Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1933, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1933, Blaðsíða 6
262 og tók alla sökina á sínar herðar á öllu því sem skeð hefði i rík- inu., — En hann bætti því við, að hann ætti líka sök á því, að andstöðu- flokkar fengju að vera við lýði í landinu, til þess að afskræma hug- sjón fascismans. Þess vegna lýsti hann því yfir, að upp frá þeim degi skyldu allir andstöðuflokkar fascismans bann- aðir í landinu, og öll mótspyrna yfirleitt gegn fascisinanum. Með því var og afnumið í land- inu prentfrelsi og málfrelsi og öll gagnrýni á fascismanum gersam- lega bönnuð. Foringjar andstöðuflokkanna urðu að flýja land. Allir þar embættismenn, sem ekki voru tryggir fylgismenn íasc- ismans voru reknir úr embættum. En ítalir, sem erlendis háfa dvalið og eitthvað hafa gert til þess að skerða álit fascismans, hafa verið sviftir ítölskum ríkisborgararje.tti. Svo mikil breyting varð á stjórn arháttum Mussolini upp frá þess- um degi, að alment er skoðað, að 3 janúar 1925 sje fæðingardagur hins „korporativa“ ítalska rjett- arríkis. Eitt af fyrstu verkum Mussolini var nú, að hann kom nýrri skipun á flokk sinn. Á undanförnum árum hafði hann gert tilraunir til að hreinsa til í flokki sínum. Árlega rak liann um 100 þús. manns úr flokkn um, og tók nýja í staðinn. En þessar „úthreinsanir“ báru ekki tilætlaðan árangur. Inn í fiokkinn komust menn, sem reynd- ust óhæfir, og hugsuðu um það eitt að skara eld að sinni köku. Því var það, að Mussolini tók upp nýja leið til þess að endur- nýja flokkinn. Hann stofnaði til ungmennafje- laga um alt landið, þar sem ítalsk- ur æskulýður er alinn upp í fasc- istiskum anda, þ. e. triinni á á- gæti fascismans. En daglegt verk ungmennafjelaganna er að vinná að líkamsmenning æskumannanna. Árlega er síðan valið úr þessum ungmennafjelögum hópur fjelags- manna er komið geta til greina til þess að fá inngöngu í Fascista- LEsbók morgtjnblaðsins flokkinn. En úr þessum hóp velur síðan framkvæmdastjóri flokksins ákveðinn fjölda er fær inngöngu í flokkinn. Með þessu er það trygt, að eng- inn kemst inn í flokkinn nema þeir sem trúa og treysta á Musso- lini, og^skoða vilja hans seiu sín lög. . í fascistaflokknum eru um ein miljón manna. —- Er flokkurinn einskonar sjerrjettindastjett meðal þjóðarinnar, grundvöllur sá, sem Mussolini byggir vald sitt á. Flokksmenn fascista koma fyrst til greina við veitingu allra em- bætta og opinberra starfa í ríkinu, þó aðrir geti komið til greina, að þeim frágengnum. Undir einvaldsstjórn Mussolini er ítölsku þjóðinni skift í 13 ein- ingar eða starfsmannadeildir, sem allar eru aðskildar hver frá annari. Vinnuveitendur mynda sex þess- ara eininga, vinnuþiggjendur aðra sex, en í þeirri þrettándu eru menn er stunda hinar svonefndu frjálsu atvinnugreinar, svo sem læknar, higfræðingar o. þessh. Hver eining fyrir sig greinist í gervalt landið, og er bygð upp úr svelta-, bæja- og hjeraðasambönd- um. — Vinnuveitendaeiningarnar eru J)essar : Bændur, iðnrekendur, kaup menn, útgerðarmenn flutninga- tækja á sjó og í lofti, útgerðar- menn flutningatækja á landi og á ám, og bankastjórar. En einingar vinnuþiggjenda eða verkamanna skiftast eftir sömu reglu, svo sam- stæða tveggja eininga er um hverja atvinnugrein, sem hjer er nefnd, — í einni verkamenn, er vinna að sveitavinnu, i annari lerkamenn iðnaðarins, o. s. frv. Utan við Jtessar Jtrettán þjóðfje- lagseiningar eru embættis- og starfsmenn ríltisins, þar með tald- ir hermenn. Engir, sem ekki eru í rikisins þjónustu, geta verið utan við ein- irtgar þessar eða fjelagsskap þeirra. í orði kveðnu er mönnum það frjálst, livort þeir vilja vera í fjelagsskap þeim, sem atvinna Jieirra bendir til- En allir þurfa að greiða f jelagsgjöldin, hvort sem Jieir telja sig meðlimi eða ekki. Ríkið eitt hefir rjett til J>ess að gangast fyrir stofnun fjelaga þess- ara, og má ekkert fjelag starfa sem samkvæmt eðli sínu telur sig til einhverrar af fyrnefndum ein- ingum, nema það hafi hlotið við- urkenning sambandsstjórnar eða ríkisvaldsins. Embættismenn ríkisins eru eini tengiliðurinn milli starfsmanna- deildanna. Rísi t. d. kaupdeila, og viðkomandi aðilar, hjeraðsfjelaga- stjórnir, eða stjórnir landssam- bands geta ekki komið sjer saman um að sættast, þá taka embættis- menn ríkisins málið í sínar hendur. Þeir gangast fyrir Jiví að leitað verði samkomulags. Þeir ganga að samningaborði með aðilum, og Jieir ákveða hvernig samningar skuli tákast, ef aðilar ekki sættast af frjálsum vilja. Þessir embættismenn, tengilið- irnir milli starfsmannadeildanna, mynda korporationirnar. Af Jieim c-r dregið nafnið korporativt rjett- arriki,- Verkbönn og verkföll eru bönn- uð. Verndar ríkið hag verkamanna og getur fyrirskipað vinnuveitend- um að greiða það kaup, sem sann- gjarnt þykir fyrir hond verka- mannanna. Eignir manna eru friðhelgar. Þar 'eð fascistar líta svo á, að framtak einstaklingsins á sviði Fæðingarstaður Mussolini. / þessu fátœklega húsi í þorp- irui Piedabbio í Romagna, fœdd- ist Mussolini fyrir 50 árum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.