Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1929, Síða 8
184
LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS
Heimssýningin í Barcelona liefir nú verið opnuð fyrir nokkru og er þangað sífeldur straum-
ur ferðamanna. Hjer á myndinui sjest nokkuð af hinum miklu sýningai-bvggingum. 1 baksýn er þjóð-
böllin, sem reist hefir verið í sambandi við sýninguna, og er langtilkomumesta og veglegasta bygg-
ingin, bæði um stœrð og skraut.
Smælki.
Rit.höfundur einn bjó um tíma
uppi í sveit, en gat ekki sofið á
morgnana, fyrir galinu í hana
bóndans. Loks þoldi hann ekki
lengur mátið, heldur skar hausinn
af hananum, og skaut hundrað
krónum að bóndanum til þess að
hann skyldi ekki reiðast þessn. —
Daginn eftir þakkaði bóndinn
gjöfina og skýrði frá þvi um leið,
að hann hefði kevpt 20 hænur og
þrjá hana fyrir peningana.
Kaupmaðurinn: Sem merki um
þakklæti mitt fyrir velunnið starf
í 25 ár, leyfi jeg mjer að færa
yður mynd af mjer að gjöf.
Verslunarmaðurinn: En hvað
það var líkt .vður!
Strákur: Veistu hver er hetja?
Annar strákur: — ? ?
Strákurinn: Það er strákur, sem
sparkar fótbolta inn um gluggann
hjá skólastjóranum og fer sjálf-
ur inn til að sækja hann.
Mr. Stanley Baldwin beið ósigur í ensku kosningunum, eins
og kunnugt er, þrátt fyrir það, þótt hann gæti sannað að í þau 5
ár, sem hann hefir verið forsætisróðherra, hafi stjóm sín lækkað
herkostnað um 140 miljónir króna á ári til jafnaðar, og að á síð-
ustu 40 árum hafi aldrei verið jafn lítið um verkföll og verkbönn
eins og á þeim árum. — Myndin hjer að ofan er tekin af Mr. Bald-
win, er hann var í kosningaleið angrt og er að halda ræðu í út-
varp. Kona hans var altaf með honum og sjest hún á myndinni
aftan yið hann.