Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1931, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1931, Blaðsíða 5
TjESBÓK moröunblaðsins 53 rödd. Leikhiisstjórinn leit svo á. að þetta væri ágætur leikur og fór strax að hugsa til þess að semja leik, þar sem Mrs. Meurig Morris gæti notað þessa list sína. En er hann hlustaði á ræðuna skifti hann skoðun. því hann leit svo á að ræðan bæri vott um svo mikinn lærdóm, rökfestu og speki, að auðsætt væri að ekki gæti kon- an sett slíkt saman sjálf. „Með leifturhraða barst þar inn í vitund mína, án þess að á það slægi nokkr um skugga efans“, sagði Cowen. „að þeim, sem farið hafa inn um hliðið mikla. er opin leið, til þess að komast í samband við þá, sem þeir hafa skilið við hjerna megin“. Þessi stutti útdráttur úr ræðunni, ætti að nægja til þess að gera það ljóst, að hann fór að rannsaka mál ið og niðurstaðan varð sú, sem þegar liefir verið skýrt frá. Fm miðilinn sjálfan er það að segja, að þegar hún flvtur þessar ræður, talar húri með drynjandi karlmannsrödd og andlitið breyt- ist. svo, að hún lítur mjög karl- mannlega út. — Hver það sje, sem talar af vörum hennar, fær hvorki hún nje aðrir að vita, en hann er aðeins nefndur „Máttur“ (Power). Blaðamaður frá stórblaðinu Daily Mail reyndi að leika á þenna .,Mátt“, eða öllu heldur á Mrs. Meurig Morris. Komst hann að samingum um það, að hann mætti afhenda á ræðupallinum ræðu- texta, úr ritningunni, þann er hann kysi, þegar Mrs. Meurig Morris væri komin í sambands- ástand og skyldi þá þegar flutt ræða um ]>etta efni. Þetta var líka gert. Textinn var þessi úr orðskvið unum: „Þar sem engin stjórn1) er, þar fellur þjóðin ,en þar sem marg ir ráðgjafar eru, fer alt vel“. Ræð an út af þessum undarlega texta var bæði prýðileg og hin viturleg- asta. Og sama er að segja um hinar ræðurnar, sem hjer hefir sjest ágrip af. Sú hefir verið ógæfa flestra kirkjudeilda kristninnar, að snú- ast fálega, eða þá fjandsamlega. ’) Counsel stendur í enska text- við boðun spíritista. Víða er þetta þó nokkuð að breytast og útlit er fyrir að svo sje elcki síst í Eng- landi. Bendir það mjög til þess, að í miðjum síðastliðnum mánuði hjeldu 130 prestvígðir menn fund í kirkju einni í Lundvinum, til þess að ræða um spíritismann. Tala ensk blöð um þetta, sem einstæðan atburð í sogu kirkjunnar. Er með- al annars sagt, að prestar, seni ekki liafi áður þorað að tala um möguleika sambandsins við annan heim, nema í hálfum hljóðum, hafi þarna staðið upp og skýrt frá sál- rænni reynslu sinni. Fundurinn komst til þeirrar við- urk< nriingar, að söfnuðir spíritista væi'i að tæma kirkjur ])restanna og yrði því ekki á móti mælt, eða Jítið úr því gert. \'ar þar og sam- þykt að kjósa nefnd manna til þess að gangast fyrir öðrum presta fundi í þessum mánuði og fá á fund þenna skygnimiðil, til þess að sýna þeim, hvernig skeytin bær- ust úr öðrum heimi. Var búist við að nokkur hundruð presta mundu sitja fundinn, með konum sínum. Presturinn C. Drayton Thomas benti þar þá meðal annars á, að ekki gætu prestarnir látið þá við- burði sem vind um eyrun þjóta, er nýlega hefðu gerst í sambandi við miðilinn Mrs. Meurig Morris. A furidinum var lesið merkilegt brjet’ frá hinum fræga miðli, prestinum C. J'ale Owen. Sjálfur var hann sjúkur og gat því ekki setið fund- inn. Eitthvert tiltal hafði Jíka orðið vim það að fá Mrs. Meurig Morris til þess að flytja ræðu fjrrir prest- unum, á sama hátt og hjer hefir þegar verið skýrt frá. S. H. Kv. ------— •-w> •'—■—- — V-í s u r. Jeg vaknaði’ í morgun viður eitt voðalegt timburbrak. í dag hefi eg drukkið mig niður, í dag er jeg fyrirtak. Jeg stemmi mig bráðum á strikið, það strikið, sem mörgum er tamt: að drekka altaf dálítið mikið, en drekka bara altaf jafnt. Friðarmálin og vígbúnaður Evrópuþjóða. Margir eru þeir friðarfundir, sem haldnir hafa verið síðan ó- friðnum mikla lauk. En er mann- kynið nokkru nær? Ekki er það að sjá á vígbúnaði Norðurálfu- ])jóðanna. Þær liafa nú flestar stærri her. heldur en fvrir stríð. Rússar hafa hvað eftir annað á seinni árum komið fram með tillögur um afvopnun, en sjálfir hafa þeir nú nær helmingi stærri her heldur en nokkurt annað ríki í Evrópu. Hinn fasti her þeirra á „friðar- tímum“ er 1.2 milj. manna. Frakk- ar ganga næstir; þeir liafa stöðugt 650.700 manna undir vopnum. Þá koma ítalir með 638.300 manna, Pólverjar með 299.000, Bretland með 186.000 lieima fyrir og 180 þús. í nýlendunum. Seinast kenuir Þýskalaiul ineð sínar 100.000 land- varnarliðs. Hvernig ]iessir herir eru útbúnir, sjest á eftirfarandi skýrslu. sem ..Berliner Illnstriert<‘ Zeitung“ hefir birt, samkvæmt tölum í ..Daily Mail Yearbook“ 1931: Frakkar eiga 1172 stórar fall- bvssnr. ítalir 650, Rússar 6(K), Pólverjar 426, Bretar 400 og Þjóð- verjar 22 (í Königsberg). Af minni fallbyssum eiga Rúss- ar 2400. Rretar 1700, Frakkar 1452, Pólverjar 1284. ítalir 1200 og Þjóðverjar 288. Frakkar eiga 37.000 vjelbyssur, Rússar 23.000. Bretar 13,000, Pól- vor.jar 9700. Italir 4.300 og Þjóð- verjar 1926. Af ,tönkum‘, þessum hræðilegu vígvjelum, eiga Frakkar 2500 Rússar 250, Italir 250, Bretar 200 heima og 120 í nýlendunum, Pól- verjar eiga 100, en Þjóðverjar ekki einn einasta. Af hernaðarflugvjelum eiga Frakkar 4667, Bretar 1547, Rússar 1400. ítalir 1160. Pólverjar 1000, en Þjóðverjar enga. Þjóðverjar hafa sjerstöðu um vígbúnað, þar sem hin stórveldin hafa ákveðið hann. En á vígbiinaði hinna er það ekki að sjá, að var- anlegur friður geti verið í nánd. anum. Z.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.