Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1934, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1934, Síða 4
252 LESBÓK MORGrUNBLAÐSINS lýsingarnar eru eftir menn, sem lítinn eða engan þátt tóku sjálfir í lífi vígvallanna. Menn skyldu lesa brjef og lýsingar hermann- anna, sem sjálfir voru í helvíti skotgrafanna, til þess að kynnast styrjöldinni í allri andstygð lienn- ar. Þœr lýsingar eru stundum ekki eins listfágaðar og oft ^kki eins ofsafullar og sögur Remar- ques eða Barbusse, en þær eru sannar og þær eru brennandi af angist þeirra manna, sem voru sviknir út í stríðið, logandi af lífsþrá þeirra, sem altaf höfðu dauðan við næsta fótmál og fullar af friðarvilja þeirra sem liafa sjeð í gegnum blekkingar ófriðarins, Heimsstyrjöldin var ekki hetjuleg og þar var lítið rúm fyrir per- sónulegt hugrekki. Sögurnar um blóðstraumana, um líkliaugana, um návígin og byssustingjabar- dagana, eru mest skáldskapur og skrök. Styrjöld nútímans er stór- iðja pg vjelavinna og' stærðfræði- legur útreikningur. Fólkið fellur fyrir hríðskotum og sprengjum og eiturgasi, eða lifir í skotgröfumim ömurleg'u lífi, fullu af vosbúð og morandi í lús. Tilfinningin sem mest ber á er óttinn og angistin. Flestum hermönnum kemur saman um það, að þeir hafi hjer um bil altaf verið hræddir- „Þegar hann er ekki heitur af sjúkri æsingu er maðurinn í skotgröfunum að eins vesalingur, sem gengur langan krossferil og þjáist á honum, en þraukar samt áfram“, segir Max Buteau. Sagan um orusturnar við Marne, við Verdun, við Tannen- berg, er ekki fyrst og fremst sag'a um hugvit og sigra Hindenburgs og Foch, hún er líka saga um þennan krossferil skotgrafamann- anna, sagan um þær 20 miljónir sem fjellu, og allar hinar miljón- irnar, sem ekki fjellu, en komu heim haltar og vanaðar eða vit- skertar. Þess vegna segir Paul Cazin: „Hver sá, sem ekki bölvar styrjöldinni, bölvaður veri hann. Amen‘ ‘. Afleiðingar stríðsins eru ekki taldar með því einu að telja mann- fallið. Því fylgdi fækkun á barn- komum í öllum löndum. Þetta var rannsakað í Austurríki fyrir nokkrum árum. 1913 fæddust 127 þús. fleiri en dóu, en 1916 dóu 90 þús. fleiri en fæddust, meðal þeirra, sem ekki voru í stríðinu- Sultur og seira og illur viðgern- ingur saug merginn úr fólkinu. Geðveiki jókst. Glæpum fjölgaði. Aitken, forstjóri barnaverndarinn- ar í Englandi, hefir sýnt það, að undir eins á öðru ófriðarárinu jókst um 34% tala unglinga undir 16 ára aldri, sem kærðir voru fyrir glæpi, og þetta jókst síðan enn meira. eftir því sem lienitboðið sundraði meira heimilunum og veikti skólana í öllmn ófriðarlönd- um. Siðhnignunin var ekki ein. Svo voru eyðileggingar stríðsins á mannvirkjum og menningarverð- mætum. í Norður-Frakklandi, milli Ermarsunds ogLorraine, voru 4 þúsund þorp lögð í eyði, 20 þús. verksmiðjur sprengdar, 7 þús. skólum lokað, eða þeir eyddir, og Yz milj. heimila lögð í rtistir, en 8 milj- ekrur af ræktarlandi tróð- ust niður eða ejTddust af vígbún- aði. Iðnaður þjóðanna var lamað- ur og spiltur. Árið fyrir stríðið (1913) framleiddu Bretar 292 milj. smálesta af kolum, nokkru eftir friðarsamningana (1921) að eins 163 milj. 1913 fluttu þeir inn 7 milj. smálesta af"" járnmálmi til stálvinslu, en 1921 gátu þeir ekki unnið nema 2 milj. smál. Mat- vælaútflutnmgur Þjóðverja mink- aði úr ca- 10 miljónum kr. 1913 í tæplega 1% inilj. 1923. Mann- fjöldinn í Moskva minkaði um helming á ófriðarárunum. Þetta eru að eins nokkur sundurlaus dæmi iir ýmsum áttum að sýna afleiðing'ar stríðsins. Einar eru þó ótaldar enn- Það eru stríðsskuldirnar og skaðabæt- urnar og öll sú dæmalausa flækja og fásinna, sem af þeim hefir hlotist, og hlýst enn í viðskiftum og fjármálum þjóðanna. Það var viðkvæðið fyrst eftir-ófriðarlokin að Þjóðverjar væru ekki of góðir til að borga alt (L’Allemagne payera, var viðkvæði Klotz fjár- málaráðheira Clemenceau). Og menn lögðu ekki trúnað á orð þeirra, eins og Keynes fyrst og fremst, sem vöruðu við öllum þess- um sektarákvæðum og' afleiðingum þeirra. Skuldirnar, sem vlagðar voru á herðar Þjóðverjum, námu fyrst 132 þús. miljónum gull- marka, aulc mikillar vörugreiðslu, og auk þess sem þeir mistu um áttunda hluta af landi sínu með ea. 6)^ milj. íbúa, allar nýlendur og erlendar eignir, 16% af kola- framleiðslulandi sínu og 48% af járnframleiðslulandi sínu. „Þannig gekk hin hryllilega styrjöld af hinni óhamingjasömu þjóð blæð- andi til bana, stjórnlausri, varn- arlausri og sviftri löndum og lausum aurum“, segir von Kúhl- man, fyrrum utanríkisráðherra, í bókinni Gedanken úber Deutch- land. Þannig hafa orðið fyrir við- skiftalífið afleiðing'ar þeirrar styrj aldar, sem áttu að laga það, sí- vaxandi glundroði og hrun- Bandaríkin voru fvrst framan af eina þjóðin sem græddi á stríðinu. Þau höfðu lánað samherjum sínum í Evrópu yfir 2000 milj. punda og fengu mikla verslun, sem hinir mistu. Útflutningur þeirra nam 2435 miljónum dollara árið 1914, en 8439 milj. 1920. En einnig þessi stríðsgróði og allsnægtir Ameríku fór út um þúfur, og einnig þar hefir köld og járnhörð hönd krepp unnar og hrunsins lagst yfir þjóð- lífið svo að hin nýja stefna Roosevelts hefir enn þá við lítið ráðið. Eitt stórvirki enn átti styrj- öldin að vinna. Hún átti að tryg'gja beiminum lýðræðið. Það voru orð Wilsons forseta og bann Ijet Bandaríkin fara í stríðið (6. apríl 1917), til þess að vinna að þessu- Lýðræðishugsjónir ófriðar- áranna koma þó einna skýrast fram hjá manni eins og Masaryk (í Weltrevolution). Lýðræðið er stjórnarform hinnar nýju lieims- skoðunar og nýtísku mannsins, segir hann. Það er nýtt sjónarmið og ný aðferð, viðurkenning og framkvæmd á jafnrjetti allra rík- isborgara, viðúrkenning á frelsi handa þeim öllum, og viðurkenn- ing á bræðralagshugsjónunni í við- skiftum einstakling'a og þjóða. Menningarmaður nútímans leitar sífelt hamingju og heilbrigði en er samt óhamingjusamur og óheil- brigður. Nútímamaðurinn er mitt í menningu sinni aumkunarlega menningarlaus, og það er verk- efni lýðræðisins að vinna á móti þessu og kenna mönnum að varð- veita líkama sinn og að varðveita

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.