Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1929, Side 3
LEftBÓK MOM-ÚNBLAÐSÍNft
Í7§
ráðiu af smáþjóð, sem ekki leyfir
að snertar sjeu nauðsýnlegar auð-
lindir liennar. Rjettur sjerhverrar
þjóðar er að sama skapi mikill,
sem hún getur lagt veröldinni
mikið til af vinnu og fje til þess
að vinna hráefnili — hvar svo
sem hráefnin eru. Ef því t. d.
Mexikó reynir að gera Bandaríkj-
unum erfitt fyrir að fá þá olíu,
er þau þarfnast, þá er það skylda
þeirra við heimsmenninguna að
nej’ta aflsmunar.
Þetta var, í stuttu máli, rök-
semdaleiðsla aðmírálsins. Hann
gerði augljóst gabb að þeim mönn-
um, sem enn væru að verja kapi-
talismann með röksemdum um
„helgi eignarr jettarins“. Honum
fanst þeir nærri því eins hjákát-
legir og hinir, er tryðu á hugsjón-
ina um „frið á jörðu“.
Þegar frá þessu er dregið það,
sent hverjum þykir við eiga, • og
hann hefir trú á að rnikill hugur
sje bak' við um „skylduna við
heimsmenninguna", þá má segja,
að í þessari greinargerð felist saga
viðskifta stórþjóðanna við sntá-
þjóðir, sem auðlindir hafa átt. —
Engri smáþjóð hefir tekist að loka
dyrunum fyrir auðmagni stórþjóð-
anna, er það hefir verulega tekið
að sækja á. En þó er sem saga
þessara viðskifta sje aðallega í
tveimur þáttum.
Saga Búanna er gott sýnishorn
annars þáttarins. Búar mistu sjálf-
stæði sitt fyrir þá sök, að þeir
fóru inn á einstrengingslega „inni-
lokuparstefnu11 í atvinnumálum.
En þeir björguðu lífi sínu og fram-
tíð fyrir þá sök, að þeir áttu sam-
úð og virðingu menningarheims-
ins.
Filippseyjamenn, Panamabúar,
Paraguaymenn, Perúbúar, Nieara-
guabúar o. fl. hafa mist alt nema
rjcttinn til þess að vera þrælar.
Vjer fslendingar, sem erlendis
dveljum, höfum tekið eftir því, að
gerð hefir verið sú breyting á þing
sköpum Alþingis, að skipuð er nú
föst „utanríkismálanefnd". Oss
þykir ]»að lofsamlegur vottur þess,
að vaknaður sje áhugi á íslandi
fvrir því, að eigi sje alveg látið
reka á reiðanum um afstöðuna til
annara landa. En hitt hefir einnig
verið áberandi, að stjórnmála-
mönnum iandsins hefir ekki virst
nauðsynlegt að gera grein fyrir
því, livað þeir hefðu til þess máls
að leggja. Jeg hefi að minsta kosti
ekki getað rekist á neina grein eða
ritgerð um það efni. Þetta virðist
því • undarlegra, sem nauðsynlegt
hefir þótt að gera alheimi kuun-
ugt, hvað þeir ætluðust fyrir. uin
skipun utanríkismála árið 1943. —
Hjer hefir það verið gert, sem
ekki lá á, en hitt dregið, er ekki
þolir bið.
Því að það þolir enga bið, að
þjóðin í heild sinni geri sjer sem
allra ljósasta grein þess, hvernig
hún ætlar sjer eða vill snúast gegn
þeim vandamálum utanríkis, sem
að lienni muuu óhjákvæmilega
steðja á næstunni. Hjer skal ekki
gerð nein tilraim til þess að koma
með tillögur í því máli. Aðeius
skal vakin athygli á spurningunni:
Hvaða vopn eða tæki hefir fsland
nú í höndum til þess að halda virð-
ingu sinni eða rjetti, ef til árekst-
urs kæmi við erlent auðmagn?
Mjer er ekki kunnugt um neitt,
og jeg hefi aldrei heyrt getið um
neitt. En eins og jeg hefi lítillega
bent á, þá getur fyr en varir skoll-
ið bylgja af fjármagni inn í land-
ið. Ofurlítil fljótfærni eða glanna-
skapur getur valdið því, að al-
varlegur árekstur verði. Og hvað
tekur þá við? Fer um oss eins og
Filippseyjamenn, Búa, eða á enn
annan veg?
Ef til vill finst ýmsum á íslandi
þessar spurningar svo fjaríægar,
að ekki taki því að hugsa um þær.
En á þá leið hugsar þó enginn sá,
sem t. d. hefir veitt athygli leikn-
um milli Bandaríkjanna og Nicara-
gua síðastliðin tvö ár. Leikurinn
hefir verið of líkur leik kattarins
og músarinnar til þess að unun
hafi verið fyrir íslenska menn að
horfa á. Þeir hafa minst þess, að
Niearagua. er líka „sjálfstætt
ríki“.
En þótt ísland hafi engin vopn
í höndunum í dag, þá er ekki loku
fyrir það skotið, að það geti haft
þau á inorgun. Aðalvopnið er, að
sjeð sje um, að almenningsálit
heimsþjóðanna skipi oss í rjettan
flokk meðal þjóðanna.
Sumum kanH að virðast þetta
vopn losaralegt í samskeytnnum
cg ekki líklegt til stórræða. Hvað
um það, þetta er eina vopnið, sem
hugsanlegt er. Og það er alls ekki
víst, að það bíti ver en önnur.
Ástæðan íyrir því, að Bandaríkja-
menn hafa getað farið svo háðu-
lega með Mið-Ameríku-ríkin er sú,
að heimurinn hefir ekki lært að
bera virðingu fyrir þeim þjóðum,
— hverju sem um er að kenna.
Engin þjóð, hversu voldug sem
væri, mundi dirfast að núa t. d.
Dönum á sama hátt upp úr mold-
inni. Það stafar af því einu, að
almenningsálit veraldarinnar
mundi ekki þola, að svo skammar-
lega væri farið með mentaða
og merka þjóð. Ekkert nema al-
menningsálit hins siðaða lieims
knúði stjórn Englands til þess að
láta það verða sitt fyrsta verk
eftir Búastríðið, að bjóða þjóðinni
liin virðulegustu kjör innan breska
veldisins. Framtíðarvopn minsta
ríkisins í heimi er aðeins eitt;
vakinn sje sá skilningur meðai
heimsþjóðanna, að þessir fáu inenn
e:gi aiveg sjerstakan siðferðisleg-
au og menningarlegan rjett til
þess að lifa óháðir sínu eigiu lífi
— að það væri menningarleg helgi-
spjöll, ef girt væri fyrir vöxt
þeirra og gróður.
í augum margra íslendinga, er
erlendis dvelja, er þetta utanríkis-
mál, sem á að vera íramar öðru
á dagskrá þjóðarinnar. Og þeir
haía horft til þess með fögnuði,
að því leyti, sem stjórn og Alþingi
liefir getað látið þetta ná til und-
irbúnings liinuar fyrirhuguðu há-
tíðar að ári, þá er mjög í rjetta
átt horft. En um það er íslend-
ingum heima vitaskuld kunnugra,
en oss hjer í fjarlægðinni.
En Islendingum heima kann ef
til vill að þykja fróðlegt að heyra,
að sá skilningur um mikilvægi þess
að rjettar hugmyndir um ísland
og íslensku þjóðina ykist út um
veröid, sem hjer heíir lítillega ver-
ið drepið á, hefir verið undirrót
þeirrar starfsemi, sem mannmarg-
ur flokkur hjer vestra hefir verið
að reyna að halda uppi og kent við
Þjóðræknisfjelag Vestur-Islend-
inga. Að því leyti, sem sú starf-.
semi hefir beinlínis snert heima-
þjóðiua, hefir það framar öðru