Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1931, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1931, Blaðsíða 6
182 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS maður. Það var Ágúst Jóhaunes- son. Hiklaust og án þess að við- hafa nein orð, fleygði hann jakka sínum og steypti sjer af hástokk skipsins út í kolsvart myrkrið og freyðandi hafstrauminn. Af þiljum kastaði einhver bjarg hring á eftir honum, en sá bjarg- hringur var laus og engin festi í honum. Þegar Ágúst skaut úr kafi kom hann fyrst auga á bjarghring inn og greip hann. Fór hann nú að svipast um eftir manninum og sá þá grilla í hann all-langt undan, en það var vegna þess að hann var í hvítum jakka. Annars var myrkrið svo svart að ekki sá spönn frá sjer, og varð því hvíti jakkinn þjóninum til lífs. Ágúst synti nú hratt þangað sem maðurinn var og náði í hann um leið og hann var að sökkva. Hafði hann bjarghringinn með sjer og tókst honum að koma honum á manninn og syndir síðan með hann, móti straumi, að skipinu. Um borð voru menn áhyggju- fullir út af afdrifum þessara tveggja, sem horfnir voru út í myrkrið og hafið. Munu fæstir hafa búist við því að sjá þá fram- ai. Menn vissu ekki hvað Ágúst var frækinn sundmaður, bjuggust jafnvel við því að meira hefði ráðið hjá honum kapp en forsjá, er hann henti sjer út af skipinu. Leið nú og beið og varð vonin minni með hverri sekúndu um að heimtu þá tvo úr hafsins kverkum. En alt í einu heyrðist kallað við skipshliðina. Þar er Ágúst kom- inn með manninn. Hreystiverkið var unnið. Enn einu sinni hafði sundíþróttin og óbilandi kjarkur íþróttamanns bjargað mannslífi. Það er rjett, sem Sigurjón Pjet- ursson á Álafossi sagði í ræðu þá er hann afhenti Ágústi gullpen- inginn: — Eitt hið mesta happ, sem nokkurn mann getur hent, er að bjarga öðrum úr lífsháska. Og það á að vera keppikefli hvers manns að vera svo fær, að hann geti hvenær sem er unnið þau afrek. Og mest er um sundið vert. Engan kennara, vjelstjóra, skip- stjóra nje háskólaborgara ætti að útskrifa nema því aðeins að hann sanni það með prófi, að hann sje svo vel fær í sundi að hann geti eigi aðeins bjargað sjer, heldur öðrum. Enginn veit hvenær til slíks þarf að taka, og það er of seint að fara þá fyrst að hugsa um það, er líf manns sjálfs eða annara er í voða. — Til árjettingar þessum orðum Sigurjóns vil jeg beina þeirri á- skorun til allra foreldra er þetta lesa: Látið börnin ykkar læra sund! Haldið fast á þeirri kröfu að sund verði skyldunámsgrein við alla skóla í landinu —1 svo að brátt reki að því, að það þyki ekki minni hneysa að vera ósynd- ur, heldur en að því að vera ólæs og óskrifandi. Á. Ó. Gjafir Knud fiamsun. „Jeg vil fá að vera í friði“. Eins og getið hefir verið í skeyt um, gaf Knut Hamsun fyrir skemstu 100 þús. krónur í góð- gerðaskyni — 25 þús. kr. handa rithöfundafjelaginu norska, 25 þús. kr. handa listamönnum og 50 þiis. krónur, sem eiga að skift- ast jafnt á milli barnahælis í Osló og annars barnahælis í Þrændalög- um. Gjafir þessar eru gefnar í til- efni af því, að Gyldendal hefir keypt útgáfurjett að öllum bókum Hamsuns á sama hátt og forlagið hafði áður keypt útgáfurjett að bókum þeirra Ibsens, Björnsons, Kiellands og Jónasar Lie. Hamsun bað forlagið að borga þessar upp- hæðir fyrir sig í viðkomandi sjóði og fylgdi eftirfarandi brjef frá honum til Harald Grieg forstjóra. Nörholm, 30. maí 1931. Ur því að Gyldendals Norsk Forlag hefir nú gert mjer kleift að láta minn gamla montdraum rætast: að þykjast vera stórmenni og góðgerðamaður mannkynsins, þá ætla jeg að gefa rithöfundun- um 25 þús. krónur ög tveimur fá- tækum bamaheimilum 50 þús. krónur. Mig langaði til þess að gefa nokkuð þegar jeg fekk Nobels- verðlaunin, en jeg gat það ekki þá, því að jeg skuldaði of mikið í jörðinni, og auk þess þurfti jeg- að byggja nýtt fjós. Jeg varð þess- vegna að bíða þangað til að mjer auðnaðist að selja rithöfundarrjett- minn. Og nú hefir það tekist og þess vegna hefi jeg efni á því að gera eitthvað. Ekki get jeg þó- gefið alt, sem mig langar til, frem ur nú en áður,- það verður að bíða betri tíma, því að útgjöld mín eru mikil, og á einhverju verðum við að lifa framvegis, Það getur svo sem vel verið að við lifum öll lengi, jafnvel jeg sjálfur, sem nú er orðinn gamall og get líklega ekki skrifað neina bók framar, nje unnið mjer neitt inn. Að vísu hefi jeg haft fje af bókhneigðum mönn- um á undanförnum árum, en þú hafa nú liðið þrjú og fjögur ár milli þess að seinustu bækur mínar komu út, og kemur því ekki mikill skattur á hvem lesanda á ári. En það er þó óhætt að segja að þa& sje meira en jeg átti skilið. Því miður get jeg ekki gefið' miljónir, og þess vegna krefst jeg- þess að fá að vera í friði fyrir þakklætisyfirlýsingum og heimsku. Og jeg krefst þess, að þessi krafa- mín verði tekin til greina. Ef til vill losna jeg nú við nokkurn hluta af þeim betlibrjef- um, sem streyma til mín frá Nor- egi og útlöndum, og það er mjer nóg þakklæti. Þessi brjef hafa streymt til mín í mörg ár. Það er þetta, sem mig langar til að biðja yður að vera svo góðan að segja frá, ef einhver vildi vita það, en spyrji enginn um neitt, þá er það þeim mun betra. Jeg bið yður að senda peningana til hvers sjóðs, svo að ekkert beri á. Og þökk og heiður sje yður fyr- ir það og alt annað, sem þjer hafið gert fyrir mig. Yðar einlægur Knut Hamsun. f skóbúðinni. Kaupandi: Þessir skór duga mjer ekki, þeir eru of mjóir. Búðarstúlkan: í fyrra var það tíska að ganga ; breiðum skóm, en nú er það tíska að hafa skóna mjóa. Kaupandinn: Já, en fæturnir á mjer eru síðan í fyrra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.