Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1931, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1931, Blaðsíða 6
270 LBSBÖK MORGTJNBLAÐBINS Ur sveitum Spánar. Hvernig farnast hinum islenska sjávarútvegi í ár? Hvernig verður ástandið á Spáni? — Þó langt sje á milli landanna og staðhættir ólíkir, eiga þessar tvær spurningar samleið. Við íslendingar erum háðir fiskmarkaðinum á Spáni, en hann fer eftir fjárhagsástandinu þar, genginu, stjórnarfarinu og almennri velmegun. Alt of lítið vitum við íslendingar enn um þjóðarhagi þessarar viðskiftaþjóðar vorrar. Eftir- farandi Spánarbrjef gefur ofurlitla hugmynd um ástandið í sveitunum þar syðra. Madrid, í jrilí. í afskektri sveit í Aiicante-hjer- aði höfðn konungssinnar fengið því nær öll atkvæði við kosningarnar. Sigur þenna hjeldu þeir hátíð- legan. Nokkurum dögum seinna frjettist þangað, að lýðveldissinn- ar hefðu unnið glæsilegan sigur í kosningunum. Þá sneru þeir við blaðinu þar í sveit, og hjeldu sigur lýðveldismanna hátíðlegan. Þeir gengu í skrúðgöngu með fán- um og hljóðfæraslætti og báru fpna lýðveldisins í broddi fylk- ingar. Sama sagan er sögð úr mörgum sveitum. Menn fylgja þar meiri hiutanum Ihvað sem tautar. En sum- ar sveitir landsins eru svo af- skektar, að ekkert var farið að frjettast þangag um stofnun lýð- veldisins, þegar komið var fram í júlí. 1 þeim sveitum eru það ekki aðrir en fógetinn og prest- urinn, sem Standa í sambandi við umheiminn. Þeir segja alþýðu mannr- ekki annað en það, sem þeim sýnist. Stöku sveitarstjórnir hafa reynt að mótmæla öllum valdboðum lýð- veldisstjórnarinnar, eða hafa þau að engu. Yíða um sveitir gera menn sjer mjög villandi hug- myndir um stefnur lýðveldis- manna. Sumir halda að eignir þeirra verði af þeim teknar. Aðrir eiga von á að fá gull og græna skóga. Fyrir nokkru kom bóndi iir ná- grenni Madríd, inn á borgarstjóra- skrifstofuna þar, og spurði hver hefði á hendi skiftingu jarðeign- anna. Hann hafði heyrt talað um umbætur ábúðarlaganna, og var hræddur um að hann kæmi of seint til þess að fá viðbót við jarðar- skika sinn. Hann var vonsvikinn, er hann fekk að vita, að vissulega hefði enginn það á hendi, að gefa mönnum jarðir eða jarðarparta. En þó hugmyndirnar sjeu á reiki um það, hvaða umbætur lýðveldis- menn ætla að koma á, í sveitum landsins, þá er eitt víst, að bylt- ingin hefir komið róti á hugi manna í sveitum Spánar, hrist af þeim drungann og kæruleysið. Meðan konungsstjórn var í land- inu, átti almenningur alls ekki von á neinum umbótum. Konungs- stjórnin gaf sjer ekki tíma til þess að sinna um hag almennings, og almenningur ljet sjer það lynda — ljet skeika að sköpuðu. Við og við blossuðu óeirðir upp. En kommúnistum var kent um þær. Og óeirðirnar voru bældar niður. Aldrei var reynt að grafast fyrir dýpri orsakir óánægjunnar. Romanones greifi, sem vafalaust er meðal athafnamestu stjórnmála- manna konungsdæmisins, hefir ný- iega sagt frá því, að síðan hann liafi fengið tíma til þess að kynn- a.st ástandi bændanna, einkum í Andahisíu, þá hafi augu hans opnast fyrir því, hvað þar væru mikil óunnin verkefni fyrir hendi. Þessi játning greifans kom roönnum mjög á óvænt, því ætlandi var, að þessi stjórnmálamaður hefði kynt sjer ástand þjóðar sinnar, meðan hann hafði áhrif og völd. Verkefni hins unga lýðræðis eru sannarlega mikil og márgvísleg. „.Tarðnæðislausir bændur, og eyðijarðirnarí', heitir bók ein sem er nýkomin út, um sveita- búskap Spánverja. Þar er reynt að gera grein fyrir hörmunga- ástandi landbúnaðarins. Erfitt er þó að byggja á nákvæmum stað- reyndum sakir þess, hve hags- skýrslur eru ófullkomnar. Tölur þær, sem hjer eru nefndar, eru úr bók þessari. Spánverjar eru fyrst og fremst bændaþjóð. Landbúnaðurinn er fremsta atvinnugrein þjóðarinnar. f landinu eru 50 miljónir hektara ræktanlegt land. 31 miljón hekt- ara eru enn óræktaðir. 90% bænda eiga engan jarðarblett. Mestur hluti jarðeignanna er í höndum stóreignamannanna, isem skeyta ]ítt um ræktun. Menn þurfa ekki að fara langt út í nágrenni Mad- ríd til þess að sjá hvernig stór landflæmi liggja ónotuð. — Þrír fjórðu hlutar af Toledo-hjeraði eru í eigu um 20 stóreignamanna. — Geysistór svæði eru þar notuð sem bithagar fyrir veiðidýr. Enn þá verra er ástandið í Andalúsíu. í Granada-hjeraði t. d. með 70 þús. íbúum eiga þrjár ættir alt landið, og er mikill hluti þess notaður fyrir akurhænsnaveiðar. Allar vinnuaðferðir við búskap- inn eru mjög gamaldags. Fjöldi fólks fær atvinnu aðeins yfir sum- arið, og er svo atvinnulaust allan veturinn. Víða er farið ver með vinnufólkið en skepnurnar. Dag- launin eru 2—3 pesetar án fæðis. Nýlega fluttu blöðin þá fregn, að Zamora gæfi þá skipun, að dag- laun við sveitavinnu ættu að hækka úr 1,25 peseta upp í 3,50 peseta. Verkafólk sveitanna fær varla nægilegt kaup til hins lak- asta viðurværis. Það er því ekki að undra, þó fólkið flytji úr sveit- unum til borganna. Sumar sveitir hafa nærri tæmst á síðustu ára- tugum. í verslunarskýrslum landsins eru taldar upp fjölda margar landbim- aðarafurðir, sem fluttar eru inn fyrir hundruð miljónir peseta, en sem hægt væri að framleiða í land- inu sjálfu, ef það væri ræktað. Eitt sinn var byrjað á búnaðar- umbótum. En það er langt síðan. Það var árið 1768, að Carl ITT, tók sjer fyrír hendur að rækta Sierra Morena. Þar höfðu ræningj- ar löngum hafst við. Á fáum ánim gerbreyttist hjeraðið. þar kom upp blomleg akuryrkja. Innflytjendur frá Suður-Þýskalandi stóðu fyrir þeirri ræktun. Þetta var síðasta jarðræktartilraun konungsstjórn- arinnar á Spáni. Hún tókst vel, samt vom eigi fleiri gerðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.