Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1934, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1934, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 68 Mynd þessi er af enska bryndrekanum „Nelson“, sem strandaði fyrir nokkm hjá Portsmouth, en náð- ist þó óskemdur á flot aftur. Nelson er admirálsskipið í flota Breta. Skákþraut nr. 4. Hannes Arnórsson. Svart. Hvítur mátar í 3. leik. Ráðning á skákþraut nr. 3: 1. Dgl—al. Skák. Þessi skák var tefld á Skák- þingi Reykjavíkur 6. febrúar ’34. Hvítt: Sigurður Jónsson. Svart: Jón Guðmundsson. 1. d4, d5. 2. c4, eb. 3. Rc3, cb. 4. Rf3, dxc. 5. e3, (a4 er best, t. d., 5a4, Bb4. 6. e3, b5. 7. Bd2, a5. 8. axb, Bxc3. 9. Bxc3, cxb. 10. b3, Bb7. 11. bxc, b4. Spiel- mann). b5. 6. a4, b4. 7. Re4, Ba6. 8. Re5, (Bogoljubow gefur 8. Dc2, Dd5. 9. Be2, b3. 10. Dbl, Rfb. 11. Rc3, Bb4 o. s. frv.) Dd5. 9. Df3, Rh6. 10. Df4, fb? (Be7 var best og svartur fær góða skák). 11. Rxfb-f-! (Nú kemst alt í uppnám) gxf. 12. Dxf6, Hg8. 13. Be2! Dxg2? (Rd7 var best, skákin er töpuð hjá svörtum eftir þennan leik). 14. Bh5-þ, (Til vinnings leiddi 14. Dxe6+, Kd8. 15. Bf3.) Hg6. 15. Rxg6, Dxhl+. 16. Kd2, hxg. 17. Dxg6+? (Leiktap og töpuð skák um leið, best var 17. Bxg6+, Kd7. 18. Dxf8). Kd7. 18. De8+, Kc7. 19. Dxf8, Dxh2! 20. Be2, (Ef 20. Dxh6, Df2+ 21. Kdl, c3). Rf5 (c3. 21. bxc, bxe. 22. Kxc3, Bxe2 var flóknara). 21. Dxb4, Dxf2. 22. Kdl, c3! Hvítur gefst upp. Óvenjulega fjörug skák. Athugas. eftir Jón Guðmunds- son. Skotasaga. Húsfreyja: Það er komin kýr inn í garðinn okkar. Húsbóndi: Flýttu þjer að loka hliðinu og komdu svo með fötu. Við skulum mjólka hana áður en eigandinn kemur. Merkileg sakcimál. Ameríska tímaritið „The New Yorker“ hefir birt skrá yfir hin einkennilegustu sakamál, er komu fyrir árið, sem leið. Þar á meðal eru þessir mál: — Gift kona í New York þröngvaði manni sínum til þess með marghleypu í hönd að láta sig hafa ferðapeninga, svo að hún gæti komist til Reno og feng'ið þar skilnað. — Maður nokkur úr Missisippi ríki var ákærður fyrir morð. Hon- um þótti kviðdómurinn nokkuð lengi að bræða dóminn og bað því hjeraðsdómarann að kveða upp dóm yfir sjer. Dómarinn dæmdi hann í 8 ára fangelsi. Svo sem einni klukkustund síðar kom kvið- dómurinn og hafði ætlað að sýkna manninn. ■— Maður nokkur í Milwaukee var tekinn fastur fyrir það að hafa misþyrmt konu sinni svo, að hún hafði hlaupist að heiman. — Þegar hann kom fyrir rjettinn hafði hann brennimerkt nafn konn sinnar á enni sjer. Hafði hann gert það til friðþægingar við hana og ákæran var látin niður falla. — Maður nokkur í North Caro lina kom einn góðan veðurdag inn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.