Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1931, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1931, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 269 Allir eru sólgnir í að inna þá kvöð af hendi og margir berjast oftar on þeim ber. Menn úr sama fjelagi berjast ekki hvor á móti öðrum. Ef um móðgariir er að ræða, þá er barist meö bert brjóst.“ „En hvernig stendur á þessu ákvæði?“ spurði jeg. ,,1'að eru leifar frá ]>eim tímum, þegar stúdentar allir báru sverð og ef þeim bar eitthvað á milli, gengu út á götu og skáni úr mis- klíðinni þar ineð sverðunum. Ein- vígin stæla og herða og sjerstök áhersla er lögð á djörfung og karlmensku.“ Bardaginn heldur áfram. Annar er aJveg ósærður, en jeg sje að blóð rennur niður um hinn. Hvar hann liefir særst sje jeg ekki, því að það er á- þeirrj hliðinni, sem frá mjer snýr. Eftir nokkrar min- útur hætta þeir. Fjelagi minn skýrir mjer frá að venjulega verði livor um sig að höggva 160 högg, en nú hafi sá, sem betur barðist, að mjer virtist, og ekki varð sár, verið hræddur, hvikað til og brugðið sjer undan lagi. í hegn- ingarskyni fyrir þetta hafi hann verið rekinn frá, einvígið dæmt ógilt, hvað hann snerti, og verði hann að berjast til viðbótar einu sinni enn. Hjá mótstöðumanni hans verði einvígið talið. Eftir stutt hlje byrja. þeir næstu. Þeir eru báðir miklir vexti og berjast vel. Höggin eru hröð og þung. Eftir hverja lotu verður að rjetta sverfi þeirra. Smám sam- an verða þeir æstari. Það er ó- gjörningur að fest auga á hreyf- irigum þeirra. Alt í einu kemur annar lagi á hinn. Sverðið kemur framan til á hvirfilinn. Húðin sópast af á bletti, svo að skín í beinið, en flyksan lafir út í- vangann. Það blæðir ákaft úr sárinu. Ennið og báðir vangarnir eru löðrandi í blóði og eftir br.jóst- verjunni renna breiðir lækir. Hin- um blæðir ])ó ennþá meir.Hannhefir fengið lag á vangann. Frá eyra að munni er djúpur skurður, sem blóðið fossar úr. Þegar (hann sest, til þess að láta laga á sjer um- búðir, verður stólsetan löðrandi í blóði og stór pollur safnast fyrir á gólfinu. Þeir halda samt áfram að berjast. Við fætur þeirra em stórar tjarnir, og þegar þeir hætta ösla þeir í blóði eins og strákar í forarkeldu. Jeg býst við á liverju augnabliki við að sjá þá hníga í ómegin vegna blóðmissisins. Nei, ])að verður ekki af því. Þeir hafa jafnvel kjark í sjer til þess að fara út og láta. mynda sig. Jeg geng út til þess að hressa mig upp. Þar ríkir kyrð og friður. Korngresið á ökrunum gengur í bylgjum undan þýðum vindblæ. Trjen vagga laufkrónum sínum móti brosandi ljóma sólarinnar, og fuglamir fljúga syngjandi kvist »f kvist. Hvert sem augað líttír mætir því fróandi fegurð. En inni er klakstöð ófriðaranda og dýrslegrar hörku. . f einvíginu, sem yfir stendur. Jiegar jeg kem inn, eigast tveir ójafnir við. Annar ])eirra. sem er hár og grannur og sest aldrei, heldur styðst við stólbakið, berst snildarlega vel. Hann er alveg ósár en er búinn að veita hinum sár við hægra eyrað. Hann virð- ist eiga í öllum höndum við and- stæðing sinn. Rjett eftir að jeg kem inn stingur hann sverði sínu neðanvert við vinstra eyra mót- stöðumannsins og rífur út úr. Nokkrum augna.blikum síðar er hann ,borinn út, máttvana af blóðmissi. í síðasta ein vígi ]>ekki jeg annan manninn. Það er jafnt á komið með þeim. Báðir eru vopn- fimir og berjast sniklarlega vel. Allir hópast uta.n um þá, og eru sem á nálum. Verður þetta eina einvígið, ]>ar sem Ihvorugur verð- ur sár? Þeir berjast ákaft. Svitinn bogar af andlitum þeirra, en eng- inn blóðdropi sjest. Þeir eru búnir' að eigast við langa stund og höggafjöldinn er að verða. kominn. En í síðustu lotunni verður kunn- ingi minn fyrir alvarlegasta skakkafallinu, sem fyrir kom ])ennan dag. Hann fær högg á mitt nefið, sem skiftir því í tvent. Það var hroðalegt að sjá. Sárið ga.pti sundur, neðri hlutj nefsins hjekk niður og blóðið bunaði, fossaði niður um hann. Einvíginu var á augabragði hætt, sárið þvegið og saumað saman, en nefljótur verð- •ur hann, það sem eftir er æfinnaí-. Jeg geng inn í klefana. Þar er verið að búa um sárin. Þar sem skurðir eru á höfði er hárið klipt frá, sárin hreinsuð og saumuð saman — þar er það sem kapp- aniir kveinka sjer. Þaí er verið að s])yrja mig hvort mig langi ekki líka til að taka þátt í einvígum. Jeg varast að særa tilfinningar ]>eirrar á þessari stund og segi að örin fari ekki vel heima á íslandi, þa.r sem enginn hafi ])ess konar andlitsprýði, því að jeg gruna ])á um að margir ])eirra sækist eftir einvíguni, einungis til ]>ess, að geta skartað eftir á með örunum! Hvað sem segja má nm einvígin, ])á mun mjer |>essi dagur aldrei úr minni líða., og jafnhliða þýska bjórnum detta mjer altaf ör stú- denta.'.na í hug, ]>egar jeg (hejrri T’ýskalare1 aefnt. Kafari í lífsháska. Hjá Dagenham í Englandi er Ford að láta gera hafskipabryggju fyrir skip þau, er flytja bíla hans og bílhluta til Englands, Var ver- ið að reka máttarstólpa niður í árbotninn. Það voru gríðar stórir stálhólkar og vóg hver þeirra 100 smál. Meðan á því stóð var kafari hafður innan í hólknum, en hann var svo óheppinn að hann fest.ist einhvernveginn og hinn gríðar- þungi hólkur dró bann með sjer 5 metra niður í leðjuna- í árbotn- inum. Það voru engin tök á því að draga hólkinn upp aftur, en eftir 8 klukkustundir tókst öðrum köf- urum að grafa fjelaga sinn upp úr leðjunni og bjarga honum. l'ar hann þá nær dauða en lífi. Annálaður glæpamaður í fhi- cago, stór og sterkur, kom upp í sporvagn, en vildi ekki greiða fargjaldið. A fyrsta viðkomustað kallaði lestarstjórinn í liigregluna. og mælti: — Þessj dóni neitar að borga fargjald sitt, Þjer verðið að sjá um að hann fari út úr vagninum. Lögreglu])jónninn leit sem snöggvast á bófann og mælti svo: — Jeg borga fyrir hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.