Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1929, Side 5
LESBÖK MORSUNHLA&íUNS 1«Í
J a n M a y e n.
Eftir Cai Schaffalitzy de Muckadell.
þurkan viðinn og gert lianu snjó-
Ganiall málsháttur sjómanna
segir, að það sje jafnörðugt að
rata á Jan Mayen, eins og að
finna nál í heyhlassi. Ástæðan til
þess er sú, að þessi litla eyja —
sem Norðmenn hafa nú lagt undir
sig — er í miðju Norðuríshafi og
næstum altaf þoku hulin.
Það er lirjóstrugt land, þessi
eyja, sem norski fáninn á nú að
blakta yfir, og svo eyðileg, að menn
geta ekki gert sjer það í hugar-
lund. Það er þó hægðarleikur að
rata á norsku eyjuna með tilstyrk
norsku loftskeytastöðvarinnai- þar,
sem sett var á laggirnar 1921. —
Pjórir ungir og hraustir menn
dvelja þarna allan ársins hring og
senda veðurfregnir út um heim-
inn. Með aðstoð skeyta frá þeim
er auðvelt að finna evjuna og
brátt rís hún eirs og kolsvartur
veggur upp úr þokunni.
Svo blasir við manni flöt og
sendin strönd, sem dreift er yfir
einhverjum hvítum hlutum, sem
mest líkjast beinagrindum. Hærra
standa nokkrir krossar á haugum
framliðinna og enn hærra eru
kolsvartir k-lettar, gróðurlausir,
nerna hvar þar verður vart við
mosa. Og manni verður ójálfrátt
að spyrja sjálfan sig að því hvort
maður sje kominn til dauðraeyjar
Böeklins? Nei, það er aðeins hin
mikla Rekavík, sem við manni
blasir, og þar hefir pólstraumur-
inn fleygt á land rekavið í þús-
undatali. — Hefir sjógangurinn
dreift þessum við vítt um kring.
ár eftir ár, og á sumriu hefir sólin
hvítan.
Þokunni ljettir nú og í norðri
rís fagur jökulskalli og ber hátt
við himin. Þetta er Beerenberg,
hið gamla eldfjall. Það er 2545
metra hátt, eða álíka og Galdhö-
piggen í Noregi. „Ja, kom til Jan
Mayen, far min!“ geta nú Norð-
menn sagt eins og þeir hafa áður
sagt um norsku f jöllin!
Prá Jan Mayen eru 800 kíló-
metrar til næsta lands. Hún er
beint norður af íslandi og í há-
austri af Scoresbysund. Hún er
eiginlega ekki annað en.eitt fjall,
eldfjall, sem skagar upp úr hafinu
og árum saman hefir hraun runnið
niður fjallið, storknað og myndað
láglendið. Það er alt hraun, gróð-
urlaust hraun og sandur.
Nú er Beehrenberg hætt að
gjósa; það gaus seinast 1818, en
hraunið er þarna enn ógróið með
öllu og setur svartan og óyndisleg-
an svip á landslagið. Eyjan er 372
ferldlómetrar að stærð, en inni
í henni er ekkert dýralíf. Aðeius
v'ð strendurnar eru bjargfuglar,
álkur, teistur og lundar, sem horfa
forvitnislega á þá sem þangað
koma.
Það voru hinir ötulu hollensku
sjómenn, sem fundu eyna fyrst og
nafn sitt dregur hún af einum
þeirra, sem kallaður var Jan-
maatje, en hjet Jan Mayen. Hann
kom árið 1614 til eyjarinnar og
lagðist við akkeri í Mary Muss
vík, sem hann nefndi í höfuðið á
litgerðarmanni sínum. Síðan hafa
íshafsfarar þráfaldlega komið þang
að, en vegna þess að þar er engin
höfn, hafa menn ekki dvalið þar
langdvölum, en þó liafa menn haft
þar vetursetu á landi.
Árið 1883 höfðu t. d. Austurrík-
ismenn vetursetu þar, undir for-
ubtu Wilezek greifa. Bygðu þeir
þar hús og standa þau enn. Þessi
hús gáfu Austurríkismenu Dönum,
því að þá var talið að Danir stæði
næst því að eiga eyna, þar sem
þeir rjeði bæði yfir Islandi og
Grænlandi. — Dönsk hersltip hafa
lialdið húsunum við — seinast
gerðu sjóliðar af „Fylla“ við þau
og máluðu „Dannebrog“ á hús-
hlið. Hinn þáverandi — og núvcr-
andi — hervarnaráðherra var með
í þeirri för og hann er sjálfsagt
sá eini ráðherra, sam þangað hefir
komið, eða mun koma.
Vegna þess hvað Jan Mayen
er hrjóstug hefir hún verið ónum-
in, „No man’s land,“ eða „Terra
Nullius.“ — Krossarnir, sem þar
standa, eru reistar á gröfum
manna, sem þar hafa dáið. Grjót-
hrúga verndar hin bleiku bein
þeirra við ásælni blárefa, sem eru
á eynni — en enginn hefir sest
þar að til fulls Jmngað til Norð-
men nreistu þar veðurathugana-
stöð sína. Það getur verið að Norð
menn hafi gagn af eynni við veið-
ar sínar í íshafinu, en þá verða
þeir líka að tryggja skipunum að
þau geti legið þar. Norsku blöðin
eru þegar farin að tala um hafn-
arbyggingu þar — en það verður
útdráttarsamt, því að ekkert grjót
finst þar til hafnargerðar og það
er langur vegur að flytja það frá
öðrum löndum.
Loftskeytastöð Norðmanna á
Jan Mayen.
Þannig er þá hið nýja norska
land, eyðiklettur úti í reginhafi.
Einstaka sinmim í góðu skygni
sjer til jökla á Grænlandi, en
langa tírna ársins er eyjan umlukt
hafís. Svört, óaðlaðandi rLs húu