Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1930, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1930, Blaðsíða 2
290 þjarg, var aðalsigamaðurmn frá Suður-Vík nokkuð roskinn maður. Er við vorum komnir skamt irá bænum á leið til bjargsins, varð jeg þess var að sigamaðurinn tók ofan og gekk stundarkorn berhöfð- aður og þögull. Jeg spurði hann á eftir hvers vegna hann hefði gert þetta og kvaðst hann hafa verið að lesa bæn. Þetta gerði hann á hverjum morgni og þótti mjer það íagur siður. Bænina lærði jeg og er hún á þessa leið: „Ó, Guð! í þínu nafni byrja jeg þessa ferð og bið þig í Jesú nafni að vera með mjer og halda yfir mjer þinni almáttugu verndarhendi og afstýra frá mjer öllum slysum og háskasemdum. Æ, þú hefir hingað til náðarsamlega leitt mig, en því miður hefi jeg einlægt gleymt að þakka handleiðslu þína eins og vera ber. Fyrirgefðu mjer af misk- un þinni alt gáleysi mitt og gleymsku og gefðu mjer náð til þess hjer eftir að velða þakklátari og betri. Vertu minn leiðtogi á lífsins vegi. Vertu með mjer hvar sem jeg fer. Vertu mjer náðugur í lífi og dauða. Bænheyr það í Jesú nafni. Amen“. Jeg fór oft í björg eftir þetta, en þá voru aðrir sigamenn komnir og varð jeg þess aldrei var, að þeir læsu bæn. Hygg jeg að sá siður sje nú niður lagður, néma ef vera skyldi að rosknir menn haldi honum enn. Þegar komið er í bjargið hefst undirbúningurinn undir sigið. Sje sigíð hátt nægir ekki eitt band (30—40 faðmar) og verður þá að hnýta tvö eða fleiri bönd saman, eftir því hve hátt sigið er. Stund- um er vaðurinn hafður tvöfaldur. Er hann vandlega rakinn sundur áður en lagt er í sigið, svo að ekki fari í flækju í miðju sigi; er hann lagður í langar lykkjur eða rakinn í hringa, hvern utan yfir annan. Þegar þessum undir- búningi er lokið, bindur sigamaður sig í vaðinn, en undirsetumenn hagræða sjer á brúninni og gæta þess vandlega að viðspyrnan sje örugg. Sigamaður er þannig bund- inn, að fyrst er vaðurinn bund- inn yfirum liann ofantil á mjöðm- um, en síðan er endanum brugðið undir lærin beggja megin og fest- ur um mjaðmarhnútu að aftan- verðu. — Sumir sigamenn hafa sigásæti og er þá vaðurinn festur í það. Sigasætið er úr sterku LESBÖK MQRGUNBLADSrtíS boldangi eða nautsleðri. Stundum er hafður bjargstokkur fremst á brúninni og vaðurinn lát- inn liggja á honum. Bjargstokkur- inn er venjulega hlunnur með beini á að ofan, þar sem vaðurinn ligg- ur á. Þegar sigamaður er kominn spöl korn niður í sigið, heyra þeir sem undir sitja ekki til hans köllin. Þess vegna er hafður maður á vaðbergi, er sjer og heyrir til sigamanns og lætur hann boðin ber ast til undirsetumanna. Ef ekki er nægur mannafli til þess að hafa mann á vaðberði, er annar dreng- urinn, sem tínir saman, látinn kalla. Endurtekur hann jafnan köll sigamannsins og er sjeð um, að liann sje á þeim stað, er undir- setumenn sjá hann Og heyra vel til hans. Geía! — Stop! — Gefa slöku!- — Hala slöku! — Hala! — Þetta eru köll sigamannsins. Vað bergsmaðurinn eða drengurinn sem tínir saman, endurtekur köllin upp til undirsetumanna; en þeir svara með því að gefa vaðinn niður, stoppa, gefa hann slakan og dreg- ur sigamaður þá vaðinn til sín, hala slakann aftur af vaðnum, draga hann upp og manninn með o. s. frv. Ef loft er í sigi — þ. e. svo h a r t sig, að sigamaður nær ekki i n n á, verður að gefa nokkuð örara en ella og fá undirsetumenn sjerstakt kall um það: G e f a í 1 o f t i ð! — Það er tilkomumikil og stór- fengleg sjón, að sjá góðan siga- mann í háu sigi. Hann þarf að vera á sifeldu stökki um bjargið til beggja. handa. Reynir mjög a ljettleik hans og snarræðí, þegar hann kastar sjer í lofti frá einni klettasnös eða sillu til annarar og grípur fýlinn um leið og hann fer framhjá. Vanur bjargmaður, Kjartan Leif ur Markússon búfræðingur í Suð- ur-Hvammi í Mýrdal, hefir gefið góða lýsingu af loftsigi. Er hún prentuð í XVIII. árg. Unga Is- lands; hefir hann góðfúslega leyft mjer að birta hjer kafla úr þeirri lýsingu. Frásögn hans ei1 á þessa leið: „ Jeg byrja á þ»rí að færa mig í sigasætið. Það er gert úr sterku nautsleðri. Fimm menn eiga að halda sigabandinu. Einn þeirra kemur með endann og tengir liann við sigasætið með öflugum hnút. Þá tek jeg krókprik í hægri hönd, 3ja álna langt, en klöppu í þá vinstri. Fjórir af undirsetumönn- unum setjast niður og höggva sjer för í brúnina til að spyrna í, og grípa svo vaðinn, sem jeg er bund- inn í; fimti maðurinn hleypur fram á hvössustu bergsnösina, til að sjá til mín í siginu og kallar þaðan til hinna, eins og jeg segi fyrir. Þá er alt tilbúið. Jeg geng fram fyrir undirsetumennina og segi þeim að gefa; á svipstundu er jeg kominn niður fyrir brúnina. Jeg síg hægt og rólega niður bergið, held mjer frá því með fótunum og geng þann ig aftur á bak. Einn ungi er á leið minni og slæ jeg hann rot- högg, án þess að nema staðar og velti honum út úr bælinu; eftir fá augnablik er hann kominn niður í brekku. Nú verður bergið alt í einu innundiF sig. En um leið og jeg síg niður í loftið, spyrni jeg af alefli í bergið og kastast frá því nokkra faðma; jeg renn flug- hratt niður loftið og kastast nú að berginu aftur, en hefi fæturna fyrir mjer og spyrni mjer út á ný. Með því að róla sjer þannig, losnar maður við að snúast, sem getur (verið stórhættulegt í miklum loft- sigum. En rólan er stórfengleg. Jeg kastast um 8 faðma frá berg- inu og br þannig sem fugl á flugi 50 föðmum fyrir ofan sljetta grund. Nú sje jeg alt í einu hvar stór hellir er inn í bergið; hann er fullnt af fýl og þangað verð jeg ( að komast. Jeg kalla hátt og snjalt til mannsins á vaðberginu: stop; og finn að undirsetumennirnir hafa sett bandið fast í greipum sjer. Um leið og jeg kastast nú að berginu, kræki jeg króknum í gras tó í hellismunnanum og dreg mig svo inn á skaftinu og skríð loks é. fjórum fótum inn á hellisgólfið. Hjer er hvert hreiðrið við annað og einn ungi í hverju; þeir eru feitir og sællegir. Mjer flýgur í hug, hvort ekki muni vera ódáða- yerk, sem jeg ætla nú að vinna, að ráðast eins og rándýr á þessa vesa- lings, varnarlausu unga. En hjer

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.