Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1931, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1931, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 341 anum. Síðan er kafaranum lyft svo að hann kemst upp fyrir vegginn og niður í klefann. Nú verður hann að vinna í myrkri. Hann stendur í einu hominu — og alt í einu sjer hann líkt og stóran orm hlykkjast niður fyrir framan lijálmgluggann. Það er taugin, sem hann er bund- inn í — taugin, sem hann á líf sitt undir. Hann héldur fyrst, að það hafi verið slakað of mikið á henni, en það er hættulegt, því að hún getur festst í flakinu. —• Strengið á tauginni! hrópar hann í málpípuna. — Strengið! kallar Gianni á þil- fari „Artiglio“, og vindan tekur til, en a'lt af sjer Bargellini meira og meira af tauginni koma niður. — Strengið á tauginni! hrópar hann. Því strengið þið ekki? — Við emm að strengja. Hreyfir þú þig ekki? Vindan hamast og taugin kemur slök. Gianni grípur í hana og finn- ur að hún liggur laus fyrir. — Taugin er slitin! hrópar hann. Komið með hina kafarabrynjuna! Set.jið út bát! Ef kafari verður fastur í skips- flaki. eða taugin slitnar, er hann oftast nær dauðadæmdur. Eina ráð- ið er að reyna að losa sig við þunga sökku, sem hangir við brynjuna. Ef hann er laus, og getur losað sig við sökkuna, á hann að geta flot.ið upp. Gianni kallar til Bargellini: — Bargellini! Hlustaðu á mig. Taugin er slitin, en það gerir ekk- ert til! Vertu ekki hræddur! Los- aðu þig við sökkuna og þá flýtur ])ú upp. Gianni hlustar og hlustar. Hann heyrir Bargellini blása af mæði. Það er auðheyrt að hann er að bisa við eitthvað. Hann er að reyna að losa sig við sökkuna, en hún er föst. — Gianni, Gianni, jeg get ekki losað sökkuna. Hún er föst! — Vertu rólegur, drengur! Vertir ekki hræddur! Reyndu aft- ur! Snúðu til hægri! Reyndu að liðka hana tU. Gianni reynir að sýnast rólegur, en kaldur sviti streymir niður and- lit hans. Bargellini er systursonur hans .... Og sakkan er hans eigin uppfinning, og hann hafði sjálfur reynt hana .... Hann fleygir af sjer fötum og býst til að fara í luna kafarabrynjuna-----en þá heyr ir hann aftur í Bargellini, og þá er sem þungu fargi ljett af honum. Bargellini hefir ált í einu tekið eftir því að birtir. Hann er að fljóta upp. Sakkan hafði rekist á eitthvað og.losnað af sjálfsdáðum. Skömmu seinna kemur hann upp á yfirborðið og er dreginn um borð. Hjálmurinn er skrúfaður af og út gæg.ist náfölt andlit Bargell- ini. Hann drogur djúpt andann. — En sú hræðsla út af engu, segir hann og hlær.------- Skjalaskápnum bjargað. Tveim dögum seinna lá skiala- skápur ,,Egypt“ á þilfari .,Arti- glio“. Bargellini hafði náð í hann. Meðal annars, sem í skápnum var, voru ýmis leyniskjöl frá utanríkis- ráðuneyti Breta.---------- Biörgxmiimi hætt í bili. Það var nú komið fram á haust, og menn urðu að láta sjer nægja að búa undir björgun fiársjóðsins á næsta sumri, með því að sprengja sundur þilförin og koma burtu alls konar drasli. Gianni hafði hugsað sier að saga fiársjóðsklefann iir skipinu. en sá klefi er 25 feta langur, 8 fet á breidd og 9 fet á hæð. og lyfta honum svo í heilu lagi. Fn forlögin höfðu ekki ætlað honum að bjarga auðæfum .Egypt'. f staðinn fyrir það að fara til ítalíu. var ákveðið að ,,Rastro“ og ,.Artiglio“ skvWi sprengja tvö skinsflök hiá Frakklandsströnd og liggja svo í Brest um veturinn, þangsð til hægt væri að byrja aft- u- á bíörguninni úr .,Egvpt“. ,.Artiglio“ ferst. ..Artiglio“ var falið að sprengja flak.ið af ameríkska hergagnaskip- inu .,F!orenee“, sem sökk sumarið 1917 fram undan St. Nazaire, og var hættulegt fvrir siglingar þang- að. En ,.Rostro“ fór að fást við annað skipsflak tvær sjómílur það- ar.. — Fvrstu tvö dvnamit-skotin voru sett út við byrð.ing skipsins. en unnu ekki annað á, en að gera tvö stór göt á byrðinginn. Menn höfðu búist við því, að sprengiefnið í skipsflakinu mundi springa um leið, en svo var ekki. Menn urðu þá óvarkárari. í staðinn fyrir að ,,ArtigHo“ fór fyrst. tvær mílur frá skipinu áður en skotunum var hleypt af, ljctu þeir 300 metra fjarlægð duga næst. Hinn 7. sept. 1930 kom Bargell- ini úr kafi frá „Florenee . Það var nú ekki annað eftir en spiengja afturhluta skipsins. Hann hafði komið þar fvrir sex dynamit. skotum og þeim var ætlað að sundra því, sem eftir var af ski])- inu. Það lá vel á Bargellini. Hann hafði nú fengið orð á sig fyrir að vera duglegasti kafari heimsins, ■— og nú átti liann að fá að fara heim t'l konu sinnar og fyrsta barnsins, sem fæddist sama daginn og liann bjargaði skjalaskápnum úr .,Egypt“. Hann stendur á þilfar- in og bíður þess að skotm ríði af Giovanni kveikir í .... og þá kviknar um leið í þrúðtundrinu, sem eftir var í skipsflakinu. ,.Arti- g'io“ sogaðist niður í bullandi sjávargig og sökk samstundis. Gi- anni og Bargellini fórust þar báðir og 10 fjelagar þeirra. Þeir á „Rostro“ sáu hina ægi- legu sprengingu, og svo var hún mögnuð að skipið skalf og niitraði, en menn albr hentust flatir...... t sumar hefir ný „Artiglio“ ver- ið að fást við ,Egvpt“, eu enn hefir ekki tekist að bjarga hinum dýrmæta farmi. Mont Blanc. Nýlega gekk 11 ára gömnl stú'lka. Pamela Wilkinson, unn á fiallið Mont Blane. sem er 15 780 fet f tilefni af bví fekk hún skirteini um það. að hún væri vngst af öllum þeim, sem á fjall- ið hefði gengið, Eru nú 40 ár síð- an slíkt skírteini var gefið út. og fekk bað drengur. sem var tveimtir már>uðiim eldri en hún. Pamela cnnHst ekkert hafa verið brevtt af Hví að gan"n upp á fiallið. en höfnðverk fekk hún á tindinum, vegna þess livað loft er þar þunt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.