Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1930, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1930, Blaðsíða 6
350 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Tolstoy við sfcrifborð sitt. Hvor er sjálfstæðari, bóndinn, sem flytur á mölina ok Rengur á milli fiskkaupmannanna til þess að biðja þess, að þeir af náð sinni lofi honum að vinna fyrir kaupi — eða hinn, sem hokrar á koti sínu úti í sveit- inni, gerir litlar kröfur til lífs- ins, en er þess sjálfur megnug- ur að uppfylla þær? Spekingurinn, sem orti Háva- mál, hefir svarað því þannig: — Þótt tvær geitr eigi ok taugreftan sal, þat es þó betra en bæn. fljónaband Lco Tolstoys. Tolstoy unni bóndadóttur einni í Jasnaja Poljana, en trúarskoðanir hans bönnuðu honum að skilja við konuna sína. Samlíf Leo Tolstoy og konu hans hefir orðið mörgum tilefni til alskonar íliugana. Hann flýr heimili sitt, þegar hann fifinur dauðann nálgast. Það er mjög sorglegur atburður í Hfi hins mikla slcálds, sorglegur að því leyti, að liann sýndi með því live fjarri liann stóð ltonu sinni og fjölskyldu í raun og veru og hve litla löngun hann hafði til þess að vera nálægt henni, þegar hann var að skilja við lífið. Um samlíf hjónanna í Jasnaja I’oljana hefir rússneskur 'rithöf- undur, Josef Kallinikov skrifað í bók sinni: „Munkar og konur.“ Er sú i)ók í skáldsögu formi. — Bókin hefir verið þýdd á þýsku og vakið mikla athygli. Þýskt tímarit hefir í stuttri ritfregn gef- ið nokkra hugmynd um bókina og þar kemur fram skýring Kallini- kovs á þessum sorglega atburði í lífi Tolstoys — burtför lians frá Jasnaja Poljana. Einhvem tíma á Tolstoy að hafa sagt í áheyrn Maxim Gorki: Mennirnir geta þolað jarð- skjálfta, hræðilegustu farsóttir og sárustu sálarkvalir, en þj’ngsta sorgin er og hefir og mun altaf verða sú sorg, sem lijónin eru ein um, og engir aðrir vita. Rússneski rithöfundurinn liefir komist að þeirri niðurstöðu að orsökin til ósamkomulagsins milli lijónanna og höfuðveikinnar, er þjáði Tolstoy árum saman, hafi vtrið ást hans til Aksinju Anikan- ova, bóndaltonu í Jasnaja Poljana. Hann elskaði hana, en ótrygð og hjónabandsslit stríddu á móti trú- arsannfæringu hans, og fyrir bragðið lijelt hann áfram að lifa í því hjónabandi, sem var mjög þnngbært og þreytandi fyrir hann sjálfan og konu hans, en sem varð honum að yrkisefni, eins og sjá má í bók lians Kreutzersónatan. Að konu Tolstoys leið illa í lijónabandinu hefir komið best í ljós, síðan hann dó. Meðan hann Jifði hvarf hún alveg í skuggann. Greifafrúin var ekki nema 18 ára, þegar hún giftist Tolstoy, og segir sagan, að um það leyti hafi lnm verið mjög ástfangin af æsku- vini sínum, Polijanov. En hin kvenlega lijegómagirnd hennar varð yfirsterkari þegar þetta stór- fræga skáld bað hennar og hún gaf strax jáyrði sitt, Nokkrum vikum eftir brúðkaup- ið skrifaði hún föður sínum og sagði honum að maðurinn sin.i væri hrifinn af sjer, en elskaði sig þó ekki. Tolstoy efaðist, líka um það sjálfur áður en hann gekk að eiga hana. En liann elskaði á sinn liátt: Maðurinn á að gifta sig og stofna fjölskyldú, og konan á að vera af göfugum ættum. Þegar á fyrsta máuuði hjónabanclsins fór Tolstoy að fá aðkenningu af liöf- uðveikinni. sem hann taldi að or- s.ikaðist af erfiðu samlífi við konn sína. ,,Postulínsbrúðina“ kallaði liann komma sína, sem var 24 áruin yngri en liann. Tolstoy skrif- ar í dagbók sína: í 13 ár hefi jeg þjáðst af því að elska ekki konuna, sem jeg hefi búið saman við, en elska aðra konu. Faðir greifa- frúarinnar, dr. Bers, heldur því fram, að þessi „önnur“ kona. Aksinja. sje Marianna í „Kósökk- unum“ og talar með mikilli fyrir- litningu „um slíka konu.“ En Kallinikov heldur aftur á móti að hún liafi leyst af liendi sama hlutverk fyrir Tolstov og Christiane Yupius fyrii* Goethe, og með því að búa saman við hana, mundi hann hafa fundið í'rið og samræmi í sál sinni. Greifafrú Tolstoy var ástríðu- fnll og þróttmikil kona og lienni varð hjónabandið liræðilegt, Hún ól fjölda barna, stóð í ströngu erfiði og átti fyrir afar- stóru lieimili að sjá. Og eiginmað- ur hennar var heimtufrekur við hana, og elskaði hana ekki. Að lokum var hún yfirgefin og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.