Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1932, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1932, Blaðsíða 2
9 LESBÓK M0R9¥NSLÁÐatNS 5önguararnir (eftir Longfellow). Þrjá söngmenn Drottinn sendi á braut, að syngja á jörð um gleði og þraut, að glæða í mönnum guðdómsyl, og greiða veginn himins til. Hinn fyrsti átti æskufjör, um engi’ og skóga lagði för, og hörpu gullna’ í hendi bar, um hjartans drauma söng hann þar. Á markaðstorgi í miðri þröng, af manndómskrafti annar söng, og vakti hópsins hetjumóð, er hlustandi í þyrping stóð. Hinn þriðji gekk í guðshús inn, með gránað hár og föla kinn; við angri þrunginn orgelhljóm, í auðmýkt söng með bænarróm. En þeir, sem höfðu hópast að, og heyrt þá syngja, deildu um það, hvern öðrum skyldi meta meir, svo misjöfn áhrif vöktu þeir. Þá sagði Drottinn: „Sendi’ eg þá í sameiningu marki að ná; þeir tigin hlutverk tóku’ að sjer, að töfra, styrkja og kenna hjer. Hins sanna máttar þætti þrjá í þeirra söngvum heyra má, því fegurð, afl og fræðsla dýr í fullu samræmi þar býr“. Maríus Ólafsson þýddi. «Óarfari og kappgjarnari við veið- ar vrri þeir iiankar, er teknir vrri fkllvaxta og hefði fengið frjálsir aS rfa sig við veiðar. Þess vegna rak að því, að menn hæt.tn að taka egg og unga, en lögðu alt kapp á það að ná ungum, fullvöxnum kaukum. Um það hugsuðu ekki tigiiir menn, heldur ljetu þeir þjóna sína gera það, og sjerstök- m mönnum var falið að temja k’aukana. Voru til þess valdir íir- valsmenn, og voru „haukatemjar- ar“ í miklum metum um lönd öll. Nafnfrægastir voru haukatemjar- arnir í Falkenwerth í Norður- Brabant. Þeir voru ekki í þjónustu neinna höfðingja, heldur ráku þeir haukatamninguna sem sjálf- stæða atvinnu, og meðail alþýðu í Brabant var ein atvinnugrein á þeim dögum sú, að ná lifandi hauk um, og var svo um margra alda skeið. Venjulegasta aðferðin að ná í-haukana var sú, að veiða þá í net, þar sem diífa var höfð fyrir agn. Sjerstaklega varð að gæta þess, að fálkinn skemdi hvorki vængi nje stjel þegar hann ánetj- aðist ,og varð því veiðimaðurinn jafnan að vera á næstu grösum og liafa vakandi auga á netinu og hvenær fálka bæri að. Onnur að- ferð var sú að liafa dúfu tjóðraða við hæl á víðavaugi og liafa á henni kænlega útbúna snöru. Um leið og fálkinn sló dúfuna festist hann í snörunni. En smyrlar voru veiddir á þann hátt, að dauður lævirki var festur á stöng og var borið sterkt lím á stöngina. Þegar ■smyrillinn rendi sjer að og sló lævirkjann, festist hann sjálfur í Siminu og var tekinn þar. r F) 14. öld útvegaði „þýska regl- an“ í Prússlandi og Líflandi hauka handa flestum þjóðhöfðingjum álf- unnar, en eftir það komst ]iessi verslun í hendur Danakonunga og græddu þeir of fjár á henni. Og svo var þá haft mikið við, og vandlega farið með haukana, að aaukar þeir, er Danakonungur •seldi Spánarkonungi, voru bomir á handbörum alla leið frá Lýbiku og suður í Madrid. Haukana fekk Danakonungur aðallega frá íslandi o» Svíþjóð. Islensku haukarúir þóttu bera af öllum öðrum og sjer- staklega voru hvítu haukarnir ,.konungsgersemi“ og fyrir þá greitt of fjár. I ferðasögu sinni frá Mið-Svíþjóð 17Ú4 minnist Linné á fálkatökuna og lýsir því, hvernig hún fer fram. Hann segir að ;,fangarar“ komi þangað um -lakobsmessu og fari þaðan aftur urn Bartholomeusarmessu, eða sje þar um mánaða'rskeið. Svo segir liann: — „Undarlegt er það, að jx'ssir „fá:lkafangarar“ eru ýmist Hollendingar eða Frakkar, og að þeir skuli koma liingað svo langa ltið til þessa starfa, og vinna sjer þé inn stórfje með þessu móti, e* enginn Svíi hefir tekið sjer fyrir hendur að ná í fuglana og temja þá, svo að þjóðin sjálf geti not-ið góðs af þessu“. Framk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.