandi Þýskalands- keisari 70 ára. í tilefni af fæðing- ardegi þessum, var allmikið um hátíðahöld í smábænum hollenska Doorn, þar sem Viihjálmur hefir nú aðsetur. Hann hefir þar sem kunnugt er umráð yfir höll einni með víð- áttumiklum hallargörðum um- hverfis. Þó fáment sje umhverfi hans í samanburði við það, sem áður var, og lífskjörin allmikið breytt, lætur hann sjer ant um að halda þar uppi hirðvenjum í fornum stíl. En eins og nærri má geta eru þeir tilburðir næsta broslegir. — Blaðamaður sem fekk tækifæri til þess að hnýsast inn í hallargarð- inn um afmælið, sagði m. a. frá því, að hann hefði þar hitt slökkvi- lið keisarans. í því eru fimm menn. — Hefir keisarinn staðið fyrir slökkviliðsæfingum, og skipað þeim fyrir verkum að hennanna- sið. Má geta nærri að mörgum þyki einkennilegt að sjá Vilhjálin standa við 6. mann að hermanii- legum æfingum, nokkrum árum eftir að liann liafði 80.000 manna lífvörð. En þó hann hafi nú tapað jafnt völdum sem áliti út um heiminn, hefir hann í hinum hollenska smá- bæ, með 3000 íbúum, fundið fólk sem lítur upp til hans „keisara- legu hátignar“ og lætur ekkert tækifæri ónotað til þess að sýna sleikjuskap sinn. í síðustu Lesbók er mynd frá afmælisfagnaði Vil- hjálms, þar sem hópur borgara í Doorn koma í heimsókn til hans, til þess að færa honum að gjöf trjebekki tvo með kórónum á, sem eiga að notast í hallargarðinum. ——— — S m æ 1 k i. Bóndi nokkur, sem mál þurfti að höfða, fór til málfærslumanns en lagði enga peninga fram. Málfærslumaðurinn 6k sjer og kvað inálið svo myrkt og flókið, að hann sæi hvorki upp nje niður í því. Bóndi skikli kvað hann fór, fekk honum tvo gullpeninga og mælti: „Hjerna herra minn eru tvö gler í ein gleraugu.“ Hershöfðingi skipaði þjóni sín- um að vekja sig klukkan 5 að morgni, en þjónninn vakti hann klukkan 4. — Hversvegna vaktir þú mig svona snemma, asninn þinn? spurði hershöfðinginn birstur. — Jeg vildi aðeins láta yður vita herra minn, að yður væri óhætt að sofa rólega eina klukkustund enn.“ Hann: Heiðraða yngísmey! Þeg- ar jeg fór hjeðan í gær, varð hjarta mitt. eftir! Hún: Ja, jeg hefi ekki orðið vör við það herra minn, en til frekari fullvissu skal jeg spyrja vinnu- konuna hvort hún hafi fundið það. ítafoldarprentsmiðj* h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.