Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1934, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.1934, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 99 vitund að fleyta sjer á sundi. Ól- afi skaut upp og bar það þá sam- an að bátinn rekur til hans. Gat liann þá náð á honum liandfestu. Þetta var langt frá landi. Gekk það nú lengi svo, að báturinn var ýmist á hvolfi eða hann morraði á kjöl, fleytifullur. Ólafur veltist, sem báturinn, stundum á kaf að mestu leyti. Yindur stóð á land og þokaði þeim nær og nær landi1. Kuldinn svarf æ fastar að Ólafi eftir því sem lengur leið. Fann hann nú hvorki til handa eða fót.a, alt var steindofið. Að síð- ustu var allur máttur úr höndum hans, svo hann skolaðist frá bátn- um, en þá var svo stutt til lands, að aldan bar hann að landi. En þá var þyngsta þrautin að kom- ast upp á vatnsbakkann, því fæt- ur gat hann ekki borið fyrir sig, svo voru þeir steindofnir. All- ir fingur voru dofnir og læstir í lófa, en í handleggjum var enn nokkur máttur. Á alnbogum gat hann loks dregist upp á vatns- bakkann, en þá fyrst blöstu hörm- ungarnar við- frá öllum hliðum. Fjelagi hans fyrir löngu jiofnað- ur hinum síðsta blundi á botni vatnsins, báturinn í strandi við ströndina, langt til hestanna og mest sú leið grjótholt eða freð- in flög, en til mannabygða 10 stunda för. Engin leið að standa, eng'in leið að leggja á liest, en þó allra ómögulegast að taka hest úr liafti. Nú tekur Ólafur þó það eina ráð, sem hugsandi var til lífs, að skríða á stað í áttina til hestanna. Varð hann nú að draga sig áfram á hnjám og höndum. Eftir mikið strit og kvalræði náði hann til hesta sinna. Þá skeði það sem merkilegast er við þessa sögu. Allir hestarnir voru heftir vel með traustum hnappheldum, en nú var einn hesturinn genginn úr haftinu og það einmitt sá hesturinn, sem best var treystandi sakir þægð- ar, hreysti og vitsmuna. Með harðfylgi tókst Ólafi loks að skríða á bak þessum hesti. Eft- ir það vissi hann lítið af sjer, en það var hesturinn, sem vissi nú hvaða skylduverk beið hans og bvert átti að stefna. Yfir flög' og stórgrýti fetaði hann sig hægt, en Ijett og liðlega, í áttina til þjóðvegarins sem iá til bygða. Þegar á veginn kom greikkaði hann sín mjúkú spor, þar sem þess var kostur, en fetaði sig með hinni mestu varúð þar sem þess var þörf. Öll hans hugsun var sú, að koma byrði sinni til bæja. Heima við bæjardyr í Kal- manstungu nam hann fyrst stað- ar. Þar var leiðinni lokið. Þar var þá fólk háttað. Voru þá liðnar á að giska 14 klukkustundir frá því bátnum hvolfdi á Arnarvatni. Ólafur gat velt sjer af hestbaki en staðið gat hann ekki. Skreið hann nú að bæjarhurð og’ gat lát- ið heyra þar til sín. Kom fólk þá til dyra og sá fljótt hvað í efni var. Það sagði mjer Ólöf, kona Stef- ans bónda, að sú sjón liði sjer aldrei úr minni, er hún sá Ólaf í þessum nauðum. Á öllum hnúum fingra hans hafði skinnið fletst er hann skreið yfir grjót og klaka til hesta sinna, skein þar víða í beinið bert. Því þarf ekki að lýsa hverjar viðtökur hann fekk og ekki leið á löngu að í hann færðist það líf og fjör að hann gat riðið til Húsafells. Þar fanst honum hann komast í móðurliöndur þar sem Ástríður systir mín hlynti að hon- um með öllum hugsanlegum ráð- um En vegna hinna miklu meiðsla varð hann að leita á náðir læknis svo fljótt sem því varð við komið, sem var Páll Blöndal í Stafholts- ey. Ólafur lá þar lengi vors í sár- um, ;en varð þó heill um síðir. Minnist hann P. Blöndals með hlýjum huga frá þeim tíma. Ólafur hefir lengi átt heima á Torfustöðum á Akranesi og er hann vanalega kendur við þann stað. Hann er, eins og fleiri, sem í æsku hafa glímt við fjallaauðn- irnar, minnugur á alt, sem skeð hefir á þeim slóðum. Yfir hina björtu daga þar á heiðunum slær fögrum ljóma endurminninganna, en svo eru líka í og með hinir dimmu hríðardagar. En yfir deg- inum þeim, sem að framan er lýst, sem er sá minnileg’asti á allri hans ævi, er samantvinnað ljós og skuggi, þar mátti ekki milli sjá hvort sigra myndi líf eða dauði. Þann dag segist hann hafa þreifað allra skýrast á hand- leiðslu guðs. Eins og áður er sagt, er^Ólafur bróðursonur Stefáns í Kalmanns- tungu, af hinni alkunnu Stephen- senætt, en móðir Ólafs og kona Hannesar Ólafssonar, var Halla Björnsdóttir móðursystir Jóns Aðils, sagnfræðings. Sonur Ólafs Hannessonar er Kjartan bruna- vörður í Reykjavík, sem er nú vel þektur meðal annars fyrir mörg’ lagleg kvæði, sem hann hef- ir ort. Ólafur er maður stór og hraust- ur, snarráður og fjörmikill. Er það eitt ærin sönnun um afburða þol og hreysti að lifa af slíkan dag, sem hjer er lýst. Victoria Louise prinsessa. Síðan heimsstyrjöldin hófst, hefir enginn af keisaraættinni þýsku komið til Lundúna þang- að til nú fyrir skemstu, að Vic- toria Louise) dóttir Vilhjálms, fyrverandi keisara, kom þangað í heimsókn til Bretakonungs. Hún er gift hertoganum af Braunsch- weig og voru þau hjónin gestir Georgs konungs í Buckingham- höll meðan þau dvöldust í Lond- on. Þar var þessi mynd tekin af þeim.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.