Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1933, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1933, Blaðsíða 8
240 LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS ingju sína að nokkru leyti. Reynd- ar vissu þau það núna að þau höfðu ekki þurft á neinum töfra- brög'ðum að halda, til þess að ná ástum livors annars. Þau voru fyr- ii iöng'u búin að segja hvort öðru frá brönugrasinu, og höfðu oft brosað að heimskunni úr sjer að dáðst að ráðkænsku Hönnu gömlu. En innan í uppáhalds ljóðabók- inni sinni geymir Herdís altaf gamalt pressað brönugras. Úr kvæðasyrpu K. N. Upphaf á sendibrjefi. Vinir og velgjörðamenn, veitið mjer áheyrn um stund! Lifandi er jeg nú enn og ávaxta ’ið dýrmæta pund. Jarðneskan á ekki auð; aldrei hjá Mammon var þræll; bara, ef jeg hefði brauð og brennivín — þá vær’ eg sæll. Eftir ^amlan kunningja. í kistuna sina ’ann lagðist lúinn, lífs og sálar kröfum rúinn við alskyns „eymda kif.“ Honum lítið hjálpaði trúin; hann var fremur illa búinn undir annað líf. Eftir Goethe. (Þýtt úr ensku). Af því get jeg enn mig stært, að engu breytt er hjer. Ekkert hef jeg af öðrum lært og' enginn reitt af mjer. Skeggraksturinn. (Skáldið rakaði af sjer yfirvararskeggið og stúlk- urnar vildu fá að vita hvenær hann ætlaði að láta það vaxa aítur). Jeg rækta mitt skegg í tæka tíð, því tennurnar vantar að framan. Það kemur sjer illa í kulda og hríð, ef kjafturinn nær ekki saman. Jónas Hall kvaddur. (Góðvinur skáldsins). Hjer var hlýtt og bjart í húsi þínu og sveit, bæði skjól og skart í skógar grænum reit; en engan yl jeg finn, alt er hjarn og svell: bygðin — Kaldakinn, kirkjan — Ystafell Suðurfararskip Byrds „The City oí' New York“ er eitt af kjör- gripum þeim, sem eru á Chieago- sýningunni. Sjest skipið hjer eins og frá því er gengið þar, en í baksýn eru sýningarhallirnar Drengur eða stiilka. F.er það eftir atvinnu heimilisfeðra hvort þeim fæðast drengir eða mey- börn? Fæðingarskýrslur Berlínarborg- ar fjrrir árið sem leið virðast benda til þess að það fari nokk- uð eftir atvinnu heimilisfeðra, hvort þeir eignast syni eða dætur í hjónabandinu. Bakarar, köku- gerðarmenn, kjötsalar, mjólkursai- ar, iirsmiðir, vjelamenn, verkfræð- ingar og myndasmiðir eignast nær eingöngu piltbörn. Og verslunar- menn, veitingaþjónar, matreiðslu- menn, dómarar, læknar, ljrfsalar,, söngvarar, tónskáld og leikarar eignast aðallega drengi. En ltaup- menn, rithöfundar og listamenn eignuðust aftur á móti nær ein- göngu stúlkubörn. Og }>eir, sem lifa á eignum sínum, skraddarar, snikkarar og sótarar liafa ein- göngu eignast dætur. —- Nú verður pabbi að sjá fyrir tveimur konum. — Hvað, er hann orðimi fjöl- kvænismaður ? — Nei, en jeg gifti mig í gær. Kvcnfólkið í Kína. Kínverjar liafa mörg orð og merkileg í máli sínu. Og um kven- fólkið hafa þeir sjerstök orð sem eiga að lýsa })ví. Um þolinmóða konu segja þeir ^ið hún geti steikt heilan uxa með brennigleri. IJm lata konu segja þeir að hún kveiki á kerti til þess að finna eldspýtu. Um heimska konu segja þeir að hún sigli til hafs í hattöskju. Um gætna konu segja þeir, að hún skrifi loforð sín með krít. Lausláta konan er eins og köngurló; hún spinnur silki í kyrþey. En for- vitna konan er svo hraðgáfuð að hún gæti snúið regnboganum við, til þess að sjá hvað er á bak við hann. Læknir: Inflúensa er í sjálfu sjer ekki mjög hættuleg, en eftir- köst hennar geta verið slæm. Sjúklingur: Já, jeg veit það —- jeg hefi fengið reikninginn frá yður. — Með tilliti til lífsábj-rgðar- fjelagsins, sem hefir trygt mig, langar mig til að spyrja yður um nafn og lieimilisfang.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.