Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1935, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1935, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 61 FYRIR 50 ÁRUM: Snjóflóðið mikla í Seyðisfirði. Seyðisfjörður. Aldan og Bjólfur. í febrúarmánuði 1885 gekk að með grenjandi stórhríð um alt Austurland. Helst hún óslitið í rúmar fimm vikur og var fann- koma svo mikil, að menn mundu ekki aðra eins. Fellu þá snjóflóð víða og ollu tjóni, en ógurlegast var snjóflóðið sem fell á Seyðis- fjarðarkaupstað á Oskudagsmorg- un, 18. febr. 1 brjefi frá Seyðisfirði, dagsettu 2. mars, segir svo frá: — Snjóflóðið kom klukkan að ganga 9 um morguninn, yfir miðja Ölduna, þ. e. kaupstaðinn við Seyðisfjarðarbotn, úr Bjólfinum, öðru pafni Býhólstindi, snarbröttu fjalli fyrir ofan kaupstaðinn, nær 2000 feta háu. Jeg var með þeim fyrstu, sem kom þar að, og þvílíka sjón hefi jeg aldrei á ævi minni sjeð. Fjórtán íbúðarhúsum var að miklu leyti sópað út á sjó, þótt meginhluti þeirra liggi annað- hvort í sjávarmáli eða á grund- inni milli fjalls og fjöru. Svo mjög dimdi yfir, er snjóflóðið fell, að v •! varð sýnilegt á dagsbirtunni. Úr öHum áttum heyrðust óp og vein þeirra, er fyrir snjóflóðinu höfðu orðið. Menn komu naktir hvaðanæva, vaðandi gegn um snjó og ís. Þegar samdægurs voru g ’rðar tilraunir til að grafa eftir fólki, og hepnaðist að ná nokkrum með lífi. Barn eitt, sem náðist, var að sjá andvana, kalt og halfstirðnað, en lifnaði við lífgunartilraunir lækn- is vors. Síðan hefir verið haldið áfram að grafa í snjónum og rústunum dag eftir dag, þegar fært hefir verið fyrir illviðri, er staðið hef- ir nú í fullar 5 vikur, með þeirri mestu fannkomu, sem jeg hefi sjeð um mína daga. í þessum 14 íbúðarhúsum bjuggu á að giska 88 manns; þar af eru dauðir 24, en auk þess marg ir særðir meira og minna, svo sem handleggsbrotnir, viðbemsbrotnir m. m. Eitt líkið, kona, var með skurð voðalegan vfir þvert and- lit, eftir brauðhníf, er htín hefir haft í hendinni er skriðan skall á. Var það mikið lán í óláni, er hjer naut læknis við (kand. Bjarna Jenssonar, er settist að í Seyðis- firði í haust eftir f járveitingu síðasta alþingis), enda hefir hann haft ærið að vinna, sem nærri má geta, og ekki látið sitt eftir liggja. Fólkið sem fórst. I Hotel Island: Henrietta Tho- strup ungfrú, Geirmundur Guð- mundsson verslm., Guðríður Ei- ríksdóttir, Bjarni Bjarnason. í svokölluðu Blöndalshúsi: Vali mar Þorláksson, Blöndal verslun- arm. og kona hans, Guðrún Bjarnadóttir. í Garðhúsum: Hólmfríður Þórð- a rdóttir. í Vingolfi (lyfjabúðinni) ; Mark- ús Asmundsson Johnsen og Ragnh. Jónsdóttir. Á Álfhól: Sigurður Þórarins- son, Tngibjörg Geirmundsdóttir Guðjón og Þorsteinn börn þeirra. Á Grund: Steingrímur Sigurðs son, Tngibjörg kona hans, Sigu björg vinnukona og Einar ólafs- son barn. — í öðru húsi þar: Guð- ný Sigurðardóttir og David Pet- ersen verslunarstjóri. f húsi Magnúsar Sigurðssonar: Sveinbjörg kona hans og tvo böm þeirra f Hátúni: Guðrún Jónsdóttir. Á Bjargi: Vilborg Nikulásdótt- ir. Sagt er að tala þeirra, er fyrir flóðinu urðu, en komust af, hafi verið 64 Björguðust margir með furðulegum hætti, eins og oft vill verða. þegar slík slys ber að hönd- um. Þau Thostrup veitingamaður og kona hans höfðu svefnherbergí mrni á lofti í hótelinu og það vil Ii 1 eim til lífs, því að þau gátu skriðið þar út um glngga í því bili er snjóflóðið var að bera hús ið á sió út fram hjá bryggju. T fð Thostrup hafði áður lent í snjó- flóði (13. jan. 1882) og barst þá á sjó út. Flest líkin fundust í rústum húsanna. Lík Markiisar lyfsala fanst undir eins, því að rúm hans stóð kvrt, en öll vfirbyggingin liafði fallið ofan á hann og hefir deytt hann á einu augnabliki. Sama útlit var um alla aðra er fundust, að þeir hefði dáið þegar í st.að. Fólkið, sem af komst, stóð uppi allslaust, rúið inn að skyrtunni í orðsins bókstaflegu merkmgu, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.