Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1930, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1930, Side 7
lesbók morgunblaðsinS 383 raða sjer fram á skipið, setja sam- an lóðabala, binda þá og undirbúa sig til að stokka upp lóðina, því að hver lóð er tekin jafn-óðum og stokkuð upp. Er það all-kalsamt i frosti og sjógangi. Tími sá, sem fer í að draga, er opt langur, og er það verk eigi biiið, þótt byrjað sé kl. 6 til 7, fyrr en um kl. 1 til 2, sé gjört, ráð fyrir 70 til 80 lóðum. Meðan á drætti stendur, skjótast menn niður, einn og tveir, til að eta, og drekka kaffi, og skipta menn þá með sér verkum. Þegar lóðin hefir öll verið dreg- in og uppstokkuð, byrjar aðgjörð- in á fiskinum, og eru flatningsborð reist upp, bæði stjórnborðs og bakborðs megin. Ná þau út að borðstokk og inn á fiskkassann. Hefst þá flatning, fletja tveir eða þrír við hvort borð, einn hausar fyrir livort borð, en annar skolar fiskinn frá þáðum borðuin, en einn fer í lestina og saltar fiskinn. Á meðan að aðgjörðin stendur yfir, er haldið upp undir land, og þá er henni er lokið, fá menn sér bita eða kaffi. Síðan er tekið til óspilltra málanna aptur, farið að beita og út á vaztir . Ei eigi J étt fyrr en skip er fuUt, ef unnt er. Tekur það svona 5 til ti daga með 30 rúmlesta skip. Þennan tíma er lítt sofið, eink- um efr vorar og nótt fer að birta, og verður mönnum þá opt liugsað til þeirra, er í landi lifa við nægan svefn og öll þægindi. Gamall sjómaður. -— Heyrði konan til þín þegar þú komst lieini í uóttt — Þú getur getið því nærri! Hún er svo laussvæf, að hún heyr- ir þegar loftvogin fellur. Tvö kvæði. Höfundur þessara kvæða, flutti nokkur Ijóð sín á skemtun stú- denta í Gamla Híó 1. desember og hlaut óspart lof áheyrenda. Meðal þeirra Ijóða, er liann las þar, var fyrra kvæðið er hjer birtist: Afturelding. Enn á ný er frón að fæðast. Fjöll í morgunþoku vaða. Dagiun unga í rauðum reifum Kán og dætur liennar baða. Jtráðum rís hin mikla móðir máttug, ung, af beði valdn, kastar glæstri skýja skykkju, skírt af ást og dansar nakin. í þeim dansi er dýrsta Ijóðið dóið á vörum þúsundanna; þar sem ríkir liennar heiði hittast óskir guða og manna. Koma að handan klökkvir vindar, kyssir sæinn þögul ströndiu. Enn þá Ijýmar sól hin sama sem þann dag er skópust löndin. Andlátsorð afbrotamannsins Uppeldi liefi jeg ldotið hráslagaiega rotið, einmana á fleka flotið forina niðrí hrotið. Löstiinum liefi jeg lotið • lögin margsinnis brotið, oftlega um aðra Iinotið, engrar liandleiðslu notið. Bráðum er þrekið þrotið, þreyttur fell jeg í rotið. Ýtið mjer út í skotið andvana og brennið kotið. Helgi Sveinsson frá Hraundal. Nýtt alhcimsmál. Margir menn liafa spreytt sig á því að fhma upp alheimsmál, sem allar þjóðir geti hagnýtt sjer. Nú hefir prófessor Ogden í Cam bridge reynt að leysa þenna vanda á annan liátt en þann að búa til nýtt mál. llann héfir búið til mál úi ensku og eru ekki í því nema 710 orð, og Iiann fullyrðir að þau nægi til þess að lýsa öllu nema ,,tekniskum“ viðfangsefnum; til þess að lýsa þeim segir hann að þurfa muni 300 orð í viðbót. — Þegar þess er nú gætt að í hverju blaði af „Times“ koma að meðal- tali fyrir um 50.(XK) orð og orða- sambönd, þá verður manni það Ijóst hvílíkur hægðarauki það m uni vera að nota þetta nýja mál -—: þessa ,,niðursoðnu“ ensku. Pró- fessor Ogden hefir sýnt, að komast má af með þennan orðaforða, því að liann hefir látið þýða þýsku skáldsöguna „Carl og Anna“ eftir Leonard Frank á þetta mál siht, og cru þó í þýsku útgáfunni uin 25.000 orða. — f þessari nýju ensku eru engar sagnir og minnir liiin því á símskeytamál. Nú er eftir að vita livort þetta mál ryð- ui sjer til rúms sem albeimsmál. f New York eru fleiri tslsímar heldiir en í London, París, Berlín, Lcningrad og Kóm að samanlögðu. Þar eru fimm stærstu brýr heims- ins. Þar eru rúinlega 2000 leikhús og kvikmyndabús og rúmlega 1500 kirkjur. 300.000 gestir koina til borgurinnar á hverjum degi. 52. hverja sekúndu kemur þangað farþegalest, 13. hverja uiínútu eru hjón gefin saman, 6. hverja mínútu fæðist barn, 10 hverja niínútu er stofnað nýtt firina og 51. liverja mínútu er nýtt hús fullsmíðað. s»o -i— Ileyrðii, livað ern góðir siðir.’ — Það er sá hávaði, sem þú' mátt ekki gcra, þegar þú borðar sújiu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.