Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1930, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1930, Page 3
LE8BÓR MOROUNBLAÐ8IN8 879 I3IIU5IRÍÐ. efiir mnbiER scfiumnnn. Okt. 3. S. Mikið í hættunni. •— 4. M. Mikið í hættunni. — 5. Þ. Fluttumst í land. — 6. M. Stórhríð. — Land- könnun. — 7. F. Fluttum. — 17. S. Heim kl. 7.5 f. li. Af þessu má draga þá álykt- un að fimtudaginn 7. okt. hafi þeir flutt bækistöðvar sínar á eynni. En hvað skeður svo? Hafa þeir fjelapar hætt sjer út á ísinn aftur og ætlað að ná Svalbarða? Það er sennilegt að þanjrað sjáist frá ITvíteyju í p;óðu skygni. Fm ]>etta verður ekki sagt með neinni vissu, en það virðist þó svo, sem þeir hafi verið nokkra daga í burtu, ojí sjeu komnir heim úr j>eim leiðangri 17. október. Svo deyr Strindberg. Fjelafjar hans hafa tæmt vasa hans, vafið dótið innan í föt lians og bundið snæri utan um böggulinn. En hve lengri hafa þeir svo lifað? Og hvers vegna notuðu þeir ekki bjarndýra- feldina til að sofa á? Þeir höfðu aðeins einn svefnpoka, en hvorug- ur þeirra var í honum. Hvers vegna? Of? hvernig stendur á þvi. að einn sleðinn stóð út-i og bund- ir.n á liann farangur, eins op búist væri við ferðalagi? Þessu verður aldrei svarað. Rennilega á Sören- sen veiðimaður á „ísbirninum“ kollgátuna: „jeg held þeir hafi sofnað o<? dáið úr kulda. Ekki hafa þeir dáið úr hungri.“ Þeir höfðu nógan mat, nóg eldsneyti, suðuvjelin var í lapri — það var enn steinolía á henni er hún fanst eftir 33 ár. En fatn- aður þeirra var slæmnr. Þeir voru allir í skinnvestum og höfðu loð- húfur, en engin önnur loðkiæði. Sokkar og nærföt voru mjög þunn og fatnaðurinn lítt hæfur til þess að notast. í pólferð. — Tjaldið veitti heldur ekkert skjó! gegn frostinu. Merkilegur hver. Einn merkilegur hver er í Yel- lowstone Park í Bandaríkjunum. Ef maður vefur saman vasaklút sinn og hendir honum í hverinn, sekkur klúturinn. en honum skýt- ur upp sundurgreiddum og hrein- þvegnum fáeinum pugnahlikum seipnfli Nóttin milli 3. og 4. september 1927 þótti mjer ekki sjerlega skemtileg. Jeg var þá í kínverska þorpinu Sja-La-Ssi í Su-Yen hjer- aði, norðvestur af Kalgan. Tungl var í fyllingu og liinir hrörlegu leirkofar í ]>orpinu vörpuðu frá sjer draugaleguin skuggum. Loftið var þungt og mollulegt, eins og á undan þrumuveðri. Kol- svört ský hnykluðust út við sjón- deildarhring. Verkamenn hrísekra- eigendanna lágu í liálmfletum sín- um og svéfu.A gólfinu ægði saman „domino“-töblum, teningabikur- um, matarleifum og ópíumspíp- um. l’ti í einu horni logaði á steinolíulampa og yfir honum gnæfði stórt goð, liræðilega af- skræmt í framan. Gráar næturhræður komu fram úi fylgsnum sínum, hlupu jTfir sofandi mennina og drógu brenni- vínsflöskurnar undan höfðalagi þeirra. Með miklum gauragangi veltu þær flöskunum út í horn. Þar var gat á veggnum og lagði tunglskinsglampa inn um það á gólfið. Þarna nöguðu þær tappana úr flöskunum og ráku svo halana niður í þær og sleiktu svo af þeim vökvann með slíkri græðgi, að liárin risu á Jieim og ])að skein í hvítar tennurnar. Alt i einu heyrðist einkennileg- ui hávaði úti fyrir. Þá kiptust þær gráu við, drógu hala í skyndi út úr flöskunum og þutu eins og kólfi væri skotið út um gatið á veggn- um. — Ein af hinum hálftæmdu brennivínsflöskum, valt goðinu að fótum. Svo varð alt hljótt í svefn- skála verkamannanna. nema hvað þeir stundu og emjuðu í svefni. Tunglið var nú komið hæst, á loft og í skini þess mátti líta einkennilegan atburð á götunum. Ut um allar dyr og smugur á kof- unum og úr ótal fylgsnum streymdu hinar gráu rottur og skipuðu sjer í fylkingu á veginum með fram bátskurðinum. Þær voru \ vígahug og með gnístandi tiinn- um biðu þær herskara gulu rott- anna, sem komu fylktu liði úr suðurátt og ætluðu að brjótast inn í þorpið. Gráu rotturnar lágu í leyni. Þær notuðu vagnhjólaförin á götunni eins og skotgrafir. En þegar hinar gulu komu nær, ráku þær upp reglulegt lieróp, svo að Kínvf.rjar vöknuðu við í hreysum sínum, og svo gerðu þær snögt áhlaup á gulu rotturnar. Yerkamennirnir í skálanum vöknuðu líka við þessi óliljóð Hálfnaktir og óttaslegni ruku ]>eir á fætur og fram að gat- inu á veggnum. Þegar þeir gægð- ust í gegn um það, sáu þeir bar- dagann, sem þegar var í algleym- ingi — gular og gráar rottur í einni bendu, sem barst fram og aftur og bylgjaðist eins og öldur á vatni. Það var barist upp á líf og dauða. Með óbilandi hugprýði vörðu gráu rotturnar þorpið sitt. Þær hlóðu valköstu af gulu rott- nnum. Orustan var afar trylt og hún stóð í fullar ]>rjár stundir. Þá lögðu þær gulu á flótta. Næsta morgun urðu verkamenn- irnir að aka burtu af götunum 20.000 dauðum rottnm. Sumar þeirra óhemju stórar. Það þurfti marga vagna til þess að koma valnum út i haga þar sem lílcin voru urðuð. Franskur frjettaritari i Peking símaði blaði sínu nokkru seinna, að nokkru eftir þennan bardaga hefðu gulu rotturnar komið aftur með miklu meira liði og gert áhlaup á þorpið um hábjartan dag, að öllum íbúum ])ess ásjáanda. Gráu rotturnar fóru í móti þeim og hvorugar skeyttu því hið minsta þótt menn yrðu á vegi þeirra. Hófst nú æðisgenginn bar- dagi. Rotturnar bitu hvor aðra á harkann og rifn hver aðra á hol. Aftur urðu gulu rotturnar að láta undan síga fyrir hreystilega vörn gráu rottanna, og nú lágu 10.0^0 rottur í valnum. Imssar sögur nægja til þeRS flð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.